Erlent

Öflugar loft­á­rásir gerðar á Lviv

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa halda áfram að gera árásir í útjaðri borgarinnar og einangra íbúa frá Chernihiv og Kharkiv í norðri og Mariupol í suðri.
Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa halda áfram að gera árásir í útjaðri borgarinnar og einangra íbúa frá Chernihiv og Kharkiv í norðri og Mariupol í suðri. AP/El-Mofty

Kröftugar loftárásir hafa verið gerðar á borgina Lviv í Úkraínu í dag. Sprengjurnar féllu mjög skammt frá borginni. Blaðamaður segir mikinn reykmökk svífa yfir og loftvarnarflautur óma hátt. Íbúar eru beðnir um að halda kyrru heima fyrir.

Talsmaður herdeildar í Lviv telur að um þrjár aðskildar loftárásir hafi verið að ræða. Ein sprenging féll nálægt fjarskiptaturni í borginni en talsmaðurinn segir að skotmarkið hafi líklega verið olíuhreinsunarstöð nærri miðborg Lviv. Landstjóri segir nú að fimm hafi slasast í árásunum.

Joe Biden Bandaríkjaforseti var í heimsókn nálægt Lviv skömmu áður en árásirnar voru gerðar. Fjölmiðlar ytra telja mögulegt að Rússar hafi verið að senda forsetanum skilaboð með árásunum, en Biden kallaði Vladimir Putin forseta Rússlands „slátrara“ í opinberri heimsókn sinni í Póllandi. AP fréttaveitan og Breska ríkisútvarpið greina frá.


Tengdar fréttir

Óttast að borgin verði „næsta Mariu­pol“

Íbúar borgarinnar Chernihiv í vesturhluta Úkraínu eru hræddir um að árásir á borgina fari að versna til muna. Ástandið er ekki orðið jafn slæmt og í Mariupol en versnar ört. Matur er af skornum skammti og fjölmargir íbúar byrja daginn á því að bíða í röð eftir vatni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×