Nýsjálendingurinn Betsy Hassett gerði fyrsta mark leiksins strax á þriðju mínútu og Katrín Ásbjörnsdóttir tvöfaldaði forystu gestanna á 34. mínútu. Það var svo Jasmín Erla Ingadóttir sem kláraði leikinn á 64. mínútu fyrir Stjörnuna, lokatölur 0-3.
Það verða því Garðbæingar sem mæta Blikum í úrslitaleik Lengjubikarsins næsta föstudag en Breiðablik sigraði Aftureldingu í gær í hinum undanúrslitaleiknum.