Viðskiptablaðið greinir frá og vitnar í kaupsamning.
Um er að ræða stærstu lúxusíbúðina við Austurhöfn og fullyrt er að þetta sé dýrasta íbúð sem seld hefur verið á Íslandi. Gengið var frá kaupunum fyrr í þessum mánuði. Miðað við kaupverðið er fermetraverð íbúðarinnar 1,75 milljónir króna.
Innangengt er í íbúðina á sjöttu hæð beint úr lyftu. Hún er seld fokheld en miðað er við að hún sé sex herbergja. Um er að ræða horníbúð með útsýni yfir Reykjavíkurhöfn, tveimur svölum og tveimur bílastæðum.
Greint var frá því í nóvember í fyrra að næststærsta lúxusíbúðin við Austurhöfn hafi verið seld til K&F ehf. en félagið er í eigu hjónanna Kesara Margrét Jónsson, prófessors í grasa- og plöntuerfðafræði og Friðriks Ragnars Jónssonar, verkfræðings og forstjóra.