Samningamenn þjóðanna komu saman augliti til auglits í fyrsta skipti í um þrjár vikur í Tyrklandi í dag. Ráðgjafi Zelenskyys Úkraínuforseta segir að Rússum hafi verið afhentar tilögur um hvernig enda megi stríðið meðal annars með yfrlýsingu um hlutleysi Úkraínu og að landið gangi ekki í NATO. Nú væri það Rússa að koma með andsvar við tillögunum.
Mykhailo Podolyak ráðgjafi Zelenskyys forseta Úkraínu tók þátt í viðræðunum í dag. Hann segir tillögur Úkraínumanna skapa grundöll fyrir fundi forsetans með Putin Rússlandsforseta.

„Aðeins verður hægt að undirrita yfirlýsingu um tryggt öryggi eftir að vopnahlé kemst á og allar hersveitir Rússa hopa til þeirra svæða sem þeir voru á fyrir 23. febrúar 2022," sagði Podolyak eftir fundinn.
Þá muni fara fram þjóðaratkæðagreiðsla um alla samninga landanna. Úkraínumenn bjóða einnig að málefni innlimunar Rússa á Krímskaga og Sevastopol verði sett á salt í 15 ár til tvíhliða viðræðna við Rússa.
Á fundinum sögðust Rússar ætla að draga úr árásum sínum á Kænugarð og aðrar borgir í norðurhluta Úkraínu og einbeita sér að Donbashéraði í austurhluta landsins. Þeir gerðu þó sprengjuárás á stjórnarbyggingu í borginni Mykolaiv í suðurhluta landsins í dag.
Dimitri Pletienchuk upplýsingafultrúi héraðsstjórnarinnar segir að enn sé verið að leita að fólki í rústunum.
„Sjö féllu og 22 særðust í árásinni. Hinir særðu voru sendir á sjúkrahús þar sem gert var að sárum þeirra," segir upplýsingafulltrúinn.
Þá muni fara fram þjóðaratkæðagreiðsla um alla samninga landanna. Úkraínumenn bjóða einnig að málefni innlimunar Rússa á Krímskaga og Sevastopol verði sett á salt í 15 ár til tvíhliða viðræðna við Rússa.
„Þá höfum við rætt að á þessum fimmtán árum þegar viðræður um framtíð Krím fara fram, verði engar hernaðaraðgerðir í gangi í landinu," segir Podolyak.

Í friðartillögu Úkraínumanna er gert ráð fyrir að hópur annarra þjóða verði ábyrgðaraðilar friðarsamnings þannig að ef til átaka komi geti þessar þjóðir útvegað Úkraínu vopn. Engar heræfingar fari fram án samþykkis þessara þjóða. Þessi ákvæði nái þó ekki til Krím, Sevastopol og Donbas.
Evrópuríki í hópnum mæli með aðild Úkraínu að Evrópusambandinu. Annar fundur hefur verið boðaður í Tyrklandi á morgun.