Vaktin: Úkraínski herinn sækir á Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Tryggvi Páll Tryggvason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 28. mars 2022 17:00 Úkraínskir hermenn skoða hertekinn rússneskan skriðdreka í Trostsyanets. AP Photo/Efrem Lukatsky Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Utanríkisráðherra Bretlands segir mikilvægt að Pútín og Rússland muni ekki græða á innrásinni. Þrír meðlimir viðræðunefndar Úkraínumanna og Roman Abramovich, rússneskur auðjöfur og eigandi Chelsea FC, eru taldir hafa verið fórnarlamb eitrunar fyrr í þessum mánuði. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ítrekaði í nótt nauðsyn þess að koma tafarlaust á friði í landinu. Hann sagði fullveldi Úkraínu og yfirráð yfir öllu landinu þó algjört skilyrði. Selenskí segir að tvö þúsund börnum hafi verið rænt frá Maríupól og flutt til Rússlands. Viðræður Úkraínumanna og Rússa halda áfram í Tyrklandi í dag. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur dregið til baka, eða útskýrt, ummæli sín þar sem hann sagði að Vladimir Pútín Rússlandsforseti gæti ekki verið áfram við völd. Svaraði hann „nei“, spurður að því hvort hann væri að kalla eftir stjórnarskiptum í Moskvu. Úkraínuher segir Rússa hafa verið hrakta frá ákveðnum svæðum í nágrenni Kænugarðs og að þeim hafi ekki tekist að ná yfirráðum yfir lykilleiðum inn í borgina. Rússar eru hins vegar taldir vera að auka viðbúnað sinn í suðausturhluta Hvíta-Rússlands. Samkvæmt upplýsingum frá Varnarmálaráðuneyti Úkraínu eru Rússar ekki taldir hafa hætt við að reyna að ná Kænugarði eða umkringja borgina. Það er þó Rússar hafi sagt fyrir helgi að þeir ætluðu að einbeita sér að Donbas-héraði. Varaforsætisráðherra Úkraínu hefur varað við „óábyrgri“ hegðun Rússa við Tjernobyl-kjarnorkuverið og að hætta sé á því að mengun berist frá verinu yfir Evrópu. Úkraínski herinn hefur náð tökum á bænum Trostyanets í austurhluta Úkraínu úr höndum rússneska hersins, að sögn embættismanna hjá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Helstu tíðindi: Utanríkisráðherra Bretlands segir mikilvægt að Pútín og Rússland muni ekki græða á innrásinni. Þrír meðlimir viðræðunefndar Úkraínumanna og Roman Abramovich, rússneskur auðjöfur og eigandi Chelsea FC, eru taldir hafa verið fórnarlamb eitrunar fyrr í þessum mánuði. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ítrekaði í nótt nauðsyn þess að koma tafarlaust á friði í landinu. Hann sagði fullveldi Úkraínu og yfirráð yfir öllu landinu þó algjört skilyrði. Selenskí segir að tvö þúsund börnum hafi verið rænt frá Maríupól og flutt til Rússlands. Viðræður Úkraínumanna og Rússa halda áfram í Tyrklandi í dag. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur dregið til baka, eða útskýrt, ummæli sín þar sem hann sagði að Vladimir Pútín Rússlandsforseti gæti ekki verið áfram við völd. Svaraði hann „nei“, spurður að því hvort hann væri að kalla eftir stjórnarskiptum í Moskvu. Úkraínuher segir Rússa hafa verið hrakta frá ákveðnum svæðum í nágrenni Kænugarðs og að þeim hafi ekki tekist að ná yfirráðum yfir lykilleiðum inn í borgina. Rússar eru hins vegar taldir vera að auka viðbúnað sinn í suðausturhluta Hvíta-Rússlands. Samkvæmt upplýsingum frá Varnarmálaráðuneyti Úkraínu eru Rússar ekki taldir hafa hætt við að reyna að ná Kænugarði eða umkringja borgina. Það er þó Rússar hafi sagt fyrir helgi að þeir ætluðu að einbeita sér að Donbas-héraði. Varaforsætisráðherra Úkraínu hefur varað við „óábyrgri“ hegðun Rússa við Tjernobyl-kjarnorkuverið og að hætta sé á því að mengun berist frá verinu yfir Evrópu. Úkraínski herinn hefur náð tökum á bænum Trostyanets í austurhluta Úkraínu úr höndum rússneska hersins, að sögn embættismanna hjá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira