Aðeins fjórir eldri leikmenn en Birkir hafa skorað fyrir íslenska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2022 12:00 Birkir Bjarnason setur nú nýtt landsleikjamet í hverjum leik. Vísir/Hulda Margrét Birkir Bjarnason tryggði íslenska karlalandsliðinu jafntefli á móti Finnlandi um helgina með sínu fimmtánda landsliðsmarki. Birkir varð um leið fimmti elsti leikmaðurinn sem nær að skora mark fyrir A-landslið karla í fótbolta. Birkir stakk sér upp fyrir menn á listanum eins og þá Tryggva Guðmundsson, Atla Eðvaldsson, Teit Þórðarson, Heiðar Helguson og Eyjólf Sverrisson. Birkir var að skora sitt fyrsta landsliðsmark í tæpt ár eða síðan að hann skoraði í 4-1 sigri á Liechtenstein í mars 2021. Birkir var 33 ára, 9 mánaða og 27 daga í leiknum á móti Finnum í Murcia á laugardaginn. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Nú er svo komið að aðeins fjórir eldri leikmenn hafa skorað fyrir íslenska landsliðið. Það eru þeir Eiður Smári Guðjohnsen, Birkir Már Sævarsson, Arnór Guðjohnsen og Kári Árnason. Birkir Már komst upp á milli feðganna með síðasta landsliðsmarki sínu í umræddum leik á móti Liechtenstein í mars 2021. Eiður Smári Guðjohnsen er bæði sá elsti sem hefur skorað í landsleik og í keppnisleik. Eiður Smári var 37 ára, 8 mánaða og 22 daga þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark. Eiður Smári bætti met föður síns Arnórs á báðum listum þegar hann skoraði mark á móti Kasakstan árið 2015 og bætti síðan metið sitt fyrir elsta markaskorara í öllum landsleikjum þegar hann skoraði síðasta landsliðsmark sitt á móti Liechtenstein á Laugardalsvellinum í júní 2016. Arnór Guðjohnsen hafði þá átt metið í langan tíma en hann var 36 ára, 2 mánaða og 11 daga þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark í sigri á Liechtenstein á Laugardalsvellinum í undankeppni HM. Leikurinn fór fram í október 1997 og var líka síðasti landsleikur Arnórs. Metið var á undan Arnóri í eigu Atla Eðvaldssonar sem var 33 ára, 6 mánaða og 2 daga þegar hann skoraði síðasta landsliðsmark sitt með hælspyrnu í leik á móti Frökkum á Laugardalsvellinum í undankeppni EM. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Atli tók þá metið af Teiti Þórðarsyni sem skoraði sitt síðasta landsliðsmark á móti Spáni í undankeppni HM í júní 1985. Teitur var þá 33 ára, 4 mánaða og 29 daga. Kári Árnason komst upp í fjórða sætið þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark í október 2018 en hann náði ekki að skora í síðustu tuttugu landsleikjum sínum. Það var hins vegar dæmt mark af honum í síðasta landsleiknum á móti Norður Makedóníu í september í fyrra en hefði það mark fengið að standa þá hefði Kári verið sá elsti til að skora fyrir íslenska landsliðið í leik. Það er reyndar langt í það að Birkir geti hækkað sig á listanum enda var Kári, sem er í fjórða sætinu í dag, meira en tveimur árum eldri en Birkir er í dag þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark. Birkir Bjarnason á ferðinni í leik með íslenska landsliðinu.Getty/Alex Nicodim Elstu markaskorarar íslenska karlandsliðsins í sögunnu: 1. Eiður Smári Guðjohnsen, 2016 - 37 ára, 8 mánaða og 22 daga 2. Birkir Már Sævarsson, 2021 - 36 ára, 4 mánaða og 20 daga 3. Arnór Guðjohnsen, 1997 - 36 ára, 2 mánaða og 11 daga 4. Kári Árnason, 2018 - 35 ára, 11 mánaða og 28 daga 5. Birkir Bjarnason, 2022 - 33 ára, 9 mánaða og 27 daga 6. Tryggvi Guðmundsson, 2008 - 33 ára, 7 mánaða og 15 daga 7. Atli Eðvaldsson, 1990 - 33 ára, 6 mánaða og 2 daga 8. Teitur Þórðarson, 1985 - 33 ára, 4 mánaða og 29 daga 9. Heiðar Helguson, 2010 - 33 ára, 1 mánaða og 20 daga 10. Eyjólfur Sversson, 2001 - 33 ára og 29 daga Landslið karla í fótbolta Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Sjá meira
Birkir varð um leið fimmti elsti leikmaðurinn sem nær að skora mark fyrir A-landslið karla í fótbolta. Birkir stakk sér upp fyrir menn á listanum eins og þá Tryggva Guðmundsson, Atla Eðvaldsson, Teit Þórðarson, Heiðar Helguson og Eyjólf Sverrisson. Birkir var að skora sitt fyrsta landsliðsmark í tæpt ár eða síðan að hann skoraði í 4-1 sigri á Liechtenstein í mars 2021. Birkir var 33 ára, 9 mánaða og 27 daga í leiknum á móti Finnum í Murcia á laugardaginn. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Nú er svo komið að aðeins fjórir eldri leikmenn hafa skorað fyrir íslenska landsliðið. Það eru þeir Eiður Smári Guðjohnsen, Birkir Már Sævarsson, Arnór Guðjohnsen og Kári Árnason. Birkir Már komst upp á milli feðganna með síðasta landsliðsmarki sínu í umræddum leik á móti Liechtenstein í mars 2021. Eiður Smári Guðjohnsen er bæði sá elsti sem hefur skorað í landsleik og í keppnisleik. Eiður Smári var 37 ára, 8 mánaða og 22 daga þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark. Eiður Smári bætti met föður síns Arnórs á báðum listum þegar hann skoraði mark á móti Kasakstan árið 2015 og bætti síðan metið sitt fyrir elsta markaskorara í öllum landsleikjum þegar hann skoraði síðasta landsliðsmark sitt á móti Liechtenstein á Laugardalsvellinum í júní 2016. Arnór Guðjohnsen hafði þá átt metið í langan tíma en hann var 36 ára, 2 mánaða og 11 daga þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark í sigri á Liechtenstein á Laugardalsvellinum í undankeppni HM. Leikurinn fór fram í október 1997 og var líka síðasti landsleikur Arnórs. Metið var á undan Arnóri í eigu Atla Eðvaldssonar sem var 33 ára, 6 mánaða og 2 daga þegar hann skoraði síðasta landsliðsmark sitt með hælspyrnu í leik á móti Frökkum á Laugardalsvellinum í undankeppni EM. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Atli tók þá metið af Teiti Þórðarsyni sem skoraði sitt síðasta landsliðsmark á móti Spáni í undankeppni HM í júní 1985. Teitur var þá 33 ára, 4 mánaða og 29 daga. Kári Árnason komst upp í fjórða sætið þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark í október 2018 en hann náði ekki að skora í síðustu tuttugu landsleikjum sínum. Það var hins vegar dæmt mark af honum í síðasta landsleiknum á móti Norður Makedóníu í september í fyrra en hefði það mark fengið að standa þá hefði Kári verið sá elsti til að skora fyrir íslenska landsliðið í leik. Það er reyndar langt í það að Birkir geti hækkað sig á listanum enda var Kári, sem er í fjórða sætinu í dag, meira en tveimur árum eldri en Birkir er í dag þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark. Birkir Bjarnason á ferðinni í leik með íslenska landsliðinu.Getty/Alex Nicodim Elstu markaskorarar íslenska karlandsliðsins í sögunnu: 1. Eiður Smári Guðjohnsen, 2016 - 37 ára, 8 mánaða og 22 daga 2. Birkir Már Sævarsson, 2021 - 36 ára, 4 mánaða og 20 daga 3. Arnór Guðjohnsen, 1997 - 36 ára, 2 mánaða og 11 daga 4. Kári Árnason, 2018 - 35 ára, 11 mánaða og 28 daga 5. Birkir Bjarnason, 2022 - 33 ára, 9 mánaða og 27 daga 6. Tryggvi Guðmundsson, 2008 - 33 ára, 7 mánaða og 15 daga 7. Atli Eðvaldsson, 1990 - 33 ára, 6 mánaða og 2 daga 8. Teitur Þórðarson, 1985 - 33 ára, 4 mánaða og 29 daga 9. Heiðar Helguson, 2010 - 33 ára, 1 mánaða og 20 daga 10. Eyjólfur Sversson, 2001 - 33 ára og 29 daga
Elstu markaskorarar íslenska karlandsliðsins í sögunnu: 1. Eiður Smári Guðjohnsen, 2016 - 37 ára, 8 mánaða og 22 daga 2. Birkir Már Sævarsson, 2021 - 36 ára, 4 mánaða og 20 daga 3. Arnór Guðjohnsen, 1997 - 36 ára, 2 mánaða og 11 daga 4. Kári Árnason, 2018 - 35 ára, 11 mánaða og 28 daga 5. Birkir Bjarnason, 2022 - 33 ára, 9 mánaða og 27 daga 6. Tryggvi Guðmundsson, 2008 - 33 ára, 7 mánaða og 15 daga 7. Atli Eðvaldsson, 1990 - 33 ára, 6 mánaða og 2 daga 8. Teitur Þórðarson, 1985 - 33 ára, 4 mánaða og 29 daga 9. Heiðar Helguson, 2010 - 33 ára, 1 mánaða og 20 daga 10. Eyjólfur Sversson, 2001 - 33 ára og 29 daga
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Sjá meira