Vilja eyða hleðslukvíða á djamminu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. mars 2022 07:00 Mennirnir á bak við Buzz, frá vinstri: Róbert Ingi Huldarsson, Viktor Orri Pétursson, Einar Gylfi Harðarson og Þórður Ágústsson. Vísir/Vilhelm Þau sem hafa lagt það í vana sinn að stunda næturlíf Reykjavíkurborgar kannast eflaust ófá við vandamálin sem geta fylgt því hversu mikið tak snjalltæki hafa á okkur flestum. Þegar á djammið er komið getur verið sérstaklega mikilvægt að hafa símann við hönd, og þá er eins gott að hann sé vel hlaðinn. Nýtt íslenskt fyrirtæki reynir nú að eyða þeim vandamálum sem hleðslulausir símar geta valdið snjallsímaeigendum á djamminu, og raunar víðar. Vísir ræddi stofnendurna, Viktor Orra Pétursson og Einar Gylfa Harðarson, til þess að fá að fræðast nánar um fyrirtækið Buzz, sem stefnir á stóra hluti í hinu svokallaða deilihagkerfi, sem fer sífellt stækkandi hér á landi. Ásamt þeim standa forritararnir Þórður Ágústsson og Róbert Ingi Huldarsson að baki fyrirtækinu. Fyrirtækið hóf rekstur snemma í mars á þessu ári og gerir út svokallaða hleðslubanka sem eru geymdir í þar til gerðum hleðslustöðvum á ýmsum samkomustöðum í Reykjavík. Má þar nefna bari, skemmtistaði, veitingastaði og nokkrar líkamsræktarstöðvar. Á hverri stöð er QR-kóði sem er skannaður og er notanda þá veittur aðgangur að hleðslubanka sem hann getur leigt, tekið með sér hvert sem hann vill á meðan hann hleður símann sinn, og skilað þegar notkun er lokið, hvort sem er á sama stað eða öðrum stað með sams konar hleðslustöð. Til nánari skýringar á hvernig þetta allt saman virkar má sjá myndbandið hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Buzz (@buzziceland) Reiddi sig mikið á hleðsluleigur erlendis Viktor segir hugmyndina hafa kviknað þegar hann bjó í Kína og lagði stund á viðskiptafræðinám í háskólanum í Sjanghæ. „Ég bjó þar í eitt og hálft ár, og þetta var úti um allt. Það tók smá tíma fyrir mig að fatta hvað þetta var en um leið og maður áttaði sig á þessu þá notaði maður þetta mjög mikið. Ég áttaði mig eiginlega ekki á því hversu mikið ég notaði þetta fyrr en ég kom heim, sem var í byrjun Covid.“ Viktor segir að við heimkomuna hafi hann ítrekað rekið sig á það að síminn hans væri straumlaus. Þá hafi hann áttað sig á því hversu mikið hann hefði reitt sig á hleðslustöðvar sem hægt hefði verið að grípa í og leigja, hvar sem er og hvenær sem er. Raunar hafi verið hægt að nálgast hleðslubanka á hverri einustu götukrá í borginni, á viðráðanlegu verði. Viktor segir að notkun þjónustunnar hafi fljótt komist í vana hjá honum. „Ég var nánast hættur að hlaða símann á nóttunni. Ég gat náð í þetta í skólanum, úti að borða, á kaffihúsi. Hvar sem er. Ég gerði bara ráð fyrir þessu.“ Hleðslukubbarnir eru geymdir í þar til gerðum hleðslustöðvum. Þeir spretta svo upp úr stöðvunum þegar notandi hefur leigt sér einn slíkan, með hjálp QR-kóða.Vísir/Vilhelm Hann segir því að það hafi verið nokkur viðbrigði fyrir sig að koma aftur til Íslands, þar sem aðgengi að hleðslu fyrir síma á almannafæri veltur oft á því að fólk taki hleðslutækin sín með sér út úr húsi, eða stóli á að fá þau lánuð hjá staðarhöldurum. „Þannig að ég heyrði í Einari og útskýrði fyrir honum hversu mikil veisla þetta var í Kína, að það væri bara hleðslutæki í boði hvar sem er og hvar sem er,“ segir Viktor. Einar stekkur þá inn í og bendir á að hann sé almennt frekar gagnrýninn á hugmyndir sem aðrir kynni fyrir honum, en eftir að hafa verið bent á þetta hafi hann fljótt tekið eftir sama vandamáli sjálfur. „Ef ég var niðri í bæ eða úti á vappinu og síminn var að verða batteríslaus, þá upplifði ég alltaf það sem ég kallaði Buzz-móment. Það er þegar ég hugsaði með mér: „Andskotinn. Af hverju er ekki Buzz-stöð hér?“ „Þetta var þegar Buzz var enn bara hugmynd og við vorum rétt komnir með nafnið,“ segir Einar, sem bætir því við að eitt markmiða Buzz sé að eyða svokölluðum „hleðslukvíða“ hjá fólki, sem sé raunverulegt vandamál samkvæmt rannsóknum úti í heimi. Því má leiða líkur að því að fleiri en þeir Viktor og Einar kannist við þetta vandamál, að þurfa allra helst að fá meiri straum á símann þegar maður er staddur utan heimilisins, en vera ekki með aðgang að hleðslutæki. Vilja þjóna íslenska markaðnum vel Einar segir það þó alls ekki svo að Buzz sé ætlað að nýta sér neyð þeirra sem eru í sárri þörf fyrir símahleðslu. Raunar sé langur vegur þar frá. „Markmiðið okkar er frekar að hafa þetta ódýrt og fólk geti notað þetta oftar. Meðalhleðslan okkar er í kringum þrjúhundruðkallinn. Við gætum alveg verið að rukka margfalt meira fyrir hleðsluna, en við viljum að fólk hafi aðgengi að þessu og vilji þá frekar nota Buzz aftur,“ segir Einar. Hann segir mikla samkeppni í þessum geira víða um heim, en telur að íslenskt fyrirtæki með starfsstöð á Íslandi geti þjónað íslenskum markaði best, þó samkeppni sé holl fyrir markaðinn. Buzz-menn segja engu máli skipta hvort leigt er með Android-síma eða Apple-tæki, þar sem Buzz gangi með báðu.Vísir/Vilhelm „Við viljum meina að við getum gert þetta betur á Íslandi, frekar en að erlend fyrirtæki kæmu hingað og væru hugsanlega ekki með neina starfsmenn hér. Myndu bara setja upp og fljúga aftur heim, með enga umsjónaraðila hér.“ Þeir hafi myndað góð tengsl við staðarhaldara og geti því sinnt öllu sem upp kemur hratt og örugglega. „Ef stöðin er að fyllast þá komum við að losa, ef stöðin er að tæmast þá komum við og fyllum á. Við erum bara eitt símtal í burtu og erum jafnvel búnir að spotta vandamálin áður en rekstraraðilar vita af þeim. Þau hafa verið einhver til að byrja með en við höfum séð með hverri viku að þetta gengur frekar snurðulaust fyrir sig.“ Barir hættir að hlaða fyrir viðskiptavini Buzz-menn segja báðir að rekstraraðilar hafi tekið framtakinu fagnandi. „Við byrjuðum á því að hitta nokkra rekstrarstjóra sem tóku bara vel í þetta. Þeir sögðu okkur að þeir væru nánast með einn starfsmann í fullu starfi á hverri vakt við að hlaða síma hjá kúnnum, meðan aðrir væru hreinlega hættir að hlaða fyrir viðskiptavini,“ segir Viktor. Einar grípur þetta á lofti og segir það augljóslega kærkomið fyrir bareigendur að þurfa ekki að taka við símum viðskiptavina sinna og fara í hvert skipti með ræðuna um að símarnir verði geymdir á bak við barinn á ábyrgð eigenda þeirra. „Við vitum um dæmi þar sem sú ræða hefur gleymst og barirnir þurft að borga fyrir síma sem skemmdust. Buzz er ágætis leið fyrir þá til að takmarka þessa áhættu.“ Þeir Viktor og Einar segja að margir rekstraraðilar skemmtistaða hafi tekið framtakinu fagnandi.Vísir/Vilhelm Út fyrir endimörk Reykjavíkur Þeir Buzz-bræður segja viðtökurnar hafa verið góðar. Fjöldi notenda sé fram úr upprunalegum væntingum þeirra og fjöldi fólks hafi þegar nýtt sér þjónustuna oftar en einu sinni. Þá hafi engir kubbar skemmst enn, sem er alltaf hætta í útlánastarfsemi. „Það er einn sem hefur gleymt sér en við reynum að vera mjög skilningsríkir með það, ef einhver gleymir sér í gleðinni á djamminu og skilar ekki strax,“ segir Viktor og bætir gleymnir viðskiptavinir séu ekki rukkaðir um himinháar fjárhæðir. Einar bætir við: „Þú mátt þannig séð alveg sleppa því að skila kubbnum. Þá ertu bara rukkaður um 10.000 krónur samkvæmt verðskrá. Eftir þrjá sólarhringa skilgreinum við kubbinn sem seldan,“ segir hann. Þeir sjá fyrir sér að færa út kvíarnar í náinni framtíð og bjóða upp á sömu þjónustu víðar um landið en í Reykjavík, til að mynda á Akureyri og á Reykjanesskaga. „Það er svona áður en við hugsum út fyrir landsteinana,“ segir Einar léttur, en Viktor er þó fljótur að slá á þær væntingar: „Já, það gæti verið gaman ef þetta gengur vel á Íslandi. Sjáum til.“ Næturlíf Nýsköpun Tækni Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Nýtt íslenskt fyrirtæki reynir nú að eyða þeim vandamálum sem hleðslulausir símar geta valdið snjallsímaeigendum á djamminu, og raunar víðar. Vísir ræddi stofnendurna, Viktor Orra Pétursson og Einar Gylfa Harðarson, til þess að fá að fræðast nánar um fyrirtækið Buzz, sem stefnir á stóra hluti í hinu svokallaða deilihagkerfi, sem fer sífellt stækkandi hér á landi. Ásamt þeim standa forritararnir Þórður Ágústsson og Róbert Ingi Huldarsson að baki fyrirtækinu. Fyrirtækið hóf rekstur snemma í mars á þessu ári og gerir út svokallaða hleðslubanka sem eru geymdir í þar til gerðum hleðslustöðvum á ýmsum samkomustöðum í Reykjavík. Má þar nefna bari, skemmtistaði, veitingastaði og nokkrar líkamsræktarstöðvar. Á hverri stöð er QR-kóði sem er skannaður og er notanda þá veittur aðgangur að hleðslubanka sem hann getur leigt, tekið með sér hvert sem hann vill á meðan hann hleður símann sinn, og skilað þegar notkun er lokið, hvort sem er á sama stað eða öðrum stað með sams konar hleðslustöð. Til nánari skýringar á hvernig þetta allt saman virkar má sjá myndbandið hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Buzz (@buzziceland) Reiddi sig mikið á hleðsluleigur erlendis Viktor segir hugmyndina hafa kviknað þegar hann bjó í Kína og lagði stund á viðskiptafræðinám í háskólanum í Sjanghæ. „Ég bjó þar í eitt og hálft ár, og þetta var úti um allt. Það tók smá tíma fyrir mig að fatta hvað þetta var en um leið og maður áttaði sig á þessu þá notaði maður þetta mjög mikið. Ég áttaði mig eiginlega ekki á því hversu mikið ég notaði þetta fyrr en ég kom heim, sem var í byrjun Covid.“ Viktor segir að við heimkomuna hafi hann ítrekað rekið sig á það að síminn hans væri straumlaus. Þá hafi hann áttað sig á því hversu mikið hann hefði reitt sig á hleðslustöðvar sem hægt hefði verið að grípa í og leigja, hvar sem er og hvenær sem er. Raunar hafi verið hægt að nálgast hleðslubanka á hverri einustu götukrá í borginni, á viðráðanlegu verði. Viktor segir að notkun þjónustunnar hafi fljótt komist í vana hjá honum. „Ég var nánast hættur að hlaða símann á nóttunni. Ég gat náð í þetta í skólanum, úti að borða, á kaffihúsi. Hvar sem er. Ég gerði bara ráð fyrir þessu.“ Hleðslukubbarnir eru geymdir í þar til gerðum hleðslustöðvum. Þeir spretta svo upp úr stöðvunum þegar notandi hefur leigt sér einn slíkan, með hjálp QR-kóða.Vísir/Vilhelm Hann segir því að það hafi verið nokkur viðbrigði fyrir sig að koma aftur til Íslands, þar sem aðgengi að hleðslu fyrir síma á almannafæri veltur oft á því að fólk taki hleðslutækin sín með sér út úr húsi, eða stóli á að fá þau lánuð hjá staðarhöldurum. „Þannig að ég heyrði í Einari og útskýrði fyrir honum hversu mikil veisla þetta var í Kína, að það væri bara hleðslutæki í boði hvar sem er og hvar sem er,“ segir Viktor. Einar stekkur þá inn í og bendir á að hann sé almennt frekar gagnrýninn á hugmyndir sem aðrir kynni fyrir honum, en eftir að hafa verið bent á þetta hafi hann fljótt tekið eftir sama vandamáli sjálfur. „Ef ég var niðri í bæ eða úti á vappinu og síminn var að verða batteríslaus, þá upplifði ég alltaf það sem ég kallaði Buzz-móment. Það er þegar ég hugsaði með mér: „Andskotinn. Af hverju er ekki Buzz-stöð hér?“ „Þetta var þegar Buzz var enn bara hugmynd og við vorum rétt komnir með nafnið,“ segir Einar, sem bætir því við að eitt markmiða Buzz sé að eyða svokölluðum „hleðslukvíða“ hjá fólki, sem sé raunverulegt vandamál samkvæmt rannsóknum úti í heimi. Því má leiða líkur að því að fleiri en þeir Viktor og Einar kannist við þetta vandamál, að þurfa allra helst að fá meiri straum á símann þegar maður er staddur utan heimilisins, en vera ekki með aðgang að hleðslutæki. Vilja þjóna íslenska markaðnum vel Einar segir það þó alls ekki svo að Buzz sé ætlað að nýta sér neyð þeirra sem eru í sárri þörf fyrir símahleðslu. Raunar sé langur vegur þar frá. „Markmiðið okkar er frekar að hafa þetta ódýrt og fólk geti notað þetta oftar. Meðalhleðslan okkar er í kringum þrjúhundruðkallinn. Við gætum alveg verið að rukka margfalt meira fyrir hleðsluna, en við viljum að fólk hafi aðgengi að þessu og vilji þá frekar nota Buzz aftur,“ segir Einar. Hann segir mikla samkeppni í þessum geira víða um heim, en telur að íslenskt fyrirtæki með starfsstöð á Íslandi geti þjónað íslenskum markaði best, þó samkeppni sé holl fyrir markaðinn. Buzz-menn segja engu máli skipta hvort leigt er með Android-síma eða Apple-tæki, þar sem Buzz gangi með báðu.Vísir/Vilhelm „Við viljum meina að við getum gert þetta betur á Íslandi, frekar en að erlend fyrirtæki kæmu hingað og væru hugsanlega ekki með neina starfsmenn hér. Myndu bara setja upp og fljúga aftur heim, með enga umsjónaraðila hér.“ Þeir hafi myndað góð tengsl við staðarhaldara og geti því sinnt öllu sem upp kemur hratt og örugglega. „Ef stöðin er að fyllast þá komum við að losa, ef stöðin er að tæmast þá komum við og fyllum á. Við erum bara eitt símtal í burtu og erum jafnvel búnir að spotta vandamálin áður en rekstraraðilar vita af þeim. Þau hafa verið einhver til að byrja með en við höfum séð með hverri viku að þetta gengur frekar snurðulaust fyrir sig.“ Barir hættir að hlaða fyrir viðskiptavini Buzz-menn segja báðir að rekstraraðilar hafi tekið framtakinu fagnandi. „Við byrjuðum á því að hitta nokkra rekstrarstjóra sem tóku bara vel í þetta. Þeir sögðu okkur að þeir væru nánast með einn starfsmann í fullu starfi á hverri vakt við að hlaða síma hjá kúnnum, meðan aðrir væru hreinlega hættir að hlaða fyrir viðskiptavini,“ segir Viktor. Einar grípur þetta á lofti og segir það augljóslega kærkomið fyrir bareigendur að þurfa ekki að taka við símum viðskiptavina sinna og fara í hvert skipti með ræðuna um að símarnir verði geymdir á bak við barinn á ábyrgð eigenda þeirra. „Við vitum um dæmi þar sem sú ræða hefur gleymst og barirnir þurft að borga fyrir síma sem skemmdust. Buzz er ágætis leið fyrir þá til að takmarka þessa áhættu.“ Þeir Viktor og Einar segja að margir rekstraraðilar skemmtistaða hafi tekið framtakinu fagnandi.Vísir/Vilhelm Út fyrir endimörk Reykjavíkur Þeir Buzz-bræður segja viðtökurnar hafa verið góðar. Fjöldi notenda sé fram úr upprunalegum væntingum þeirra og fjöldi fólks hafi þegar nýtt sér þjónustuna oftar en einu sinni. Þá hafi engir kubbar skemmst enn, sem er alltaf hætta í útlánastarfsemi. „Það er einn sem hefur gleymt sér en við reynum að vera mjög skilningsríkir með það, ef einhver gleymir sér í gleðinni á djamminu og skilar ekki strax,“ segir Viktor og bætir gleymnir viðskiptavinir séu ekki rukkaðir um himinháar fjárhæðir. Einar bætir við: „Þú mátt þannig séð alveg sleppa því að skila kubbnum. Þá ertu bara rukkaður um 10.000 krónur samkvæmt verðskrá. Eftir þrjá sólarhringa skilgreinum við kubbinn sem seldan,“ segir hann. Þeir sjá fyrir sér að færa út kvíarnar í náinni framtíð og bjóða upp á sömu þjónustu víðar um landið en í Reykjavík, til að mynda á Akureyri og á Reykjanesskaga. „Það er svona áður en við hugsum út fyrir landsteinana,“ segir Einar léttur, en Viktor er þó fljótur að slá á þær væntingar: „Já, það gæti verið gaman ef þetta gengur vel á Íslandi. Sjáum til.“
Næturlíf Nýsköpun Tækni Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira