„Í Guðs bænum, þessi maður getur ekki verið lengur við völd“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. mars 2022 20:32 Biden og Pútín hittust á leiðtogafundi í Genf í Sviss síðasta sumar. Síðan þá hefur sambandi Bandaríkjanna og Rússlands hrakað mikið, þó ekki hafi samskiptin verið upp á sitt besta fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Kremlin Press Office/Anadolu Agency via Getty Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í dag að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, „geti ekki verið áfram við völd.“ Ummælin hafa vakið hörð viðbrögð. Biden flutti ávarp fyrir framan fjölda fólks í Varsjá, höfuðborg Póllands, nú í kvöld. Þar sagði hann meðal annars að hann teldi ekki að rússneskur almenningur væri óvinveittur Bandaríkjunum eða öðrum bandamönnum Úkraínu í stríðinu. „Ég neit að trúa því að þið fagnið morðum á saklausum börnum, ömmum og öfum. Eða að þið samþykkið að spítalar, skólar og fæðingardeildir séu sprengd í loft upp af rússneskum sprengjum. Eða að borgir séu umkringdar svo borgarar geti ekki flúið, þeim neitað um vistir og reynt sé að svelta Úkraínumenn til hlýðni.“ Sagði hann þá að milljónir manna hefðu verið reknar á vergang vegna innrásar Rússa, þar af helmingur allra barna í Úkraínu. „Þetta er ekki verk mikillar og góðrar þjóðar.“ Í lok ræðu sinnar vék Biden þá stuttlega að kollega sínum í austri, Vladímir Pútín. „Í Guðs bænum, þessi maður getur ekki verið lengur við völd.“ Biden on Putin: “For God’s sake, this man cannot remain in power.” pic.twitter.com/atNZtCPvAM— Aaron Rupar (@atrupar) March 26, 2022 Segja þetta ekki koma Biden við Viðbrögð við ummælum forsetans hafa þegar borist víða að, meðal annars frá Kreml. Fjölmiðlar vestan hafs greina frá því að talsmaður rússneskra stjórnvalda hafi einfaldlega sagt að það væri ekki undir Joe Biden komið að ákveða hver færi með völd í Rússlandi. „Forseti Rússlands er kjörinn af Rússum.“ Þá hafa viðbrögð frá Hvíta húsinu einnig litið dagsins ljós, en ljóst er að þeim er ætlað að draga úr þunga yfirlýsingar Bidens. BBC hefur eftir embættismanni innan Hvíta hússins að forsetinn hafi ekki verið að kalla eftir stjórnarskiptum í Rússlandi, heldur hefði hann meint að ekki mætti leyfa Pútín að beita valdi sínu gegn nágrannaþjóðum Rússlands. Bent hefur verið á að ummæli Bidens kynnu að styrkja málflutning Pútíns sjálfs, sem löngum hafi talað á þeim nótum að Bandaríkin og fleiri vesturlönd vildu hann af valdastóli í Moskvu. Nú geti hann einfaldlega vísað til orða Bidens um þær áhyggjur sínar. Putin long believed the U.S. wanted him out of power.Now, he has a quote by the president of the United States affirming that concern.— Alex Ward (@alexbward) March 26, 2022 Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Joe Biden Vladimír Pútín Tengdar fréttir Borgarstjóranum sleppt eftir mótmæli úkraínsks almennings Rússneski herinn hefur sleppt borgarstjóra úkraínsku borgarinnar Slavútítsj, skammt frá Tjernóbyl í norðurhluta Úkraínu, eftir kröftug mótmæli íbúa. 26. mars 2022 19:29 Öflugar loftárásir gerðar á Lviv Kröftugar loftárásir hafa verið gerðar á borgina Lviv í Úkraínu í dag. Sprengjurnar féllu mjög skammt frá borginni. Blaðamaður segir mikinn reykmökk svífa yfir og loftvarnarflautur óma hátt. Íbúar eru beðnir um að halda kyrru heima fyrir. 26. mars 2022 16:05 Óttast að borgin verði „næsta Mariupol“ Íbúar borgarinnar Chernihiv í vesturhluta Úkraínu eru hræddir um að árásir á borgina fari að versna til muna. Ástandið er ekki orðið jafn slæmt og í Mariupol en versnar ört. Matur er af skornum skammti og fjölmargir íbúar byrja daginn á því að bíða í röð eftir vatni. 26. mars 2022 15:01 Vaktin: Íbúar Chernihiv komast hvergi undan árásunum Kjarnakljúfur í borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu hefur orðið fyrir tjóni eftir víðtækar sprengju- og stórskotaliðsárásir Rússa á svæðið. Ekki hefur enn verið hægt að meta umfang tjónsins, þar sem árásir Rússa eru nánast linnualausar. 26. mars 2022 07:20 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Biden flutti ávarp fyrir framan fjölda fólks í Varsjá, höfuðborg Póllands, nú í kvöld. Þar sagði hann meðal annars að hann teldi ekki að rússneskur almenningur væri óvinveittur Bandaríkjunum eða öðrum bandamönnum Úkraínu í stríðinu. „Ég neit að trúa því að þið fagnið morðum á saklausum börnum, ömmum og öfum. Eða að þið samþykkið að spítalar, skólar og fæðingardeildir séu sprengd í loft upp af rússneskum sprengjum. Eða að borgir séu umkringdar svo borgarar geti ekki flúið, þeim neitað um vistir og reynt sé að svelta Úkraínumenn til hlýðni.“ Sagði hann þá að milljónir manna hefðu verið reknar á vergang vegna innrásar Rússa, þar af helmingur allra barna í Úkraínu. „Þetta er ekki verk mikillar og góðrar þjóðar.“ Í lok ræðu sinnar vék Biden þá stuttlega að kollega sínum í austri, Vladímir Pútín. „Í Guðs bænum, þessi maður getur ekki verið lengur við völd.“ Biden on Putin: “For God’s sake, this man cannot remain in power.” pic.twitter.com/atNZtCPvAM— Aaron Rupar (@atrupar) March 26, 2022 Segja þetta ekki koma Biden við Viðbrögð við ummælum forsetans hafa þegar borist víða að, meðal annars frá Kreml. Fjölmiðlar vestan hafs greina frá því að talsmaður rússneskra stjórnvalda hafi einfaldlega sagt að það væri ekki undir Joe Biden komið að ákveða hver færi með völd í Rússlandi. „Forseti Rússlands er kjörinn af Rússum.“ Þá hafa viðbrögð frá Hvíta húsinu einnig litið dagsins ljós, en ljóst er að þeim er ætlað að draga úr þunga yfirlýsingar Bidens. BBC hefur eftir embættismanni innan Hvíta hússins að forsetinn hafi ekki verið að kalla eftir stjórnarskiptum í Rússlandi, heldur hefði hann meint að ekki mætti leyfa Pútín að beita valdi sínu gegn nágrannaþjóðum Rússlands. Bent hefur verið á að ummæli Bidens kynnu að styrkja málflutning Pútíns sjálfs, sem löngum hafi talað á þeim nótum að Bandaríkin og fleiri vesturlönd vildu hann af valdastóli í Moskvu. Nú geti hann einfaldlega vísað til orða Bidens um þær áhyggjur sínar. Putin long believed the U.S. wanted him out of power.Now, he has a quote by the president of the United States affirming that concern.— Alex Ward (@alexbward) March 26, 2022
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Joe Biden Vladimír Pútín Tengdar fréttir Borgarstjóranum sleppt eftir mótmæli úkraínsks almennings Rússneski herinn hefur sleppt borgarstjóra úkraínsku borgarinnar Slavútítsj, skammt frá Tjernóbyl í norðurhluta Úkraínu, eftir kröftug mótmæli íbúa. 26. mars 2022 19:29 Öflugar loftárásir gerðar á Lviv Kröftugar loftárásir hafa verið gerðar á borgina Lviv í Úkraínu í dag. Sprengjurnar féllu mjög skammt frá borginni. Blaðamaður segir mikinn reykmökk svífa yfir og loftvarnarflautur óma hátt. Íbúar eru beðnir um að halda kyrru heima fyrir. 26. mars 2022 16:05 Óttast að borgin verði „næsta Mariupol“ Íbúar borgarinnar Chernihiv í vesturhluta Úkraínu eru hræddir um að árásir á borgina fari að versna til muna. Ástandið er ekki orðið jafn slæmt og í Mariupol en versnar ört. Matur er af skornum skammti og fjölmargir íbúar byrja daginn á því að bíða í röð eftir vatni. 26. mars 2022 15:01 Vaktin: Íbúar Chernihiv komast hvergi undan árásunum Kjarnakljúfur í borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu hefur orðið fyrir tjóni eftir víðtækar sprengju- og stórskotaliðsárásir Rússa á svæðið. Ekki hefur enn verið hægt að meta umfang tjónsins, þar sem árásir Rússa eru nánast linnualausar. 26. mars 2022 07:20 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Borgarstjóranum sleppt eftir mótmæli úkraínsks almennings Rússneski herinn hefur sleppt borgarstjóra úkraínsku borgarinnar Slavútítsj, skammt frá Tjernóbyl í norðurhluta Úkraínu, eftir kröftug mótmæli íbúa. 26. mars 2022 19:29
Öflugar loftárásir gerðar á Lviv Kröftugar loftárásir hafa verið gerðar á borgina Lviv í Úkraínu í dag. Sprengjurnar féllu mjög skammt frá borginni. Blaðamaður segir mikinn reykmökk svífa yfir og loftvarnarflautur óma hátt. Íbúar eru beðnir um að halda kyrru heima fyrir. 26. mars 2022 16:05
Óttast að borgin verði „næsta Mariupol“ Íbúar borgarinnar Chernihiv í vesturhluta Úkraínu eru hræddir um að árásir á borgina fari að versna til muna. Ástandið er ekki orðið jafn slæmt og í Mariupol en versnar ört. Matur er af skornum skammti og fjölmargir íbúar byrja daginn á því að bíða í röð eftir vatni. 26. mars 2022 15:01
Vaktin: Íbúar Chernihiv komast hvergi undan árásunum Kjarnakljúfur í borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu hefur orðið fyrir tjóni eftir víðtækar sprengju- og stórskotaliðsárásir Rússa á svæðið. Ekki hefur enn verið hægt að meta umfang tjónsins, þar sem árásir Rússa eru nánast linnualausar. 26. mars 2022 07:20