Fá hundrað og fjörutíu milljónir í afslátt af leigu vegna faraldursins Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. mars 2022 23:23 Hótelið var meðal annars nýtt undir farsóttarhús fyrir Covid-smitaða. Vísir/Egill Fosshótel fær 33 prósent afslátt af leigugreiðslum sem spönnuðu yfir eins árs tímabil og þar af leiðandi hundrað og fjörutíu milljónir í afslátt af leiguverði. Hótelið sagði upp öllu starfsfólki sínu, hætti starfsemi tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins og hætti að borga leigu. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu nýlega, en áður hafði dómurinn komist að þeirri niðurstöðu að lækka bæri leiguna um 50 prósent. Hæstiréttur ómerkti þann dóm vegna annmarka á dómi héraðsdóms en tók ekki efnislega afstöðu til leigugreiðslnanna. Markaðsaðstæður geti breyst Fosshótel bar fyrir sig að ófyrirséð og ófyrirsjáanleg atvik, svokallað force majeure, hafi gert það að verkum að því væri ókleift að efna leigusamninginn. Ósanngjarnt væri að hótelið þyrfti eitt að bera þungan af lokunum vegna kórónuveirunnar en hótelinu var lokað í heilt ár, frá 31. mars 2020 til 31. mars 2021 og öllum 129 starfsmönnum hótelsins sagt upp. Fyrirtækið Íþaka ehf., sem leigir Fosshótelum húsnæðið, sagði að faraldurinn hafi ekki verið hindrun í kröfuréttarlegum skilningi heldur væri einfaldlega um breyttar markaðsaðstæður að ræða. Hærri leigugreiðslna yrði ekki krafist þegar vel gengi, ekki frekar en þegar illa gengi í rekstrinum, og Fosshótelum hafi því ekki verið ókleift að efna samninginn. Leigufélagið sagði enn fremur að í viðskiptum mætti alltaf búast við því að ytri aðstæður gætu breyst og haft þannig áhrif á gengi hótelsins. Ósanngjarnt væri að verri markaðsaðstæður leiddu til þess að leigugreiðslur féllu niður eða að greiða ætti lægri leigu fyrir húsnæðið. Faraldurinn force majeure Héraðsdómur sagði ljóst að ófyrirséð og ófyrirsjáanleg atvik gætu leitt til þess að ómögulegt væri að efna skuldbindingar samkvæmt samningum. Kórónuveirufaraldurinn falli sannarlega undir slík atvik. Því var niðurstaðan sú að eðlilegt væri, vegna atvika sem síðar komu til, að breyta leiguverði samkvæmt samningnum. Fosshótelum bæri því að greiða tvo þriðju hluta leigufjárhæðarinnar eða tæpar 280 milljónir króna en leigufélagið krafðist Héraðsdómurinn er nokkuð ítarlegur en hann má lesa í heild sinni hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Mest lesið „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Fleiri fréttir „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu nýlega, en áður hafði dómurinn komist að þeirri niðurstöðu að lækka bæri leiguna um 50 prósent. Hæstiréttur ómerkti þann dóm vegna annmarka á dómi héraðsdóms en tók ekki efnislega afstöðu til leigugreiðslnanna. Markaðsaðstæður geti breyst Fosshótel bar fyrir sig að ófyrirséð og ófyrirsjáanleg atvik, svokallað force majeure, hafi gert það að verkum að því væri ókleift að efna leigusamninginn. Ósanngjarnt væri að hótelið þyrfti eitt að bera þungan af lokunum vegna kórónuveirunnar en hótelinu var lokað í heilt ár, frá 31. mars 2020 til 31. mars 2021 og öllum 129 starfsmönnum hótelsins sagt upp. Fyrirtækið Íþaka ehf., sem leigir Fosshótelum húsnæðið, sagði að faraldurinn hafi ekki verið hindrun í kröfuréttarlegum skilningi heldur væri einfaldlega um breyttar markaðsaðstæður að ræða. Hærri leigugreiðslna yrði ekki krafist þegar vel gengi, ekki frekar en þegar illa gengi í rekstrinum, og Fosshótelum hafi því ekki verið ókleift að efna samninginn. Leigufélagið sagði enn fremur að í viðskiptum mætti alltaf búast við því að ytri aðstæður gætu breyst og haft þannig áhrif á gengi hótelsins. Ósanngjarnt væri að verri markaðsaðstæður leiddu til þess að leigugreiðslur féllu niður eða að greiða ætti lægri leigu fyrir húsnæðið. Faraldurinn force majeure Héraðsdómur sagði ljóst að ófyrirséð og ófyrirsjáanleg atvik gætu leitt til þess að ómögulegt væri að efna skuldbindingar samkvæmt samningum. Kórónuveirufaraldurinn falli sannarlega undir slík atvik. Því var niðurstaðan sú að eðlilegt væri, vegna atvika sem síðar komu til, að breyta leiguverði samkvæmt samningnum. Fosshótelum bæri því að greiða tvo þriðju hluta leigufjárhæðarinnar eða tæpar 280 milljónir króna en leigufélagið krafðist Héraðsdómurinn er nokkuð ítarlegur en hann má lesa í heild sinni hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Mest lesið „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Fleiri fréttir „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Sjá meira