Ólafur Ragnar á hrós skilið Ástþór Magnússon skrifar 30. mars 2022 09:00 Um leið og ég þakka glöggar skýringar Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrum forseta Íslands um ástandið milli Rússlands og Úkraínu í Silfri Egils, harma ég þá aðför sem að honum var gerð í kjölfarið fyrir það eitt að segja sannleikann umbúðalaust. Það er áhyggjuefni hvernig sumir Íslenskir ráðamenn, rithöfundar og ýmsir “spekingar” hafa talað af vanþekkingu og fullkomnu ábyrgðarleysi um þá stöðu sem upp er komin. Í janúar s.l. sendi Alþjóðastofnunin Friður 2000 bréf til Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu með tillögum að friðarsamningum. Hjálagt fylgir afrit af bréfinu. Í friðarviðræðum síðustu daga hefur forsetinn tekið undir sumt af þessu og hugsanlega hefur opnast á vopnahlé. En mikið starf er framundan til að ná fram varanlegum friðarsamningum milli aðila. Því miður hefur aðstoð NATO þjóðanna þ.á.m. Íslands einkennst af vopnaflutningum til Úkraínu frekar en að hefja og leiða friðarviðræður. Að semja við Pútin er eina leiðin áfram eins og kemur fram í nýrri grein eftir friðarverðlaunahafa Nóbels, Oscar Arias Sanchez fyrrum forseta Costa Rica, sem kom á friði í Mið-Ameríku eftir stríð sem talið var óleysanlegt á þeim tíma. Oscar segir: „Íhugaðu valkostina. Alþjóðasamfélagið hefur brugðist við innrásinni með refsiaðgerðum og vopnum, en engum dettur í hug að þær einar og sér geti bundið enda á þjáningar Úkraínu. Vopn og skotfæri gætu hjálpað hugrökkum varnarmönnum Úkraínu að horfast í augu við rússneska skriðdreka og flugvélar, en þau gætu líka lengt stríðið og aukið mannfall og limlestingar. Þótt sumir kunni að fagna lengri átökum sem stefnu til að þrengja að rússneskum herafla þrýsting á ríkisstjórn Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, myndi það líka hafa í för með sér gífurlegar mannfórnir – jafnvel þótt það virkaði eins og áætlað var. Margt fleira fólk myndi deyja á báða bóga og meiri ólga innan Rússlands myndi kveikja enn harðari aðgerðir og grafa enn frekar undan grundvallarfrelsi og borgaralegum réttindum. Því lengur sem átökin standa yfir og því breiðari sem skilin eru á milli Rússlands og lýðræðisríkja heimsins, því erfiðara verður að stunda alþjóðlegt samstarf um loftslagsbreytingar, bata heimsfaraldurs, fjármálastöðugleika, réttarríkið og – kannski mikilvægast – kjarnorkuöryggi. Því lengur sem þetta stríð geisar, því meiri hætta verður á kjarnorkuhelför. Sá draugur varpar nú þegar skugga á öll önnur landfræðileg, svæðisbundin og þjóðleg sjónarmið.” Oscar Arias telur að engin önnur leið sé úr núverandi stöðu en friðarsamningar þar sem tekið er á sjónarmiðum beggja aðila, Rússlands og Úkraínu. Tugur friðarverðlaunahafa Nobels hefur tekið undir þetta ákall til friðarsamninga. Við getum ekki horft aðgerðalaus á meðan grafið er enn frekar undan friði Evrópu. Nauðsynlegt er að snúa bökum saman og gera allt sem í okkar valdi stendur til að hafa áhrif á að varanleg lausn finnist milli deiluaðila. Því lengur sem núverandi ástand varir skapast aukin hætta á notkun kjarnorkuvopna með skelfilegum afleiðingum fyrir framtíð mannkyns. Alþjóðastofnunin Friður 2000 hefur undanfarna daga átt í samskiptum við Oscar Arias og aðra aðila um að koma saman aðilum sem geta lagt hönd á vogarskálarnar til friðar í Úkraínu. Þá höfum við sent Ólafi Ragnari Grímssyni beiðni um að taka þátt í verkefninu. Höfundur er stofnandi Friðar 2000, www.peace2000.org Tilvitnanir: https://www.project-syndicate.org/commentary/negotiations-putin-ukraine-us-eu-only-way-forward-by-oscar-arias-2022-03 http://www.nobelpeacesummit.com/a-plea-from-president-oscar-arias-nobel-peace-laureate/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Ólafur Ragnar Grímsson Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Um leið og ég þakka glöggar skýringar Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrum forseta Íslands um ástandið milli Rússlands og Úkraínu í Silfri Egils, harma ég þá aðför sem að honum var gerð í kjölfarið fyrir það eitt að segja sannleikann umbúðalaust. Það er áhyggjuefni hvernig sumir Íslenskir ráðamenn, rithöfundar og ýmsir “spekingar” hafa talað af vanþekkingu og fullkomnu ábyrgðarleysi um þá stöðu sem upp er komin. Í janúar s.l. sendi Alþjóðastofnunin Friður 2000 bréf til Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu með tillögum að friðarsamningum. Hjálagt fylgir afrit af bréfinu. Í friðarviðræðum síðustu daga hefur forsetinn tekið undir sumt af þessu og hugsanlega hefur opnast á vopnahlé. En mikið starf er framundan til að ná fram varanlegum friðarsamningum milli aðila. Því miður hefur aðstoð NATO þjóðanna þ.á.m. Íslands einkennst af vopnaflutningum til Úkraínu frekar en að hefja og leiða friðarviðræður. Að semja við Pútin er eina leiðin áfram eins og kemur fram í nýrri grein eftir friðarverðlaunahafa Nóbels, Oscar Arias Sanchez fyrrum forseta Costa Rica, sem kom á friði í Mið-Ameríku eftir stríð sem talið var óleysanlegt á þeim tíma. Oscar segir: „Íhugaðu valkostina. Alþjóðasamfélagið hefur brugðist við innrásinni með refsiaðgerðum og vopnum, en engum dettur í hug að þær einar og sér geti bundið enda á þjáningar Úkraínu. Vopn og skotfæri gætu hjálpað hugrökkum varnarmönnum Úkraínu að horfast í augu við rússneska skriðdreka og flugvélar, en þau gætu líka lengt stríðið og aukið mannfall og limlestingar. Þótt sumir kunni að fagna lengri átökum sem stefnu til að þrengja að rússneskum herafla þrýsting á ríkisstjórn Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, myndi það líka hafa í för með sér gífurlegar mannfórnir – jafnvel þótt það virkaði eins og áætlað var. Margt fleira fólk myndi deyja á báða bóga og meiri ólga innan Rússlands myndi kveikja enn harðari aðgerðir og grafa enn frekar undan grundvallarfrelsi og borgaralegum réttindum. Því lengur sem átökin standa yfir og því breiðari sem skilin eru á milli Rússlands og lýðræðisríkja heimsins, því erfiðara verður að stunda alþjóðlegt samstarf um loftslagsbreytingar, bata heimsfaraldurs, fjármálastöðugleika, réttarríkið og – kannski mikilvægast – kjarnorkuöryggi. Því lengur sem þetta stríð geisar, því meiri hætta verður á kjarnorkuhelför. Sá draugur varpar nú þegar skugga á öll önnur landfræðileg, svæðisbundin og þjóðleg sjónarmið.” Oscar Arias telur að engin önnur leið sé úr núverandi stöðu en friðarsamningar þar sem tekið er á sjónarmiðum beggja aðila, Rússlands og Úkraínu. Tugur friðarverðlaunahafa Nobels hefur tekið undir þetta ákall til friðarsamninga. Við getum ekki horft aðgerðalaus á meðan grafið er enn frekar undan friði Evrópu. Nauðsynlegt er að snúa bökum saman og gera allt sem í okkar valdi stendur til að hafa áhrif á að varanleg lausn finnist milli deiluaðila. Því lengur sem núverandi ástand varir skapast aukin hætta á notkun kjarnorkuvopna með skelfilegum afleiðingum fyrir framtíð mannkyns. Alþjóðastofnunin Friður 2000 hefur undanfarna daga átt í samskiptum við Oscar Arias og aðra aðila um að koma saman aðilum sem geta lagt hönd á vogarskálarnar til friðar í Úkraínu. Þá höfum við sent Ólafi Ragnari Grímssyni beiðni um að taka þátt í verkefninu. Höfundur er stofnandi Friðar 2000, www.peace2000.org Tilvitnanir: https://www.project-syndicate.org/commentary/negotiations-putin-ukraine-us-eu-only-way-forward-by-oscar-arias-2022-03 http://www.nobelpeacesummit.com/a-plea-from-president-oscar-arias-nobel-peace-laureate/
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar