Til í að gera málamiðlanir en vill hafa þjóðina með í ráðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. mars 2022 23:00 Selenskí Úkraínuforseti segir að allar hugmyndir um málamiðlanir eða hlutleysi Úkraínu þyrftu að fara í þjóðaratkvæði. UKRINFORM/ Ukrinform/Future Publishing via Getty Úkraínsk stjórnvöld eru tilbúin að skoða möguleikann á hlutleysi ríkisins og gera málamiðlanir varðandi yfirráð sín í Donbas, í austurhluta landsins, sem hluta af friðarviðræðum við Rússa. Þetta segir forseti Úkraínu, Volodímír Selenskí. Þetta kom fram í myndbandsávarpi Selenskí til rússneskra fjölmiðla, sem stjórnvöld í Rússlandi hafa þegar varað við því að verði fjallað um. Sagði forsetinn að hlutleysi Úkraínu og aðrar niðurstöður friðarviðræðna yrðu alltaf settar í þjóðaratkvæði áður en þeim yrði hrint í framkvæmd. „Tryggingar fyrir öryggi, hlutleysi og kjarnorkuhlutleysi. Við erum til í það,“ sagði Selenskí, en hann ávarpaði rússneska fjölmiðla á rússnesku. Segir Rússa vilja skipta landinu í tvennt Búist er við því að næsta lota friðarviðræðna ríkjanna tveggja, sem hingað til hafa ekki borið mikinn árangur, fari fram í Tyrklandi í vikunni. Skrifstofa Tyrklandsforseta, Receps Tayyip Erdogan, hefur kallað eftir vopnahléi og betri mannúðarskilyrðum í Úkraínu, en Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að koma í veg fyrir að matur, lyf og önnur hjálpargögn komist til stríðshrjáðra borga og bæja, sem þeir Rússaher situr í sumum tilfellum um. Þá hefur Kírílo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu Úkraínuhers, sagt að allt bendi til þess að markmið Vladimírs Pútín Rússlandsforseta með innrásinni sé að ná tökum á austurhluta Úkraínu og skipta landinu þar með í tvo hluta. „Þetta er raunar eins og að reyna að búa til Norður- og Suður-Kóreu í Úkraínu,“ hefur Reuters eftir Budanov. Þar vísar hann til skiptingarinnar á Kóreuskaga eftir síðari heimsstyrjöld. Munu ekki taka mark á neinni atkvæðagreiðslu Svo virðist sem Rússar einbeiti sér nú í auknum mæli að austurhluta Úkraínu, en Rússaher hefur enn ekki tekist að ná fullkominni stjórn á neinni stórborg Úkraínu. Aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu hafa barist við herinn þar í landi síðustu átta ár, eða frá innlimun Rússa á Krímskaga. Í Lugansk, sem er annað tveggja svæða í austurhluta Úkraínu sem Rússar hafa „viðurkennt sem sjálfstæð ríki“ hefur leiðtogi aðskilnaðarsinna þá lýst því yfir að á næstunni kynni að verða blásið til atkvæðagreiðslu um hvort sameinast ætti Rússlandi. Utanríkisráðuneyti Úkraínu segir hins vegar að hvers konar „falsatkvæðagreiðsla“ sem blásið yrði til á hernumdum svæðum Úkraínu yrði ekki tekin gild. Oleg Níkolenko, talsmaður ráðuneytisins, sagði á Twitter að ekkert ríki heims myndi viðurkenna „ofbeldisfulla breytingu á viðurkenndum landamærum Úkraínu.“ „Þess í stað mun Rússland standa frammi fyrir enn harðari alþjóðlegum viðbrögðum, sem munu einangra ríkið enn frekar.“ Vill fá hergögn sem ryðga inni í geymslu Selenskí Úkraínuforseti, sem hefur ítrekað komið inn á jákvæð samtöl sín við ýmsa vestræna leiðtoga og þakkað þeim stuðninginn í stríðinu við Rússa, kallar nú eftir því að Vesturlönd auki stuðning sinn við úkraínska herinn. Í ávarpi í gær sagði hann að ýmis hergögn sem gætu komið Úkraínuher að góðum notum sætu í geymslum NATO-ríkja og „söfnuðu ryki.