Úkraínumenn snúa vörn í sókn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2022 06:31 Götur Odesa eru stráðar hindrunum gegn skriðdrekum, ef Rússar skyldu ná inn í borgina. AP/Petros Giannakouris Vísbendingar eru uppi um að Úkraínumönnum sé að takast að snúa vörn í sókn á sumum svæðum og setja áætlanir Rússa í enn frekara uppnám. Yfirvöld í Úkraínu segja þeim hafa tekist að hrekja Rússa til baka, meðal annars norður af Kænugarði. Fullyrðingar Úkraínustjórnar virðast ekki byggja á baráttuandanum einum saman heldur er það mat sumra vestrænna embættismanna að ákveðin viðsnúningur hafi orðið á nokkrum stöðum. Guardian hefur til að mynda eftir hershöfðingjanum Mick Smeath, sendifulltrúa Breta í varnarmálum í sendiráðinu í Washington, að samkvæmt breskum öryggisyfirvöldum virðist Úkraínumenn hafa tekið aftur tvo bæi vestur af Kænugarði. „Það er líklegt að árangursríkar mótaðgerðir Úkraínu muni koma niður á getu rússneskra hersveita til að endurskipuleggja sig og halda áfram sókn sinni í átt að Kænugarði,“ segir Smeath. Breska varnarmálaráðuneytið segir einnig að Úkraínumönnum hafi tekist að gera árásir á mikilvæg skotmörk, sem hafi neytt Rússa til að senda herafla frá átakasvæðum til að vernda birgðaleiðir. Dæmi um þessar árángursríku árásir væru lendingaskipið og skotvopnabirgðirnar í Berdyansk, sem voru eyðilagðar í gær. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 24 March 2022 Find out more about the UK government's response: https://t.co/2O1nVfKz2k #StandWithUkraine pic.twitter.com/gJ1oY9fUqu— Ministry of Defence (@DefenceHQ) March 24, 2022 Ótrúlega „stöðvanlegir“ Bandaríkjamenn segja Rússa að verða uppiskroppa með nákvæmnisvopn sín og vera líklega til að reiða sig í auknum mæli á hefðbundin skotvopn og svokallaðar „heimskar sprengjur“; sprengjur sem sleppt er úr lofti og valda skaða á þeim stað sem þær lenda, handahófskennt. Associated Press segir frá því að það sem hafi komið einna mest á óvart í stríðinu er hversu illa Rússar hafa staðið að vígi. Eftir tvo áratugi af nútímavæðingu hafi hersveitir þeirra reynst illa undirbúnar, illa samhæfðar og ótrúlega „stöðvanlegar“. Nató áætlar að um 7 til 15 þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í innrásinni og mun fleiri særst. Robert Gates, fyrrverandi framkvæmdastjóri bandarísku leyniþjónustunnar og varnarmálaráðherra, segir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hljóti að hafa orðið fyrir vonbrigðum með frammistöðu hersveita sinna. „Í Úkraínu erum við að sjá menn sem hafa verið kvaddir til herskyldu ekki vita hvers vegna þeir eru þarna, óæfða og bara stórkostleg vandamál með forystuna og stjórnun og ótrúlega lélega taktík,“ sagði Gates nýlega. Rétt er að geta þess að þrátt fyrir að Úkraínumenn séu nú í sókn á ákveðnum svæðum, hafa Rússar sótt fram annars staðar, til að mynda í Maríupól, og halda víða áfram viðstöðulausum sprengjuárásum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Fullyrðingar Úkraínustjórnar virðast ekki byggja á baráttuandanum einum saman heldur er það mat sumra vestrænna embættismanna að ákveðin viðsnúningur hafi orðið á nokkrum stöðum. Guardian hefur til að mynda eftir hershöfðingjanum Mick Smeath, sendifulltrúa Breta í varnarmálum í sendiráðinu í Washington, að samkvæmt breskum öryggisyfirvöldum virðist Úkraínumenn hafa tekið aftur tvo bæi vestur af Kænugarði. „Það er líklegt að árangursríkar mótaðgerðir Úkraínu muni koma niður á getu rússneskra hersveita til að endurskipuleggja sig og halda áfram sókn sinni í átt að Kænugarði,“ segir Smeath. Breska varnarmálaráðuneytið segir einnig að Úkraínumönnum hafi tekist að gera árásir á mikilvæg skotmörk, sem hafi neytt Rússa til að senda herafla frá átakasvæðum til að vernda birgðaleiðir. Dæmi um þessar árángursríku árásir væru lendingaskipið og skotvopnabirgðirnar í Berdyansk, sem voru eyðilagðar í gær. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 24 March 2022 Find out more about the UK government's response: https://t.co/2O1nVfKz2k #StandWithUkraine pic.twitter.com/gJ1oY9fUqu— Ministry of Defence (@DefenceHQ) March 24, 2022 Ótrúlega „stöðvanlegir“ Bandaríkjamenn segja Rússa að verða uppiskroppa með nákvæmnisvopn sín og vera líklega til að reiða sig í auknum mæli á hefðbundin skotvopn og svokallaðar „heimskar sprengjur“; sprengjur sem sleppt er úr lofti og valda skaða á þeim stað sem þær lenda, handahófskennt. Associated Press segir frá því að það sem hafi komið einna mest á óvart í stríðinu er hversu illa Rússar hafa staðið að vígi. Eftir tvo áratugi af nútímavæðingu hafi hersveitir þeirra reynst illa undirbúnar, illa samhæfðar og ótrúlega „stöðvanlegar“. Nató áætlar að um 7 til 15 þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í innrásinni og mun fleiri særst. Robert Gates, fyrrverandi framkvæmdastjóri bandarísku leyniþjónustunnar og varnarmálaráðherra, segir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hljóti að hafa orðið fyrir vonbrigðum með frammistöðu hersveita sinna. „Í Úkraínu erum við að sjá menn sem hafa verið kvaddir til herskyldu ekki vita hvers vegna þeir eru þarna, óæfða og bara stórkostleg vandamál með forystuna og stjórnun og ótrúlega lélega taktík,“ sagði Gates nýlega. Rétt er að geta þess að þrátt fyrir að Úkraínumenn séu nú í sókn á ákveðnum svæðum, hafa Rússar sótt fram annars staðar, til að mynda í Maríupól, og halda víða áfram viðstöðulausum sprengjuárásum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira