Segja Milka þyngri, hægari og fullan af söknuði Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2022 16:31 Dominykas Milka með boltann í leik gegn Stjörnunni. vísir/bára Eftir að hafa verið einn albesti leikmaður efstu deildar Íslands í körfubolta síðustu tvö tímabil hefur Dominykas Milka ekki náð að láta ljós sitt skína eins vel í vetur. Litháinn var til umræðu í Subway Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gær. Í síðustu þremur af fimm leikjum með Keflavík hefur Milka ekki náð að skora tíu stig og það munar svo sannarlega um minna fyrir Keflvíkinga sem verða að láta deildarmeistaratitilinn af hendi. „Maður hefði ekki trúað því hérna í fyrra og hitteðfyrra að þetta væri málið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um Milka „Það er rosalega erfitt að festa fingur á það hvað veldur,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson og bætti við: „Þeir eru að spila mikið til sömu kerfi og þetta er svipaður leikstíll en það er eins og sjálfstraustið sé komið niður. Hann var alltaf með 8-10 stig úr sóknarfráköstum og einhverju „búllí-búllí“ inni í teig en það er ekki að gerast mikið lengur.“ „Hann saknar Deane Williams,“ benti Kjartan á, en Bretinn Williams yfirgaf Keflvíkinga síðasta sumar eftir að hafa verið útnefndur besti erlendi leikmaður íslensku deildarinnar. Williams gerði varnarleikinn auðveldari fyrir Milka „Klárlega,“ svaraði Hermann Hauksson. „Deane Williams opnaði rosalega mikið plássið fyrir hann undir körfunni. Hann dró menn til sín og skapaði fyrir hann alls konar færi. Hann gerði líka varnarleikinn fyrir Milka enn auðveldari. Hann þarf að spila betri varnarleik núna og getur ekki treyst eins mikið á hjálparvörn. Kannski fer mikið púst í það,“ sagði Hermann. „Mér finnst hann ekki vera í forminu sem hann var í í fyrra. Mér finnst hann vera þyngri og hægari, og ég held að Keflavík verði að nýta einhvern veginn betur hans hæfileika,“ sagði Hermann og færði frekari rök fyrir máli sínu en umræðuna má sjá hér að ofan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Í beinni: Stjarnan - Haukar | Toppur og botn en allt getur gerst Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Sjá meira
Í síðustu þremur af fimm leikjum með Keflavík hefur Milka ekki náð að skora tíu stig og það munar svo sannarlega um minna fyrir Keflvíkinga sem verða að láta deildarmeistaratitilinn af hendi. „Maður hefði ekki trúað því hérna í fyrra og hitteðfyrra að þetta væri málið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um Milka „Það er rosalega erfitt að festa fingur á það hvað veldur,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson og bætti við: „Þeir eru að spila mikið til sömu kerfi og þetta er svipaður leikstíll en það er eins og sjálfstraustið sé komið niður. Hann var alltaf með 8-10 stig úr sóknarfráköstum og einhverju „búllí-búllí“ inni í teig en það er ekki að gerast mikið lengur.“ „Hann saknar Deane Williams,“ benti Kjartan á, en Bretinn Williams yfirgaf Keflvíkinga síðasta sumar eftir að hafa verið útnefndur besti erlendi leikmaður íslensku deildarinnar. Williams gerði varnarleikinn auðveldari fyrir Milka „Klárlega,“ svaraði Hermann Hauksson. „Deane Williams opnaði rosalega mikið plássið fyrir hann undir körfunni. Hann dró menn til sín og skapaði fyrir hann alls konar færi. Hann gerði líka varnarleikinn fyrir Milka enn auðveldari. Hann þarf að spila betri varnarleik núna og getur ekki treyst eins mikið á hjálparvörn. Kannski fer mikið púst í það,“ sagði Hermann. „Mér finnst hann ekki vera í forminu sem hann var í í fyrra. Mér finnst hann vera þyngri og hægari, og ég held að Keflavík verði að nýta einhvern veginn betur hans hæfileika,“ sagði Hermann og færði frekari rök fyrir máli sínu en umræðuna má sjá hér að ofan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Í beinni: Stjarnan - Haukar | Toppur og botn en allt getur gerst Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Sjá meira