Vandalismi vestur í bæ vegna ágreinings um lóðamörk Jakob Bjarnar skrifar 29. mars 2022 11:03 Loftmynd af umræddu Sundlaugartúni vestur í bæ. Deilan harðnar og um helgina tóku vanstilltir sig til og rispuðu bíla íbúa við Einimel en borgaryfirvöld telja vert að stækka lóðir þar í mikilli andstöðu við vilja íbúa vestur í bæ. borgarvefsjá Deilan um Sundlaugartúnið hefur harðnað en um helgina voru þrír bílar sem standa við hús að Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík rispaðir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með málið til skoðunar, en tilkynnt var um spellvirkin á laugardaginn og gert ráð fyrir því að skemmdarvargarnir hafi verið á ferð aðfararnótt laugardags. Að sögn lögreglu er ætlað að skemmdir á bílunum – svokölluð „lyklun“ – tengist deilum sem staðið hafa um Sundlaugartúnið svokallað. Meirihlutinn í Reykjavík er í standandi vandræðum með ályktun sem samþykkt var hjá skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur um að leiða til lykta meinta deilu við eigendur um lóðamörk með því einfaldlega að stækka lóðirnar. Vandalismi sem grefur undan málstaðnum Teitur Atlason er einn þeirra sem telur þetta galið, að þarna sé verið að gefa íbúum við Einimel verðmætar eigur borgarbúa auk þess sem þar með sé verið að setja stórhættulegt fordæmi. Teitur sagði af sér sem varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og hefur skrifað greinar um málið á Vísi. Honum er hins vegar brugðið eftir atburði helgarinnar: „Það var svolítið sorglegur snúningur á málinu um sundlaugartúnið um helgina. Það voru framin skemmdarverk á bílum við Einimel hjá húsunum sem standa við Víðimýrartúnið. Þetta er óskaplega leiðinlegt og mér þykir miður að hafa mögulega kynnt undir vanstillingu heiftúðugs fólks sem þekkja ekki hvar takmörk skynseminnar liggja,“ segir Teitur í Facebook-hópi Vesturbæinga þar sem þessi mál hafa verið mjög til umræðu. Teitur Atlason er einn þeirra sem hefur mótmælt harðlega þeim fyrirætlunum borgaryfirvalda að stækka lóðir við Einimel á kostnað almannarýmis. Honum þykir leitt ef málflutningur hans hefur orðið til að ýta undir vanstillingu meðal Vesturbæinga.vísir/frosti Teitur telur þá sem þannig ganga fram síst vera að gera málstað sínum og annarra greiða með þessu ömurlega framtaki. Ímynduð deila sem borgarfulltrúar leystu Teitur greinir frá því að honum hafi verið boðið að hitta íbúana sem urðu fyrir barðinu á þessum skemmdarverkum og það hafi verið ánægjulegt í alla staði. „Mér var sýnt svæðið sem og hvar lóðirnar liggja, óskir íbúanna og hlustaði á þá sorglegu staðreynd að íbúar þessara húsa taka í arf þessa hringa-vitleysu. Ef að bréfaskipti milli íbúanna og skipulagsyfirvalda eru lesin, þá sést að enginn ágreiningur eru um eignarrétt á umræddri lóð.“ Teitur vill meina að fulltrúar í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur hafi búið til í kolli sínum ágreining sem þeir hafi svo „leyst“ með Salómonsdómi þeim að gefa íbúum við Einimel skák af borgarlandinu. Reykjavík Skipulag Lögreglumál Nágrannadeilur Deilur um Sundlaugartún Tengdar fréttir Eigendur húsanna við Einimel munu bera kostnaðinn verði girðingin tekin Borgaryfirvöld vita ekki að öllu leyti hvers vegna girðing hefur verið sett upp á landi borgarinnar aftan við þrjú einbýlishús á Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík. 23. október 2018 09:15 Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. 2. mars 2022 22:41 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með málið til skoðunar, en tilkynnt var um spellvirkin á laugardaginn og gert ráð fyrir því að skemmdarvargarnir hafi verið á ferð aðfararnótt laugardags. Að sögn lögreglu er ætlað að skemmdir á bílunum – svokölluð „lyklun“ – tengist deilum sem staðið hafa um Sundlaugartúnið svokallað. Meirihlutinn í Reykjavík er í standandi vandræðum með ályktun sem samþykkt var hjá skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur um að leiða til lykta meinta deilu við eigendur um lóðamörk með því einfaldlega að stækka lóðirnar. Vandalismi sem grefur undan málstaðnum Teitur Atlason er einn þeirra sem telur þetta galið, að þarna sé verið að gefa íbúum við Einimel verðmætar eigur borgarbúa auk þess sem þar með sé verið að setja stórhættulegt fordæmi. Teitur sagði af sér sem varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og hefur skrifað greinar um málið á Vísi. Honum er hins vegar brugðið eftir atburði helgarinnar: „Það var svolítið sorglegur snúningur á málinu um sundlaugartúnið um helgina. Það voru framin skemmdarverk á bílum við Einimel hjá húsunum sem standa við Víðimýrartúnið. Þetta er óskaplega leiðinlegt og mér þykir miður að hafa mögulega kynnt undir vanstillingu heiftúðugs fólks sem þekkja ekki hvar takmörk skynseminnar liggja,“ segir Teitur í Facebook-hópi Vesturbæinga þar sem þessi mál hafa verið mjög til umræðu. Teitur Atlason er einn þeirra sem hefur mótmælt harðlega þeim fyrirætlunum borgaryfirvalda að stækka lóðir við Einimel á kostnað almannarýmis. Honum þykir leitt ef málflutningur hans hefur orðið til að ýta undir vanstillingu meðal Vesturbæinga.vísir/frosti Teitur telur þá sem þannig ganga fram síst vera að gera málstað sínum og annarra greiða með þessu ömurlega framtaki. Ímynduð deila sem borgarfulltrúar leystu Teitur greinir frá því að honum hafi verið boðið að hitta íbúana sem urðu fyrir barðinu á þessum skemmdarverkum og það hafi verið ánægjulegt í alla staði. „Mér var sýnt svæðið sem og hvar lóðirnar liggja, óskir íbúanna og hlustaði á þá sorglegu staðreynd að íbúar þessara húsa taka í arf þessa hringa-vitleysu. Ef að bréfaskipti milli íbúanna og skipulagsyfirvalda eru lesin, þá sést að enginn ágreiningur eru um eignarrétt á umræddri lóð.“ Teitur vill meina að fulltrúar í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur hafi búið til í kolli sínum ágreining sem þeir hafi svo „leyst“ með Salómonsdómi þeim að gefa íbúum við Einimel skák af borgarlandinu.
Reykjavík Skipulag Lögreglumál Nágrannadeilur Deilur um Sundlaugartún Tengdar fréttir Eigendur húsanna við Einimel munu bera kostnaðinn verði girðingin tekin Borgaryfirvöld vita ekki að öllu leyti hvers vegna girðing hefur verið sett upp á landi borgarinnar aftan við þrjú einbýlishús á Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík. 23. október 2018 09:15 Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. 2. mars 2022 22:41 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Eigendur húsanna við Einimel munu bera kostnaðinn verði girðingin tekin Borgaryfirvöld vita ekki að öllu leyti hvers vegna girðing hefur verið sett upp á landi borgarinnar aftan við þrjú einbýlishús á Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík. 23. október 2018 09:15
Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. 2. mars 2022 22:41
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent