Ekkert að gerast í nýjasta hverfi borgarinnar: Vill bakarí, lágvöruverslun, ísbúð, pítsustað, bar og kaffihús Snorri Másson skrifar 26. mars 2022 15:10 Íbúa á Hlíðarenda í Reykjavík er farið að lengja eftir verslun og þjónustu í hverfið sitt. Þúsundir fermetra af atvinnuhúsnæði standa auðir. Þóra Hjörleifsdóttir, rithöfundur og einn íbúa í nýju hverfi á Hlíðarenda, segir að allt sé tilbúið; nóg af bílastæðum svo að segja, nóg af lausu húsnæði og meira og minna tilbúnir innviðir; en samt er eins og verslunarfólk taki ekki við sér og opni staði í nýja hverfinu. Talið er að samanlagður íbúafjöldi á svæðinu sé orðinn á við íbúafjölda Sauðárkróks, þannig að markhópurinn er stór. „Íbúar í hverfinu eru bara að bíða. Það er svolítið staðan. Ég væri til í að fá bakarí. Fyrst vil ég fá lágvöruverslun. Það er mikilvægast finnst mér. Ég væri til í bakarí, ísbúð, pitsustað og bar og veitingastað mögulega og kaffihús,“ segir Þóra í samtali við fréttastofu. Þóra Hjörleifsdóttir, rithöfundur og íbúi í nýju Hlíðarendahverfi, vill verslanir í hverfið sitt.Vísir/Einar Þóra kveðst vera bíllaus þar sem hverfið hafi verið hannað þannig að það ætti að vera þjónusta á jarðhæðunum allt í kring. Hún vonar því að þetta sé tímaspursmál frekar en hitt, en ljóst er þó að töluvert er liðið síðan mikill hluti auða húsnæðisins var tilbúinn. Nóg að gera á hárgreiðslustofu Fréttastofa leit við á Hlíðarenda í dag og skoðaði öll tómu verslunarrýmin en ræddi að vísu við fulltrúa einu starfseminnar sem fannst á svæðinu, hárgreiðslustofu. Þar sagði eigandinn, Kolbrún Kristjánsdóttir að hverfið væri þétt, nýtt og borgarlegt ólíkt eldri svæðum í Reykjavík. Alltaf nóg að gera, enda frábær staður fyrir hárgreiðslustofu, hvort sem það væru íbúar í hverfinu eða fólk komið lengra að sem stunduðu viðskiptin. „Þetta er mjög góð staðsetning. Borgarlínan kemur náttúrulega til með að koma hérna í gegn ef af verður, hopphjólin koma hérna í stríðum straumum. Og hlaupandi og gangandi fólk,“ sagði Kolbrún. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skipulag Verslun Tengdar fréttir Leggja til að byggja 460 íbúðir til viðbótar á Hlíðarendasvæðinu Alls verða 460 íbúðir byggðar á Hlíðarendasvæðinu í Reykjavík, gangi eftir áætlanir um að breyta skipulagi á þremur reitum á svæðinu. Tveir reitanna voru áður ætlaðir undir atvinnuhúsnæði, þar á meðal hótel, og sá þriðji var skilgreindur sem opið svæði, til bráðabirgða. 7. október 2021 17:20 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Þóra Hjörleifsdóttir, rithöfundur og einn íbúa í nýju hverfi á Hlíðarenda, segir að allt sé tilbúið; nóg af bílastæðum svo að segja, nóg af lausu húsnæði og meira og minna tilbúnir innviðir; en samt er eins og verslunarfólk taki ekki við sér og opni staði í nýja hverfinu. Talið er að samanlagður íbúafjöldi á svæðinu sé orðinn á við íbúafjölda Sauðárkróks, þannig að markhópurinn er stór. „Íbúar í hverfinu eru bara að bíða. Það er svolítið staðan. Ég væri til í að fá bakarí. Fyrst vil ég fá lágvöruverslun. Það er mikilvægast finnst mér. Ég væri til í bakarí, ísbúð, pitsustað og bar og veitingastað mögulega og kaffihús,“ segir Þóra í samtali við fréttastofu. Þóra Hjörleifsdóttir, rithöfundur og íbúi í nýju Hlíðarendahverfi, vill verslanir í hverfið sitt.Vísir/Einar Þóra kveðst vera bíllaus þar sem hverfið hafi verið hannað þannig að það ætti að vera þjónusta á jarðhæðunum allt í kring. Hún vonar því að þetta sé tímaspursmál frekar en hitt, en ljóst er þó að töluvert er liðið síðan mikill hluti auða húsnæðisins var tilbúinn. Nóg að gera á hárgreiðslustofu Fréttastofa leit við á Hlíðarenda í dag og skoðaði öll tómu verslunarrýmin en ræddi að vísu við fulltrúa einu starfseminnar sem fannst á svæðinu, hárgreiðslustofu. Þar sagði eigandinn, Kolbrún Kristjánsdóttir að hverfið væri þétt, nýtt og borgarlegt ólíkt eldri svæðum í Reykjavík. Alltaf nóg að gera, enda frábær staður fyrir hárgreiðslustofu, hvort sem það væru íbúar í hverfinu eða fólk komið lengra að sem stunduðu viðskiptin. „Þetta er mjög góð staðsetning. Borgarlínan kemur náttúrulega til með að koma hérna í gegn ef af verður, hopphjólin koma hérna í stríðum straumum. Og hlaupandi og gangandi fólk,“ sagði Kolbrún.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skipulag Verslun Tengdar fréttir Leggja til að byggja 460 íbúðir til viðbótar á Hlíðarendasvæðinu Alls verða 460 íbúðir byggðar á Hlíðarendasvæðinu í Reykjavík, gangi eftir áætlanir um að breyta skipulagi á þremur reitum á svæðinu. Tveir reitanna voru áður ætlaðir undir atvinnuhúsnæði, þar á meðal hótel, og sá þriðji var skilgreindur sem opið svæði, til bráðabirgða. 7. október 2021 17:20 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Leggja til að byggja 460 íbúðir til viðbótar á Hlíðarendasvæðinu Alls verða 460 íbúðir byggðar á Hlíðarendasvæðinu í Reykjavík, gangi eftir áætlanir um að breyta skipulagi á þremur reitum á svæðinu. Tveir reitanna voru áður ætlaðir undir atvinnuhúsnæði, þar á meðal hótel, og sá þriðji var skilgreindur sem opið svæði, til bráðabirgða. 7. október 2021 17:20