Missir heimaþjónustu á þriðjudag og hræðist að enda aftur á bráðamóttöku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2022 14:01 Hilmar Örn Kolbeins veit ekki hvort hann fái áfram heimaþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar. Samningurinn rennur út á þriðjudag og hann hefur engin svör fengið frá borginni um hvort samningurinn verði framlengdur. Vísir/Egill Fjölfatlaður 45 ára karlmaður hræðist að lenda varanlega inni á bráðamóttöku um miðja viku þar sem þjónustusamningur borgarinnar við hann er við það að renna út. Hann segist hafa sent borginni ítrekaðar fyrirspurnir en fái ekki svör um hvort samningurinn verði framlengdur svo hann geti verið áfram heima. Hilmar Örn Kolbeins hefur í tæpt ár átt í stappi við Reykjavíkurborg vegna þjónustuleysis. Hann var fastur á elliheimili um tíma því borgin neitaði honum um heimaþjónustu en áður en hann komst inn á elliheimilið hafði hann verið fastur á Landspítalanum hálft ár. Hann hafði verið lagður inn á spítalann í febrúar í fyrra vegna legusára og þegar meðferðinni lauk í maí fékk hann ekki að fara heim vegna þess að borgin neitaði honum um heimahjúkrun. Núna í desember gerði velferðarsvið Reykjavíkurborgar við hann þriggja mánaða samning um heimahjúkrun. Sá samningur rennur út á þriðjudag, 29. mars, og Hilmar veit ekkert hvað tekur við. „Það átti að endurmeta þennan samning núna í mars, hvort heimaþjónustan héldi áfram eða ekki. Við höfum ekkert heyrt frá borginni um slíka ákvörðun þrátt fyrir ítrekaðar tölvupóstsendingar og símhringingar þá hefur það engan árangur borið,“ segir Hilmar í samtali við fréttastofu. Hann segir að borgin hafi hvorki svarað sér né lögmanni hans og staðan núa sé sú að fyrirtækið sem sinni fyrir hann heimaþjónustunni muni ganga út á þriðjudag. „Ef það er að fara að gerast eftir helgi er minni velferð og öryggi ógnað,“ segir Hilmar. Hann segir þessa óvissu hafa víðtæk áhrif á sitt líf. Ekki bara með það hvort hann geti verið áfram heima eða hvort hann fái þjónustu heldur sé hann að stíga sín fyrstu skref í nýrri vinnu, sem hann geti ekki sinnt þurfi hann að leggjast aftur inn á spítala til að fá heilbrigðisþjónustu. „Ég er byrjaður að byggja upp líf mitt aftur eftir að hafa verið á vergangi í heilt ár. Þetta mun auðvitað breyta öllum þeim áformum sem ég hef,“ segir Hilmar. „Þegar ég var á spítalanum var þar neyðarástand út af Covid og það er þannig ennþá. Þá fékk enginn að heimsækja mig þangað og það var enginn að koma á hjúkrunarheimilið þannig að smátt og smátt var ég að einangrast frá fjölskyldu minni og vinum mínum. Ég var bara einn úti í horni,“ segir Hilmar og bætir við að hann hræðist að þetta gerist aftur. Málefni fatlaðs fólks Landspítalinn Reykjavík Félagsmál Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Sjá meira
Hilmar Örn Kolbeins hefur í tæpt ár átt í stappi við Reykjavíkurborg vegna þjónustuleysis. Hann var fastur á elliheimili um tíma því borgin neitaði honum um heimaþjónustu en áður en hann komst inn á elliheimilið hafði hann verið fastur á Landspítalanum hálft ár. Hann hafði verið lagður inn á spítalann í febrúar í fyrra vegna legusára og þegar meðferðinni lauk í maí fékk hann ekki að fara heim vegna þess að borgin neitaði honum um heimahjúkrun. Núna í desember gerði velferðarsvið Reykjavíkurborgar við hann þriggja mánaða samning um heimahjúkrun. Sá samningur rennur út á þriðjudag, 29. mars, og Hilmar veit ekkert hvað tekur við. „Það átti að endurmeta þennan samning núna í mars, hvort heimaþjónustan héldi áfram eða ekki. Við höfum ekkert heyrt frá borginni um slíka ákvörðun þrátt fyrir ítrekaðar tölvupóstsendingar og símhringingar þá hefur það engan árangur borið,“ segir Hilmar í samtali við fréttastofu. Hann segir að borgin hafi hvorki svarað sér né lögmanni hans og staðan núa sé sú að fyrirtækið sem sinni fyrir hann heimaþjónustunni muni ganga út á þriðjudag. „Ef það er að fara að gerast eftir helgi er minni velferð og öryggi ógnað,“ segir Hilmar. Hann segir þessa óvissu hafa víðtæk áhrif á sitt líf. Ekki bara með það hvort hann geti verið áfram heima eða hvort hann fái þjónustu heldur sé hann að stíga sín fyrstu skref í nýrri vinnu, sem hann geti ekki sinnt þurfi hann að leggjast aftur inn á spítala til að fá heilbrigðisþjónustu. „Ég er byrjaður að byggja upp líf mitt aftur eftir að hafa verið á vergangi í heilt ár. Þetta mun auðvitað breyta öllum þeim áformum sem ég hef,“ segir Hilmar. „Þegar ég var á spítalanum var þar neyðarástand út af Covid og það er þannig ennþá. Þá fékk enginn að heimsækja mig þangað og það var enginn að koma á hjúkrunarheimilið þannig að smátt og smátt var ég að einangrast frá fjölskyldu minni og vinum mínum. Ég var bara einn úti í horni,“ segir Hilmar og bætir við að hann hræðist að þetta gerist aftur.
Málefni fatlaðs fólks Landspítalinn Reykjavík Félagsmál Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Sjá meira