Tiger lék á Augusta og gæti snúið aftur á Masters í næstu viku Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2022 09:31 Tiger Woods kann afar vel við sig á Augusta-vellinum en þar mun hann hafa tekið æfingahring í gær. Getty Það ríkir spenna og eftirvænting í golfheiminum eftir að það sást til Tigers Woods klára 18 holur á Augusta-vellinum þar sem Masters risamótið hefst í næstu viku. Hinn 46 ára gamli Tiger, sem svo lengi var efsti maður heimslistans í golfi, hefur verið að jafna sig af meiðslum í fæti eftir bílslysið sem hann lenti í fyrir 14 mánuðum. Samkvæmt bandarískum miðlum mætti Tiger á Augusta-völlinn í gær og lék 18 holur en með honum í för voru Charlie sonur hans og PGA-kylfingurinn Justin Thomas. Svo virðist sem að hann hafi viljað taka æfingahring með Thomas, sem er náinn vinur Woods-fjölskyldunnar, til að sjá hvort að hann réði við það að taka þátt á mótinu. „Hann lék allar holurnar. Mér fannst hann líta vel út,“ sagði heimildamaður ESPN. Tiger er á blaði yfir þá 91 kylfinga sem skráðir eru vegna Masters í næstu viku en hann hefur unnið mótið fimm sinnum, síðast árið 2019. Það verður svo að koma í ljós hvort að hann nýtir sér það. Hann hefur alls unnið 15 risamót á ferlinum. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Bílslys Tigers Woods Masters-mótið Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Hinn 46 ára gamli Tiger, sem svo lengi var efsti maður heimslistans í golfi, hefur verið að jafna sig af meiðslum í fæti eftir bílslysið sem hann lenti í fyrir 14 mánuðum. Samkvæmt bandarískum miðlum mætti Tiger á Augusta-völlinn í gær og lék 18 holur en með honum í för voru Charlie sonur hans og PGA-kylfingurinn Justin Thomas. Svo virðist sem að hann hafi viljað taka æfingahring með Thomas, sem er náinn vinur Woods-fjölskyldunnar, til að sjá hvort að hann réði við það að taka þátt á mótinu. „Hann lék allar holurnar. Mér fannst hann líta vel út,“ sagði heimildamaður ESPN. Tiger er á blaði yfir þá 91 kylfinga sem skráðir eru vegna Masters í næstu viku en hann hefur unnið mótið fimm sinnum, síðast árið 2019. Það verður svo að koma í ljós hvort að hann nýtir sér það. Hann hefur alls unnið 15 risamót á ferlinum. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Bílslys Tigers Woods Masters-mótið Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira