Trump í mál við Clinton og flokksstjórn Demókrata Smári Jökull Jónsson skrifar 24. mars 2022 22:46 Trump er á fullu í kosningaherferð og var í Suður-Karólínu á dögunum. Vísir/Getty Donald Trump hefur höfðað mál gegn Hillary Clinton, flokksstjórn Demókrataflokksins og tuttugu og sex öðrum einstaklingum vegna ásakana um tengingu hans við Rússland í kosningabaráttunni árið 2016 og fer fram á milljónir dollara í skaðabætur. Í málsókninni er fjöldi manns nefndur á nafn sem Trump hefur í mörg ár ásakað um samsæri gegn sér. Meðal þeirra eru fyrrum forstjóri FBI James Comey, breski njósnarinn Christopher Steele og nokkrir starfsmenn kosningateymis Hillary Clinton. Stuðningsmenn Trump segja þau öll hluta af djúpríkinu svokallaða sem hann sjálfur hefur oft nefnt, tengslaneti frjálslyndra embættismanna sem eiga að hafa staðið í vegi hans. Málsóknin telur heilar 108 blaðsíður og þar sakar hann pólitíska andstæðinga sína um samsæri gegn sér, ólöglegar málsóknir, tölvuglæpi og þjófnað á leynilegum gögnum. Hann fer fram á rúma þrjá milljarða í skaðabætur. It s difficult to put into words just how deeply flawed and utterly hopeless this lawsuit is. https://t.co/AkFJo1ePrr— Elie Honig (@eliehonig) March 24, 2022 Í málsókninni má finna ýmsar staðreyndavillur sem og ýktar ásaknir Trump sem hann hefur ítrekað haldið fram í fjölmiðlum. Í málsókninni eru Clinton og háttsettir Demókratar sakaðir um að hafa ráðið lögfræðinga og rannsóknaraðila til að falsa upplýsingar sem tengja áttu Trump við Rússland og síðan dreifa þeim upplýsingum til fjölmiðla. Kosningateymi Clinton borgaði rannsóknarfólki fyrir að finna upplýsingar sem tengdu Trump við Rússa en flestar veigamestu ásakanirnar, í málsókninni sem Trump lagði fram í dag, hafa verið hraktar af hlutlausri rannsóknarnefnd þingsins sem og af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Trump heldur því fram að þessir aðilar hafi fengið aðstoð frá fólki hliðhollu Clinton innan FBI sem hafi misnotað vald sitt í rannsóknum sínum gegn sér. Ýmsir sérfræðingar hafa tjáð sig um málsókn Trump og segja hana hluta af pólitískri skák. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Í málsókninni er fjöldi manns nefndur á nafn sem Trump hefur í mörg ár ásakað um samsæri gegn sér. Meðal þeirra eru fyrrum forstjóri FBI James Comey, breski njósnarinn Christopher Steele og nokkrir starfsmenn kosningateymis Hillary Clinton. Stuðningsmenn Trump segja þau öll hluta af djúpríkinu svokallaða sem hann sjálfur hefur oft nefnt, tengslaneti frjálslyndra embættismanna sem eiga að hafa staðið í vegi hans. Málsóknin telur heilar 108 blaðsíður og þar sakar hann pólitíska andstæðinga sína um samsæri gegn sér, ólöglegar málsóknir, tölvuglæpi og þjófnað á leynilegum gögnum. Hann fer fram á rúma þrjá milljarða í skaðabætur. It s difficult to put into words just how deeply flawed and utterly hopeless this lawsuit is. https://t.co/AkFJo1ePrr— Elie Honig (@eliehonig) March 24, 2022 Í málsókninni má finna ýmsar staðreyndavillur sem og ýktar ásaknir Trump sem hann hefur ítrekað haldið fram í fjölmiðlum. Í málsókninni eru Clinton og háttsettir Demókratar sakaðir um að hafa ráðið lögfræðinga og rannsóknaraðila til að falsa upplýsingar sem tengja áttu Trump við Rússland og síðan dreifa þeim upplýsingum til fjölmiðla. Kosningateymi Clinton borgaði rannsóknarfólki fyrir að finna upplýsingar sem tengdu Trump við Rússa en flestar veigamestu ásakanirnar, í málsókninni sem Trump lagði fram í dag, hafa verið hraktar af hlutlausri rannsóknarnefnd þingsins sem og af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Trump heldur því fram að þessir aðilar hafi fengið aðstoð frá fólki hliðhollu Clinton innan FBI sem hafi misnotað vald sitt í rannsóknum sínum gegn sér. Ýmsir sérfræðingar hafa tjáð sig um málsókn Trump og segja hana hluta af pólitískri skák.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira