Nýr miðbær og göngugata í kortunum á Egilsstöðum Smári Jökull Jónsson skrifar 24. mars 2022 23:30 Hér má sjá tölvumynd af væntanlegum miðbæjarkjarna. Múlaþing Í nýju deiluskipulagi í miðbæ Egilsstaða er gert ráð fyrir 160 nýjum íbúðum auk göngugötu. Uppbygging miðbæjarins hefur verið á döfinni allt frá árinu 2004 en fyrst nú virðist vera komin hreyfing á hlutina. Í tilkynningu á vef Múlaþings segir að miðbæjarkjarninn hafi fengið nafnið Straumurinn og að göngugatan Ormurinn sé í lykilhlutverki í kjarnanum. Gert er ráð fyrir 160 íbúðum á efri hæðum bygginga og verslun á neðri hæðum. Hugmyndir um uppbyggingu miðbæjarkjarna eru ekki nýjar af nálinni á Egilsstöðum því árið 2004 var haldin hugmyndasamkeppni um nýjan miðbæ þar sem arkitektastofan Arkís vann til fyrstu verðlauna. Deiliskipulag sem var samþykkt árið 2006 komst hins vegar aldrei til framkvæmda. Árið 2015 hófst síðan vinna við breytingu á deiliskipulaginu en Arkís vann það í samvinnu við bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs og á síðasta ári var endurskoðað skipulag samþykkt. Göngugata með vísan í Lagarfljótsorminn Samkvæmt hinu nýja skipulagi verður byggð þétt og hlutfall íbúða aukið. Markmiðið er að skapa líflegan miðbæ með opnum torgum og grænum svæðum fjarri bílaumferð. Í skipulagstillögunni er göngu- og verslunargata sem fengið hefur nafnið Ormurinn, með vísan í Lagarfljótsorminn og þjóðsöguna um hann. Inngangar í verslanir verða frá göngugötunni og á að gera umhverfið í kring aðlaðandi með fallegum setsvæðum. Torg verður fyrir miðri göngugötu sem mun nýtast fyrir viðburði og hátíðahöld. Múlaþing hefur auglýst eftir samstarfsaðilum um uppbyggingu innan fjögurra skilgreinda reita sem mynda kjarna miðbæjarins. Múlaþing Skipulag Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Í tilkynningu á vef Múlaþings segir að miðbæjarkjarninn hafi fengið nafnið Straumurinn og að göngugatan Ormurinn sé í lykilhlutverki í kjarnanum. Gert er ráð fyrir 160 íbúðum á efri hæðum bygginga og verslun á neðri hæðum. Hugmyndir um uppbyggingu miðbæjarkjarna eru ekki nýjar af nálinni á Egilsstöðum því árið 2004 var haldin hugmyndasamkeppni um nýjan miðbæ þar sem arkitektastofan Arkís vann til fyrstu verðlauna. Deiliskipulag sem var samþykkt árið 2006 komst hins vegar aldrei til framkvæmda. Árið 2015 hófst síðan vinna við breytingu á deiliskipulaginu en Arkís vann það í samvinnu við bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs og á síðasta ári var endurskoðað skipulag samþykkt. Göngugata með vísan í Lagarfljótsorminn Samkvæmt hinu nýja skipulagi verður byggð þétt og hlutfall íbúða aukið. Markmiðið er að skapa líflegan miðbæ með opnum torgum og grænum svæðum fjarri bílaumferð. Í skipulagstillögunni er göngu- og verslunargata sem fengið hefur nafnið Ormurinn, með vísan í Lagarfljótsorminn og þjóðsöguna um hann. Inngangar í verslanir verða frá göngugötunni og á að gera umhverfið í kring aðlaðandi með fallegum setsvæðum. Torg verður fyrir miðri göngugötu sem mun nýtast fyrir viðburði og hátíðahöld. Múlaþing hefur auglýst eftir samstarfsaðilum um uppbyggingu innan fjögurra skilgreinda reita sem mynda kjarna miðbæjarins.
Múlaþing Skipulag Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira