Þvertaka fyrir að hafa reynt að stöðva framboð Jóhannesar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. mars 2022 12:23 Nanna Margrét segir að stjórn Miðflokksins hafi alls ekki reynt að stöðva framboð Jóhannesar. Hann segir að félagaprófkjörinu hafi verið stolið. Vísir/Vilhelm/Miðflokkurinn Miðflokkurinn ákvað að aflýsa félagaprófkjöri á lista frambjóðenda til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík í gær. Jóhannes Loftsson, sem hugðist bjóða sig fram fyrir flokkinn, fullyrðir að lög hafi verið brotin með niðurfellingu félagaprófkjörsins. Stjórn flokksins vísar því alfarið á bug. Jóhannes Loftsson formaður Frjálshyggjufélagsins og fyrrum formaður flokksins Ábyrgrar framtíðar segir í færslu á Facebook síðu sinni að hann hafi gefið kost á sér í félagaprófkjöri Miðflokksins. Hann hafi þó ekki fengið að bjóða sig fram, þar sem stjórn flokksins leyfði það ekki. „Frá því ég gekk í Miðflokkin og fór að kynnast fólkinu þar, sá ég strax að þar átti ég mjög mörg skoðana-systkyn sem höfðu flest mikinn áhuga á þeim lausnum sem ég var með á vanda borgarinnar. Það er nefnilega aldrei líklegt til árangurs byggja stefnu gagnrýni einni saman, því til að afla fylgir þarf fólk að vita hvert skal stefna og stefnan að vera jákvæð,“ segir Jóhannes í færslunni. Hann hafi fundað með stjórn Miðflokksins og ákveðið að segja skilið við Ábyrga framtíð í kjölfarið. Á fundinum hafi hann útlistað stefnumál sín í borginni og viðbrögð þess, sem tók viðtal við hann, hafi verið velþóknun þar sem skoðanir og stefnumál Jóhannesar „samræmdust að fullu stefnu Miðflokksins.“ „Lítt gefinn fyrir baktjaldamakk“ Eins og fyrr segir var ákveðið að aflýsa félagaprófkjöri flokksins í Reykjavík í gær en stjórn Miðflokksins sagði í tilkynningu að engir tveir frambjóðendur hygðust bjóða sig fram í sama sætið. Efstu þrjú sætin voru því samþykkt án sérstaks prófkjörs. Jóhannes segir að stjórn Miðflokksins hafi sent honum tölvupóst síðastliðinn miðvikudag, skömmu áður en framboðsfrestur á lista til sveitarstjórnarkosninga rann út. Hann segir að stjórnin hafi óskað eftir ýmsum ýtarlegum upplýsingum um tengsl hans við Ábyrga framtíð. „Nú veit ég lítið hvað gerðist bak við tjöldin, enda ekki sérlega vanur svona innanflokkspólitík og lítt gefinn fyrir baktjaldamakk. En atburðarrásin sem hófst um kvöldið eftir að framboðsfrestur rann út var ansi sérstök,“ segir Jóhannes. Miðflokkurinn þurfi að skoða sín mál Mat Jóhannesar er að kröfur stjórnarinnar hafi verið ólögmætar að hluta en hafi þó sent gögn sem hann taldi fullnægjandi. Hann hafi meðal annars fengið það staðfest hjá lögfræðingi. „Annað sem kom dálítið flatt upp á mig í samskiptum við stjórnina, var að túlkun þeirra á lögunum var sífellt að breytast og sífellt nýjar ástæður dregnar fram fyrir höfnum þegar svör mín bárust. Eina lögfræðiálitið á hvort túlkun þeirra á lögunum var rétt eða rangt var lögfræðiálit míns lögfræðings Arnar Þórs Jónssonar hrl. á meðan stjórnin virtist spila túlkun laganna eftir eigin höfði. Miðað við álit Arnar Þórs stóðust ákvarðanir stjórnar hvorki lög flokksins né landslög,“ segir Jóhannes. Hann segir augljóst að Miðflokkurinn þurfi að skoða sín mál; stjórninni, sem ber ábyrgð á þeim inngripum, sé varla stætt að hans mati. Inngripin séu aðför að lýðræðinu og félagafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. „Ég get því ekki með nokkru móti séð annað en að þessi gjörningur stjórnar Miðflokksins sé í senn ólögmætur og gerður með ásetningi til að komast hjá því að halda félagaprófkjör um oddvita,“ segir Jóhannes í færslunni. Stjórnin kveðst hafa reynt allt Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Miðflokksins, segir alveg ljóst að flokksmeðlimir hafi viljað halda hefðbundið prófkjör. Stjórnin hafi veitt Jóhannesi fjölmarga fresti til að sýna fram á að hann væri ekki lengur skráður formaður Ábyrgrar framtíðar, enda megi einstaklingar ekki bjóða sig fram ef þeir eru skráðir í aðra flokka. „Þá er þetta enn þá bara hjá Skattinum svona, opinber gögn öll sýna öll sýna að hann sé bara stjórnarformaður, raunverulegur eigandi, þetta er heima hjá honum; það hefur ekkert breyst. Og þá er kominn mánuður eða eitthvað síðan hann byrjaði fyrst að tala um að hann væri búinn að þessu [að segja sig úr flokknum],“ segir Nanna Margrét. Hún segir að stjórnin hafi talið að um misskilning hafi verið að ræða og því beðið Jóhannes um gögn sem sýndu fram á að Skatturinn hafi verið byrjaður á því að vinna úr beiðni um afskráningu, sem Jóhannes átti að hafa sent. Það geti enda tekið Skattinn nokkrar vikur að byrja að vinna úr afskráningarbeiðnum. Fresturinn runninn út Frestur var til klukkan 16.00 þann 23. mars og stjórnin bað enn um gögn frá Jóhannesi, til að mynda greiðslukvittun fyrir því, að hann hafi greitt fyrir afskráningu úr flokknum. Loks hafi gögn borist fyrir frestinn, þann 22. mars, en þá hafi Jóhannes ekki greitt Skattinum. Stjórnin hafi þá beðið um greiðslukvittun enda fari ekkert í ferli fyrr en greitt hefur verið fyrir afskráningu. „Við vissum að 22. [mars], að ef prófkjörið fer fram, þá erum við með mann í prófkjöri sem er formaður annars flokks og þá verðum við að geta sagt við frambjóðendur af hverju hann er kjörgengur. Og þarna hélt ég að þetta væri komið: „Sendu mér bara kvittunina og þá er þetta komið.“ Og þá sendir hann mér frá Skattinum að þeir séu að biðja hann um að greiða og segja bara annars fer þetta ekki í ferli,“ segir Nanna Margrét. Nanna Margrét segir að Jóhannes hafi ekki greitt Skattinum þrátt fyrir að vitað hafi verið, að afskráning færi ekki í gegn, fyrr en tilskilið gjald hefði borist. Hún að frambjóðendur hafi verið spenntir að fara í prófkjör og stjórn Miðflokksins hafi ítrekað reynt að komast til móts við Jóhannes. Það sé hins vegar einfaldlega ekki hægt að bjóða sig fram á meðan maður er skráður í annan stjórnmálaflokk. Aðspurð hvort fullnægjandi gögn hafi borist að lokum segir Nanna Margrét: „Hann gerir það svo þegar frestur er runninn út. Þá var bara komið fimmtudagskvöld.“ Miðflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Miðflokkurinn hættir við félagaprófkjör í Reykjavík Miðflokkurinn hefur ákveðið að aflýsa félagaprófkjöri til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. Prófkjörið átti að fara fram í dag en ákveðið var að aflýsa því að loknum fundi í gærkvöldi. 26. mars 2022 14:29 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Jóhannes Loftsson formaður Frjálshyggjufélagsins og fyrrum formaður flokksins Ábyrgrar framtíðar segir í færslu á Facebook síðu sinni að hann hafi gefið kost á sér í félagaprófkjöri Miðflokksins. Hann hafi þó ekki fengið að bjóða sig fram, þar sem stjórn flokksins leyfði það ekki. „Frá því ég gekk í Miðflokkin og fór að kynnast fólkinu þar, sá ég strax að þar átti ég mjög mörg skoðana-systkyn sem höfðu flest mikinn áhuga á þeim lausnum sem ég var með á vanda borgarinnar. Það er nefnilega aldrei líklegt til árangurs byggja stefnu gagnrýni einni saman, því til að afla fylgir þarf fólk að vita hvert skal stefna og stefnan að vera jákvæð,“ segir Jóhannes í færslunni. Hann hafi fundað með stjórn Miðflokksins og ákveðið að segja skilið við Ábyrga framtíð í kjölfarið. Á fundinum hafi hann útlistað stefnumál sín í borginni og viðbrögð þess, sem tók viðtal við hann, hafi verið velþóknun þar sem skoðanir og stefnumál Jóhannesar „samræmdust að fullu stefnu Miðflokksins.“ „Lítt gefinn fyrir baktjaldamakk“ Eins og fyrr segir var ákveðið að aflýsa félagaprófkjöri flokksins í Reykjavík í gær en stjórn Miðflokksins sagði í tilkynningu að engir tveir frambjóðendur hygðust bjóða sig fram í sama sætið. Efstu þrjú sætin voru því samþykkt án sérstaks prófkjörs. Jóhannes segir að stjórn Miðflokksins hafi sent honum tölvupóst síðastliðinn miðvikudag, skömmu áður en framboðsfrestur á lista til sveitarstjórnarkosninga rann út. Hann segir að stjórnin hafi óskað eftir ýmsum ýtarlegum upplýsingum um tengsl hans við Ábyrga framtíð. „Nú veit ég lítið hvað gerðist bak við tjöldin, enda ekki sérlega vanur svona innanflokkspólitík og lítt gefinn fyrir baktjaldamakk. En atburðarrásin sem hófst um kvöldið eftir að framboðsfrestur rann út var ansi sérstök,“ segir Jóhannes. Miðflokkurinn þurfi að skoða sín mál Mat Jóhannesar er að kröfur stjórnarinnar hafi verið ólögmætar að hluta en hafi þó sent gögn sem hann taldi fullnægjandi. Hann hafi meðal annars fengið það staðfest hjá lögfræðingi. „Annað sem kom dálítið flatt upp á mig í samskiptum við stjórnina, var að túlkun þeirra á lögunum var sífellt að breytast og sífellt nýjar ástæður dregnar fram fyrir höfnum þegar svör mín bárust. Eina lögfræðiálitið á hvort túlkun þeirra á lögunum var rétt eða rangt var lögfræðiálit míns lögfræðings Arnar Þórs Jónssonar hrl. á meðan stjórnin virtist spila túlkun laganna eftir eigin höfði. Miðað við álit Arnar Þórs stóðust ákvarðanir stjórnar hvorki lög flokksins né landslög,“ segir Jóhannes. Hann segir augljóst að Miðflokkurinn þurfi að skoða sín mál; stjórninni, sem ber ábyrgð á þeim inngripum, sé varla stætt að hans mati. Inngripin séu aðför að lýðræðinu og félagafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. „Ég get því ekki með nokkru móti séð annað en að þessi gjörningur stjórnar Miðflokksins sé í senn ólögmætur og gerður með ásetningi til að komast hjá því að halda félagaprófkjör um oddvita,“ segir Jóhannes í færslunni. Stjórnin kveðst hafa reynt allt Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Miðflokksins, segir alveg ljóst að flokksmeðlimir hafi viljað halda hefðbundið prófkjör. Stjórnin hafi veitt Jóhannesi fjölmarga fresti til að sýna fram á að hann væri ekki lengur skráður formaður Ábyrgrar framtíðar, enda megi einstaklingar ekki bjóða sig fram ef þeir eru skráðir í aðra flokka. „Þá er þetta enn þá bara hjá Skattinum svona, opinber gögn öll sýna öll sýna að hann sé bara stjórnarformaður, raunverulegur eigandi, þetta er heima hjá honum; það hefur ekkert breyst. Og þá er kominn mánuður eða eitthvað síðan hann byrjaði fyrst að tala um að hann væri búinn að þessu [að segja sig úr flokknum],“ segir Nanna Margrét. Hún segir að stjórnin hafi talið að um misskilning hafi verið að ræða og því beðið Jóhannes um gögn sem sýndu fram á að Skatturinn hafi verið byrjaður á því að vinna úr beiðni um afskráningu, sem Jóhannes átti að hafa sent. Það geti enda tekið Skattinn nokkrar vikur að byrja að vinna úr afskráningarbeiðnum. Fresturinn runninn út Frestur var til klukkan 16.00 þann 23. mars og stjórnin bað enn um gögn frá Jóhannesi, til að mynda greiðslukvittun fyrir því, að hann hafi greitt fyrir afskráningu úr flokknum. Loks hafi gögn borist fyrir frestinn, þann 22. mars, en þá hafi Jóhannes ekki greitt Skattinum. Stjórnin hafi þá beðið um greiðslukvittun enda fari ekkert í ferli fyrr en greitt hefur verið fyrir afskráningu. „Við vissum að 22. [mars], að ef prófkjörið fer fram, þá erum við með mann í prófkjöri sem er formaður annars flokks og þá verðum við að geta sagt við frambjóðendur af hverju hann er kjörgengur. Og þarna hélt ég að þetta væri komið: „Sendu mér bara kvittunina og þá er þetta komið.“ Og þá sendir hann mér frá Skattinum að þeir séu að biðja hann um að greiða og segja bara annars fer þetta ekki í ferli,“ segir Nanna Margrét. Nanna Margrét segir að Jóhannes hafi ekki greitt Skattinum þrátt fyrir að vitað hafi verið, að afskráning færi ekki í gegn, fyrr en tilskilið gjald hefði borist. Hún að frambjóðendur hafi verið spenntir að fara í prófkjör og stjórn Miðflokksins hafi ítrekað reynt að komast til móts við Jóhannes. Það sé hins vegar einfaldlega ekki hægt að bjóða sig fram á meðan maður er skráður í annan stjórnmálaflokk. Aðspurð hvort fullnægjandi gögn hafi borist að lokum segir Nanna Margrét: „Hann gerir það svo þegar frestur er runninn út. Þá var bara komið fimmtudagskvöld.“
Miðflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Miðflokkurinn hættir við félagaprófkjör í Reykjavík Miðflokkurinn hefur ákveðið að aflýsa félagaprófkjöri til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. Prófkjörið átti að fara fram í dag en ákveðið var að aflýsa því að loknum fundi í gærkvöldi. 26. mars 2022 14:29 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Miðflokkurinn hættir við félagaprófkjör í Reykjavík Miðflokkurinn hefur ákveðið að aflýsa félagaprófkjöri til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. Prófkjörið átti að fara fram í dag en ákveðið var að aflýsa því að loknum fundi í gærkvöldi. 26. mars 2022 14:29