Viðskipti innlent

Fót­bolta­kempa ráðin sölu­stjóri gæða­lausna Origo

Atli Ísleifsson skrifar
Ísleifur Örn Guðmundsson.
Ísleifur Örn Guðmundsson. Aðsend

Ísleifur Örn Guðmundsson hefur verið ráðinn sölustjóri gæða- og innkaupalausna hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo og verður hlutverk hans að stýra og efla sölustarf deildarinnar.

Í tilkynningu segir að Ísleifur Örn hafi undanfarin ár starfað sem framkvæmdarstjóri innflutningsfyrirtækisins Habitus.

„Þá hefur hann einnig starfað sem sölu- og markaðstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Safari Quads og tekið þátt í hinum ýmsu verkefnum tengt stjórnun og stefnumótun.

Ísleifur Örn stundaði og lauk BS gráðu í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun frá University of Alabama in Huntsville í Bandaríkjunum og Háskóla Íslands.

Ísleifur er tveggja barna faðir og á að baki fótboltaferil með ÍA og í háskólaboltanum í Bandaríkjunum,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×