Fjögurra ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl með Norrænu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2022 16:43 Í dómi Landsréttar sagði að gögn málsins gæfu tilefni til að ætla að Lubaszka hefði hlotið að vita eða „mátt vita“ eða „mátt gera sér grein fyrir“ að fíkniefnin gætu verið falin í bifreiðinni. Vísir/Jóhann K Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl með Norrænu. Maðurinn faldi rúma ellefu lítra af amfetamínbasa í plastflöskum í bensíntanki bifreiðar og var gripinn ásamt samverkamanni við tollskoðun. Landsréttur kvað upp dóm sinn í gær en Hæstiréttur hafði áður ómerkt fyrri dóm Landsréttar. Fyrri málsmeðferð var talin hafa farið á svig við reglu um milliliðalausa sönnunarfærslu og því í ósamræmi við áskilnað um réttláta málsmeðferð eins og kveðið er á um í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Héraðsdómur sýknaði manninn, Jerzy Wlodzimierz Lubaszka, í maí 2018 en Landsréttur hefur nú snúið sýknudóminum við. „Viðskiptaferð“ til Íslands Tollverðir fundu ellefu og hálfan lítra af amfetamínbasa sem falinn var í Citroen-bifreið þeirra félaga sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar 3. október 2017. Í framburði Lubaszka fyrir dómi sagðist hann hafa hitt samverkamann sinn við útför. Þeir hafi ákveðið að fara saman til Íslands í viðskiptaferð og Lubaszka átti að fá greitt fyrir ferðina. Þá höfðu þeir einnig rætt þann möguleika að nota ferðina til að kanna hvort þeim kynni að bjóðast atvinna hér á landi, eins og segir í dómi Landsréttar. Lubaszka tók að sér akstur bílsins en kvaðst ekki hafa spurt út í tilgang ferðarinnar. Hann hafi treyst samverkamanni sínum sem gömlum vini og ekki talið að eitthvað óeðlilegt eða ólöglegt væri að eiga sér stað. Grunsemdir tollvarða leiddu til handtöku Lögreglumaður sem bar vitni fyrir dómi lýsti því að grunsemdir tollvarða hefðu orðið til þess að bifreiðin sem um ræðir hafi verið rannsökuð. Fram kom að saga mannanna hefði ekki verið talin trúverðug og það leitt til þess að lögregla kom á vettvang, en áður höfðu kviknað grunsemdir um að einhverjir aðskotahlutir væru í bensíntanki bifreiðarinnar. Við blöstu plastflöskur fullar af amfetamínbasa. Við sönnunarmat var litið til þess að Lubaszka játaði að haf ekið bifreiðinni frá Varsjá í Póllandi, yfir til Þýskalands og þaðan til Danmerkur. Leiðin lá síðar til Færeyja með Norrænu og loks til Seyðisfjarðar. Landsréttur taldi að framburður mannsins gæfi í skyn að hann hafi grunað að eitthvað ólöglegt væri í bígerð. Framburður hans hafi þar að auki breyst talsvert við meðferð málsins og dómurinn taldi hann nokkuð á reiki. Mikill dráttur á málinu Við mat á refsingu var litið til þess að Lubaszka var ekki talinn hafa tekið þátt í undirbúningi ferðarinnar eða útvegun fíkniefnanna. Þá var einnig litið til þess dráttar sem verið hefur á málinu en fjögur ár eru liðin frá uppkvaðningu héraðsdóms. Landsréttur taldi því hæfilegt að Lubaszka hlyti fjögurra ára fangelsisrefsingu en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hann sætti í rúma sex mánuði. Þá ber honum einnig að greiða verjanda sínum rúma sjö og hálfa milljón í málskostnað. Samverkamaðurinn hlaut sex og hálfs árs dóm í héraði en dómur Landsréttar snýr aðeins að Jerzy Wlodzimierz Lubaszka. Dómsmál Norræna Smygl Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Mál ferðafélagans fer aftur fyrir Landsrétt Hæstiréttur hefur ómerkt fimm ára dóm yfir Jerzy Wlodzimierz Lubaszka sem féll í Landsrétti í desember 2019. 18. mars 2021 15:57 Ferðafélaginn slapp ekki í Landsrétti og fékk fimm ár Jerzy Wlodzimierz Lubaszka var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. 20. desember 2019 16:36 Sex og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl en ferðafélaginn sleppur Jerzy Arkadiusz Ambrozy, pólskur ríkisborgari á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna innflutnings á 11,5 lítrum af amfetamínbasa 3. maí 2018 16:17 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm sinn í gær en Hæstiréttur hafði áður ómerkt fyrri dóm Landsréttar. Fyrri málsmeðferð var talin hafa farið á svig við reglu um milliliðalausa sönnunarfærslu og því í ósamræmi við áskilnað um réttláta málsmeðferð eins og kveðið er á um í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Héraðsdómur sýknaði manninn, Jerzy Wlodzimierz Lubaszka, í maí 2018 en Landsréttur hefur nú snúið sýknudóminum við. „Viðskiptaferð“ til Íslands Tollverðir fundu ellefu og hálfan lítra af amfetamínbasa sem falinn var í Citroen-bifreið þeirra félaga sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar 3. október 2017. Í framburði Lubaszka fyrir dómi sagðist hann hafa hitt samverkamann sinn við útför. Þeir hafi ákveðið að fara saman til Íslands í viðskiptaferð og Lubaszka átti að fá greitt fyrir ferðina. Þá höfðu þeir einnig rætt þann möguleika að nota ferðina til að kanna hvort þeim kynni að bjóðast atvinna hér á landi, eins og segir í dómi Landsréttar. Lubaszka tók að sér akstur bílsins en kvaðst ekki hafa spurt út í tilgang ferðarinnar. Hann hafi treyst samverkamanni sínum sem gömlum vini og ekki talið að eitthvað óeðlilegt eða ólöglegt væri að eiga sér stað. Grunsemdir tollvarða leiddu til handtöku Lögreglumaður sem bar vitni fyrir dómi lýsti því að grunsemdir tollvarða hefðu orðið til þess að bifreiðin sem um ræðir hafi verið rannsökuð. Fram kom að saga mannanna hefði ekki verið talin trúverðug og það leitt til þess að lögregla kom á vettvang, en áður höfðu kviknað grunsemdir um að einhverjir aðskotahlutir væru í bensíntanki bifreiðarinnar. Við blöstu plastflöskur fullar af amfetamínbasa. Við sönnunarmat var litið til þess að Lubaszka játaði að haf ekið bifreiðinni frá Varsjá í Póllandi, yfir til Þýskalands og þaðan til Danmerkur. Leiðin lá síðar til Færeyja með Norrænu og loks til Seyðisfjarðar. Landsréttur taldi að framburður mannsins gæfi í skyn að hann hafi grunað að eitthvað ólöglegt væri í bígerð. Framburður hans hafi þar að auki breyst talsvert við meðferð málsins og dómurinn taldi hann nokkuð á reiki. Mikill dráttur á málinu Við mat á refsingu var litið til þess að Lubaszka var ekki talinn hafa tekið þátt í undirbúningi ferðarinnar eða útvegun fíkniefnanna. Þá var einnig litið til þess dráttar sem verið hefur á málinu en fjögur ár eru liðin frá uppkvaðningu héraðsdóms. Landsréttur taldi því hæfilegt að Lubaszka hlyti fjögurra ára fangelsisrefsingu en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hann sætti í rúma sex mánuði. Þá ber honum einnig að greiða verjanda sínum rúma sjö og hálfa milljón í málskostnað. Samverkamaðurinn hlaut sex og hálfs árs dóm í héraði en dómur Landsréttar snýr aðeins að Jerzy Wlodzimierz Lubaszka.
Dómsmál Norræna Smygl Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Mál ferðafélagans fer aftur fyrir Landsrétt Hæstiréttur hefur ómerkt fimm ára dóm yfir Jerzy Wlodzimierz Lubaszka sem féll í Landsrétti í desember 2019. 18. mars 2021 15:57 Ferðafélaginn slapp ekki í Landsrétti og fékk fimm ár Jerzy Wlodzimierz Lubaszka var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. 20. desember 2019 16:36 Sex og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl en ferðafélaginn sleppur Jerzy Arkadiusz Ambrozy, pólskur ríkisborgari á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna innflutnings á 11,5 lítrum af amfetamínbasa 3. maí 2018 16:17 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Mál ferðafélagans fer aftur fyrir Landsrétt Hæstiréttur hefur ómerkt fimm ára dóm yfir Jerzy Wlodzimierz Lubaszka sem féll í Landsrétti í desember 2019. 18. mars 2021 15:57
Ferðafélaginn slapp ekki í Landsrétti og fékk fimm ár Jerzy Wlodzimierz Lubaszka var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. 20. desember 2019 16:36
Sex og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl en ferðafélaginn sleppur Jerzy Arkadiusz Ambrozy, pólskur ríkisborgari á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna innflutnings á 11,5 lítrum af amfetamínbasa 3. maí 2018 16:17