Enski boltinn

Foden spilaði Whitney Houston alltof hátt á Mæðradaginn og fékk kvörtun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hvort ætli Phil Foden sé meira fyrir ballöður eins I'll Always Love You eða stuðlög eins og I Wanna Dance with Somebody?
Hvort ætli Phil Foden sé meira fyrir ballöður eins I'll Always Love You eða stuðlög eins og I Wanna Dance with Somebody? getty/Shaun Botterill/L. Busacca

Kvartað var undan hávaða í húsi Phils Foden, leikmanns Manchester City og enska landsliðsins í fyrradag.

Mæðradagurinn á Englandi var á sunnudaginn og Foden hélt upp á það með því að bjóða móður sinni, Claire, heim til sín. Gleðin var allsráðandi og veislan stóð í marga klukkutíma. Nágrannar Fodens voru hins vegar ekki sáttir með hversu hátt tónlistin var spiluð.

Meðal þess sem glumdi úr hátölurunum á heimili Fodens var danstónlist, rapp og lög með Whitney Houston heitinni. Aldraður nágranni Fodens sagði hávaðan hafa verið óbærilegan.

Lögreglan í Cheshire hefur staðfest að henni hafi borist kvörtun vegna hávaða á heimili Fodens.

Á laugardaginn var Foden í byrjunarliði Englands í 2-1 sigri á Sviss í vináttulandsleik á Wembley. England mætir Fílabeinsströndinni í öðrum vináttulandsleik í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×