“ Úkraína þyrfti aðeins einn hundraðshluta af þeim flugvélum sem NATO hafi yfir að ráða, og svipað hlutfall skriðdreka. Hingað til hafa vestræn ríki látið Úkraínu fá vopn til að granda skriðdrekum og herflugvélum, sem og ýmiskonar annan varnarbúnað. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tyrkland Vladimír Pútín Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Þetta kom fram í myndbandsávarpi Selenskí til rússneskra fjölmiðla, sem stjórnvöld í Rússlandi hafa þegar varað við því að verði fjallað um. Sagði forsetinn að hlutleysi Úkraínu og aðrar niðurstöður friðarviðræðna yrðu alltaf settar í þjóðaratkvæði áður en þeim yrði hrint í framkvæmd. „Tryggingar fyrir öryggi, hlutleysi og kjarnorkuhlutleysi. Við erum til í það,“ sagði Selenskí, en hann ávarpaði rússneska fjölmiðla á rússnesku. Segir Rússa vilja skipta landinu í tvennt Búist er við því að næsta lota friðarviðræðna ríkjanna tveggja, sem hingað til hafa ekki borið mikinn árangur, fari fram í Tyrklandi í vikunni. Skrifstofa Tyrklandsforseta, Receps Tayyip Erdogan, hefur kallað eftir vopnahléi og betri mannúðarskilyrðum í Úkraínu, en Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að koma í veg fyrir að matur, lyf og önnur hjálpargögn komist til stríðshrjáðra borga og bæja, sem þeir Rússaher situr í sumum tilfellum um. Þá hefur Kírílo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu Úkraínuhers, sagt að allt bendi til þess að markmið Vladimírs Pútín Rússlandsforseta með innrásinni sé að ná tökum á austurhluta Úkraínu og skipta landinu þar með í tvo hluta. „Þetta er raunar eins og að reyna að búa til Norður- og Suður-Kóreu í Úkraínu,“ hefur Reuters eftir Budanov. Þar vísar hann til skiptingarinnar á Kóreuskaga eftir síðari heimsstyrjöld. Munu ekki taka mark á neinni atkvæðagreiðslu Svo virðist sem Rússar einbeiti sér nú í auknum mæli að austurhluta Úkraínu, en Rússaher hefur enn ekki tekist að ná fullkominni stjórn á neinni stórborg Úkraínu. Aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu hafa barist við herinn þar í landi síðustu átta ár, eða frá innlimun Rússa á Krímskaga. Í Lugansk, sem er annað tveggja svæða í austurhluta Úkraínu sem Rússar hafa „viðurkennt sem sjálfstæð ríki“ hefur leiðtogi aðskilnaðarsinna þá lýst því yfir að á næstunni kynni að verða blásið til atkvæðagreiðslu um hvort sameinast ætti Rússlandi. Utanríkisráðuneyti Úkraínu segir hins vegar að hvers konar „falsatkvæðagreiðsla“ sem blásið yrði til á hernumdum svæðum Úkraínu yrði ekki tekin gild. Oleg Níkolenko, talsmaður ráðuneytisins, sagði á Twitter að ekkert ríki heims myndi viðurkenna „ofbeldisfulla breytingu á viðurkenndum landamærum Úkraínu.“ „Þess í stað mun Rússland standa frammi fyrir enn harðari alþjóðlegum viðbrögðum, sem munu einangra ríkið enn frekar.“ Vill fá hergögn sem ryðga inni í geymslu Selenskí Úkraínuforseti, sem hefur ítrekað komið inn á jákvæð samtöl sín við ýmsa vestræna leiðtoga og þakkað þeim stuðninginn í stríðinu við Rússa, kallar nú eftir því að Vesturlönd auki stuðning sinn við úkraínska herinn. Í ávarpi í gær sagði hann að ýmis hergögn sem gætu komið Úkraínuher að góðum notum sætu í geymslum NATO-ríkja og „söfnuðu ryki.“ Úkraína þyrfti aðeins einn hundraðshluta af þeim flugvélum sem NATO hafi yfir að ráða, og svipað hlutfall skriðdreka. Hingað til hafa vestræn ríki látið Úkraínu fá vopn til að granda skriðdrekum og herflugvélum, sem og ýmiskonar annan varnarbúnað.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tyrkland Vladimír Pútín Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira