Vaktin: Kjarnakljúfur varð fyrir tjóni eftir sprengjuárás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Viktor Örn Ásgeirsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 26. mars 2022 07:20 Frá Karkív. Myndin er ekki af kjarnakljúfnum sem fjallað er um í fréttinni. MARCUS YAM / LOS ANGELES TIMES via Getty Kjarnakljúfur í borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu hefur orðið fyrir tjóni eftir víðtækar sprengju- og stórskotaliðsárásir Rússa á svæðið. Ekki hefur enn verið hægt að meta umfang tjónsins, þar sem árásir Rússa eru nánast linnualausar. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur lýst því yfir að fyrsti hluta „sérstöku hernaðaraðgerðanna í Úkraínu“ sé meira og minna lokið. Rússland muni nú einblína á að frelsa Donbas-héröðin undan oki Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti er í heimsókn í Póllandi til að sýna ríkjum Austur-Evrópu stuðning. Hann mun funda með Andrzej Duda forseta Póllands í dag, hitta úkraínska flóttamenn og funda með Rafa Traskowski borgarstjóra Varsjár um viðbrögð borgarinnar við flóttamannastrauminum. Sameinuðu þjóðirnar hafa staðfest að 1.081 almennur borgari hafi látið lífið í átökunum og 1.707 særst. SÞ segir þó að þessar tölur séu að öllum líkindum mun hærri í raunveruleikanum. Yfirvöld í Úkraínu hafa þá lýst því yfir að 136 börn hafi fallið í átökunum. Vladimír Pútín Rússlandsforseti staðfesti í gær innleiðingu lagasetningar sem kveður á um að hver sá sem birti „falskar upplýsingar“ um aðgerðir Rússlands utan landssteinanna eigi yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist. Rússneska kauphöllin fær að opna aftur á mánudag eftir að hafa verið lokuð í heilan mánuð. Ákvörðun Seðlabankans um það markar stórt skref fyrir Rússa.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur lýst því yfir að fyrsti hluta „sérstöku hernaðaraðgerðanna í Úkraínu“ sé meira og minna lokið. Rússland muni nú einblína á að frelsa Donbas-héröðin undan oki Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti er í heimsókn í Póllandi til að sýna ríkjum Austur-Evrópu stuðning. Hann mun funda með Andrzej Duda forseta Póllands í dag, hitta úkraínska flóttamenn og funda með Rafa Traskowski borgarstjóra Varsjár um viðbrögð borgarinnar við flóttamannastrauminum. Sameinuðu þjóðirnar hafa staðfest að 1.081 almennur borgari hafi látið lífið í átökunum og 1.707 særst. SÞ segir þó að þessar tölur séu að öllum líkindum mun hærri í raunveruleikanum. Yfirvöld í Úkraínu hafa þá lýst því yfir að 136 börn hafi fallið í átökunum. Vladimír Pútín Rússlandsforseti staðfesti í gær innleiðingu lagasetningar sem kveður á um að hver sá sem birti „falskar upplýsingar“ um aðgerðir Rússlands utan landssteinanna eigi yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist. Rússneska kauphöllin fær að opna aftur á mánudag eftir að hafa verið lokuð í heilan mánuð. Ákvörðun Seðlabankans um það markar stórt skref fyrir Rússa.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira