Ótrúlegt hvað við vorum nálægt þessu miðað við hvað við hittum illa Siggeir F. Ævarsson skrifar 28. mars 2022 22:31 Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur. Facebook/Körfuknattleiksdeild Grindavíkur Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur var nokkuð rólegur eftir átta stiga tap gegn Keflavík í kvöld og sá greinilega ýmsa ljósa punkta í leik sinna manna. Grindavík hittu afleitlega í kvöld en voru þó í góðum séns undir lokin þar sem þeir minnkuðu muninn í fimm stig. Leiknum lauk þó 78-70 Keflavík í vil. Sverrir tók undir að það sé erfitt að vinna körfuboltaleiki með svona lélega skotnýtingu. „Já algjörlega. Þeir voru mikið grimmari, sérstaklega í fyrri hálfleik. En við hittum illa og það var eiginlega munurinn þegar upp er staðið. Það er samt bara svolítið ótrúlegt hvað við vorum nálægt þessu miðað við hvað við hittum illa.“ Planið hjá Grindavík fyrir leik var m.a. að dæla boltanum inn í teig á Ivan og láta hann sækja á Milka. Sverrir sagði að það plan hefði ekki gengið eftir. „Ég var ekki ánægður með það. Mér fannst hann ekki vera að fara nóg á körfuna heldur sætta sig við stutt stökkskot, ég hefði viljað sjá hann fara meira á hann. Milka var kominn með þrjár villur, þá hefði ég viljað sjá meira. Ivan reyndi það að vísu þarna einu sinni og fékk á sig skref.“ „Það er kannski ekki hans leikur að vera að keyra á menn en ég hefði viljað sjá hann fara ákveðnari á hann. En það er ekki það sem tapar leiknum. Við vorum bara ekki nógu grimmir framan af og svo hittum við hrikalega illa. Við erum að fá fullt af galopnum skotum og menn hjá okkur sem við viljum að séu að fá skotin, eins og Óli til dæmis.“ Lykilmenn Grindavíkur, að Kristni Pálssyni undanskildum, hittu illa í kvöld. Kom það ekkert til greina að leita dýpra á bekkinn til að reyna að hrista upp í hlutunum? „Ég hefði kannski spilað fleirum ef mér hefði fundist koma eitthvað extra með þeim. Mér fannst bara ekkert ganga betur þegar ég var að breyta til, og þá náttúrulega fer maður aftur í lykilmennina. Óli er náttúrulega leiðtogi í þessu liði hjá okkur og kemur hérna með risaþrist. Ef einhver hefði getað klárað þetta fyrir okkur hérna og leitt okkur í gegnum þetta þá hefði það verið hann.“ Útivallargrýlan eltir Grindvíkinga í vetur, en þeir eru með einn allra slakasta árangur deildarinnar á útivelli. Hefur Sverrir ekkert áhyggjur af því uppá framhaldið að gera? „Nei. Mér finnst samt, eins og núna, þegar við erum ekki að spila betur en við gerðum en erum samt inní þessu í restina, það á að sýna okkur það að með því að bæta töluvert í hjá okkur getum við gert ýmislegt, en það er að sjálfsögðu ekki hægt að mæta í neinn leik í þessari deild og láta „out hössla“ okkur útum allan völl. Við gerðum það hér í fyrri hálfleik, vorum bara undir í öllu, og það er sennilega það sem skilur liðin að hér í kvöld þegar upp er staðið.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Grindavík 78-70 | Heimamenn höfðu betur í spennuleik Keflavík vann góðan átta stiga sigur á grönnum sínum frá Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Grindavík getur ekki náð Keflavík en aðeins ein umferð er nú eftir áður en úrslitakeppnin hefst. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. mars 2022 21:45 Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Sjá meira
Sverrir tók undir að það sé erfitt að vinna körfuboltaleiki með svona lélega skotnýtingu. „Já algjörlega. Þeir voru mikið grimmari, sérstaklega í fyrri hálfleik. En við hittum illa og það var eiginlega munurinn þegar upp er staðið. Það er samt bara svolítið ótrúlegt hvað við vorum nálægt þessu miðað við hvað við hittum illa.“ Planið hjá Grindavík fyrir leik var m.a. að dæla boltanum inn í teig á Ivan og láta hann sækja á Milka. Sverrir sagði að það plan hefði ekki gengið eftir. „Ég var ekki ánægður með það. Mér fannst hann ekki vera að fara nóg á körfuna heldur sætta sig við stutt stökkskot, ég hefði viljað sjá hann fara meira á hann. Milka var kominn með þrjár villur, þá hefði ég viljað sjá meira. Ivan reyndi það að vísu þarna einu sinni og fékk á sig skref.“ „Það er kannski ekki hans leikur að vera að keyra á menn en ég hefði viljað sjá hann fara ákveðnari á hann. En það er ekki það sem tapar leiknum. Við vorum bara ekki nógu grimmir framan af og svo hittum við hrikalega illa. Við erum að fá fullt af galopnum skotum og menn hjá okkur sem við viljum að séu að fá skotin, eins og Óli til dæmis.“ Lykilmenn Grindavíkur, að Kristni Pálssyni undanskildum, hittu illa í kvöld. Kom það ekkert til greina að leita dýpra á bekkinn til að reyna að hrista upp í hlutunum? „Ég hefði kannski spilað fleirum ef mér hefði fundist koma eitthvað extra með þeim. Mér fannst bara ekkert ganga betur þegar ég var að breyta til, og þá náttúrulega fer maður aftur í lykilmennina. Óli er náttúrulega leiðtogi í þessu liði hjá okkur og kemur hérna með risaþrist. Ef einhver hefði getað klárað þetta fyrir okkur hérna og leitt okkur í gegnum þetta þá hefði það verið hann.“ Útivallargrýlan eltir Grindvíkinga í vetur, en þeir eru með einn allra slakasta árangur deildarinnar á útivelli. Hefur Sverrir ekkert áhyggjur af því uppá framhaldið að gera? „Nei. Mér finnst samt, eins og núna, þegar við erum ekki að spila betur en við gerðum en erum samt inní þessu í restina, það á að sýna okkur það að með því að bæta töluvert í hjá okkur getum við gert ýmislegt, en það er að sjálfsögðu ekki hægt að mæta í neinn leik í þessari deild og láta „out hössla“ okkur útum allan völl. Við gerðum það hér í fyrri hálfleik, vorum bara undir í öllu, og það er sennilega það sem skilur liðin að hér í kvöld þegar upp er staðið.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Grindavík 78-70 | Heimamenn höfðu betur í spennuleik Keflavík vann góðan átta stiga sigur á grönnum sínum frá Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Grindavík getur ekki náð Keflavík en aðeins ein umferð er nú eftir áður en úrslitakeppnin hefst. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. mars 2022 21:45 Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Grindavík 78-70 | Heimamenn höfðu betur í spennuleik Keflavík vann góðan átta stiga sigur á grönnum sínum frá Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Grindavík getur ekki náð Keflavík en aðeins ein umferð er nú eftir áður en úrslitakeppnin hefst. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. mars 2022 21:45