Solveig Lára vígslubiskup á Hólum lætur af embætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2022 14:11 Solveig Lára hyggst láta af störfum sem vígslubiskup á Hólum 1. september næstkomandi. Þjóðkirkjan Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, tilkynnti á kirkjuþingi sem hófst í morgun að hún hygðist láta af embætti 1. september næstkomandi. Solveig Lára hefur starfað sem prestur í fjörutíu ár og hefur þjónað bæði í sveit og í borg. Undanfarin ár hefur hún sinnt störfum vígslubiskups á Hólum. Solveig ávarpaði kirkjuþing og lagði áherslu á að vígslubiskupsstörfin yrðu með óbreyttu sniði og frekar efld heldur en hitt. Hún sagðist telja það hrapaleg mistök verði vígslupiskupsstörf gerð að hlutastarfi. Lesa má ávarp Solveigar í heild sinni hér að neðan. Forseti! Ágæta kirkjuþingsfólk! Á næsta ári verða 40 ár síðan ég vígðist til prests í Dómkirkjunni í Reykjavík. Öll þessi ár hef ég þjónað kirkjunni minni bæði í borg og í sveit og nú síðast liðin 10 ár sem einn af þremur biskupum Þjóðkirkjunnar. Allan þennan tíma hef ég leitast við að efla og styrkja grunnstoðir kirkjunnar sem er kirkjustarfið sjálft unnið bæði af miklu fagfólki og sjálfboðaliðum um allt land. Ég hef alla tíð unnið að því að sem mest samvinna sé á öllum sviðum og öll sjónarmið fái áheyrn. Í biskupstíð minni hef ég í mikilvægu biskupateymi með frú Agnesi M. Sigurðardóttur í fararbroddi og Kristjánum tveim unnið að því að sameina prestaköll, sem stuðlar að því að jafna þjónustubyrði og auka samvinnu. Ég var kosin á Kirkjuþing árið 2010 og hef því setið hér í 12 ár með og án kosningaréttar, en ævinlega með málfrelsi og tillögurétt. Nú eru tímamót í lífi mínu og hyggst ég láta af embætti þann 1. september næst komandi. Á þessum tímamótum hefur Kirkjuþing aldrei verið eins mikilvægt og því er mikilvægara en nokkru sinni áður að biskupateymið haldi lífi. Að einangra biskupsembættið með því að gera vígslubiskupsembættin að hlutastarfi væru hrapalleg mistök fyrir kirkjuna enda voru mætir menn og konur búnir að berjast fyrir því að biskupsstólarnir tveir myndu öðlast þann sess sem þeim ber. Við þessi tímamót í lífi mínu sé ég fyrir mér að mikilvægasta skref sem nýtt Kirkjuþing stendur frammi fyrir nú þegar ný Þjóðkirkjulög hafa öðlast gildi sé að Kirkjan komi sér upp stjórnarskrá sem sé grundvöllur starfsemi hennar þannig að ekki sé hægt að breyta grunnstoðum kirkjunnar á aukakirkjuþingum og jafnvel með afbrigðum. Ég þakka Guði fyrir þá handleiðslu sem ég hef fundið fyrir hvern dag í þjónustunni minni og vona og bið þess að ég geti áfram lagt kirkjunni sem ég elska lið mitt. Guð blessi ykkur öll í lífi og starfi. Þjóðkirkjan Vistaskipti Skagafjörður Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Sjá meira
Solveig Lára hefur starfað sem prestur í fjörutíu ár og hefur þjónað bæði í sveit og í borg. Undanfarin ár hefur hún sinnt störfum vígslubiskups á Hólum. Solveig ávarpaði kirkjuþing og lagði áherslu á að vígslubiskupsstörfin yrðu með óbreyttu sniði og frekar efld heldur en hitt. Hún sagðist telja það hrapaleg mistök verði vígslupiskupsstörf gerð að hlutastarfi. Lesa má ávarp Solveigar í heild sinni hér að neðan. Forseti! Ágæta kirkjuþingsfólk! Á næsta ári verða 40 ár síðan ég vígðist til prests í Dómkirkjunni í Reykjavík. Öll þessi ár hef ég þjónað kirkjunni minni bæði í borg og í sveit og nú síðast liðin 10 ár sem einn af þremur biskupum Þjóðkirkjunnar. Allan þennan tíma hef ég leitast við að efla og styrkja grunnstoðir kirkjunnar sem er kirkjustarfið sjálft unnið bæði af miklu fagfólki og sjálfboðaliðum um allt land. Ég hef alla tíð unnið að því að sem mest samvinna sé á öllum sviðum og öll sjónarmið fái áheyrn. Í biskupstíð minni hef ég í mikilvægu biskupateymi með frú Agnesi M. Sigurðardóttur í fararbroddi og Kristjánum tveim unnið að því að sameina prestaköll, sem stuðlar að því að jafna þjónustubyrði og auka samvinnu. Ég var kosin á Kirkjuþing árið 2010 og hef því setið hér í 12 ár með og án kosningaréttar, en ævinlega með málfrelsi og tillögurétt. Nú eru tímamót í lífi mínu og hyggst ég láta af embætti þann 1. september næst komandi. Á þessum tímamótum hefur Kirkjuþing aldrei verið eins mikilvægt og því er mikilvægara en nokkru sinni áður að biskupateymið haldi lífi. Að einangra biskupsembættið með því að gera vígslubiskupsembættin að hlutastarfi væru hrapalleg mistök fyrir kirkjuna enda voru mætir menn og konur búnir að berjast fyrir því að biskupsstólarnir tveir myndu öðlast þann sess sem þeim ber. Við þessi tímamót í lífi mínu sé ég fyrir mér að mikilvægasta skref sem nýtt Kirkjuþing stendur frammi fyrir nú þegar ný Þjóðkirkjulög hafa öðlast gildi sé að Kirkjan komi sér upp stjórnarskrá sem sé grundvöllur starfsemi hennar þannig að ekki sé hægt að breyta grunnstoðum kirkjunnar á aukakirkjuþingum og jafnvel með afbrigðum. Ég þakka Guði fyrir þá handleiðslu sem ég hef fundið fyrir hvern dag í þjónustunni minni og vona og bið þess að ég geti áfram lagt kirkjunni sem ég elska lið mitt. Guð blessi ykkur öll í lífi og starfi.
Forseti! Ágæta kirkjuþingsfólk! Á næsta ári verða 40 ár síðan ég vígðist til prests í Dómkirkjunni í Reykjavík. Öll þessi ár hef ég þjónað kirkjunni minni bæði í borg og í sveit og nú síðast liðin 10 ár sem einn af þremur biskupum Þjóðkirkjunnar. Allan þennan tíma hef ég leitast við að efla og styrkja grunnstoðir kirkjunnar sem er kirkjustarfið sjálft unnið bæði af miklu fagfólki og sjálfboðaliðum um allt land. Ég hef alla tíð unnið að því að sem mest samvinna sé á öllum sviðum og öll sjónarmið fái áheyrn. Í biskupstíð minni hef ég í mikilvægu biskupateymi með frú Agnesi M. Sigurðardóttur í fararbroddi og Kristjánum tveim unnið að því að sameina prestaköll, sem stuðlar að því að jafna þjónustubyrði og auka samvinnu. Ég var kosin á Kirkjuþing árið 2010 og hef því setið hér í 12 ár með og án kosningaréttar, en ævinlega með málfrelsi og tillögurétt. Nú eru tímamót í lífi mínu og hyggst ég láta af embætti þann 1. september næst komandi. Á þessum tímamótum hefur Kirkjuþing aldrei verið eins mikilvægt og því er mikilvægara en nokkru sinni áður að biskupateymið haldi lífi. Að einangra biskupsembættið með því að gera vígslubiskupsembættin að hlutastarfi væru hrapalleg mistök fyrir kirkjuna enda voru mætir menn og konur búnir að berjast fyrir því að biskupsstólarnir tveir myndu öðlast þann sess sem þeim ber. Við þessi tímamót í lífi mínu sé ég fyrir mér að mikilvægasta skref sem nýtt Kirkjuþing stendur frammi fyrir nú þegar ný Þjóðkirkjulög hafa öðlast gildi sé að Kirkjan komi sér upp stjórnarskrá sem sé grundvöllur starfsemi hennar þannig að ekki sé hægt að breyta grunnstoðum kirkjunnar á aukakirkjuþingum og jafnvel með afbrigðum. Ég þakka Guði fyrir þá handleiðslu sem ég hef fundið fyrir hvern dag í þjónustunni minni og vona og bið þess að ég geti áfram lagt kirkjunni sem ég elska lið mitt. Guð blessi ykkur öll í lífi og starfi.
Þjóðkirkjan Vistaskipti Skagafjörður Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Sjá meira