Ný mathöll opnar við Háskóla Íslands Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. mars 2022 20:30 Hafsteinn og Björn Bragi hafa þónokkra reynslu af opnun mathalla. Stöð 2 Háskólanemar munu njóta góðs af uppbyggingu í Vatnsmýrinni og geta bráðlega heimsótt þar veitingastaði, kaffihús og vínbar í nýrri mathöll sem opnar í maí. Mathöllum hefur fjölgað stöðugt hér á landi síðustu árin. Í Reykjavík eru þær nú fimm talsins og eins og við greindum frá í desember er von á þremur mathöllum til viðbótar sem opna í ár á litlum bletti í miðbænum. Og áfram bætist í því í Vatnsmýrinni, aðeins steinsnar frá háskólanum, fer að opna enn ein mathöllin. Hér munu allir vilja vera „Við ætlum að opna í maí. Lofum ekki neinni dagsetningu en ætlum að reyna að standa við maí,“ segir Hafsteinn Júlíusson hönnuður og einn af eigendum mathallarinnar sem heitir Vera - matur og drykkur. Við litum við hjá þeim félögum fyrir Kvöldfréttir Stöðvar 2 og tókum stöðuna: Hún verður staðsett í hinu tiltölulega nýja hugmyndahúsi Grósku. Þar hefur verið mikil uppbygging upp á síðkastið - fjöldi fyrirtækja með skrifstofur þar og líkamsræktarstöðin World Class búin að opna þar útibú. Og bráðlega nýja mathöllin sem heitir: Hvers vegna Vera? „Því að hér munu allir vilja vera og við ætlum að búa til góðar samverustundir hér í Vatnsmýrinni,“ segir Björn Bragi Arnarsson einn af eigendum mathallarinnar. Nú eru framkvæmdir í miðjum gangi og allir vinna hörðum höndum við að gera rýmið einhvern veginn svona: Teikningar af rýminu. Hér verða átta staðir.aðsend Hérna munu átta staðir opna á næstunni; veitingastaðir, kaffihús, vínbar og þá verður einnig veislusalur í rými við hliðina á. Lítið úrval af mat í Vatnsmýri „Vatnsmýrin er ótrúlega skemmtilegur staður og spennandi, hér er náttúrulega aragrúi af fyrirtækjum,“ segir Björn Bragi. Þúsundir manns sækja svæðið á hverjum degi. „Og lítið úrval af mat á svæðinu. Það er eiginlega aðalatriðið og kveikjan að þessu,“ segir Hafsteinn. Við mathöllina verður einni útisvæði í porti við suðurenda Grósku. Og hér í portinu við suðurenda Grósku verður síðan útisvæði. „Nú er mars og við erum bara hér í geggjuðu veðri þannig þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta verður hér í júní og júlí,“ segir Björn Bragi. Úrval staðanna verður fjölbreytt að sögn þeirra félaga. Eitthvað fyrir alla. „Þannig þegar við verðum búnir að opna og komnir með borð og stóla þá mun allt iða hér af lífi og stemmningu.“ Þeir vinir efast ekki um að háskólanemar taki mathöllinni fagnandi. „Alveg pottþétt. Ég myndi halda það. Ekki það að maður elski ekki að fá sér mat Hámu og svoleiðis ef maður er í háskólanum en það verður örugglega fínt að fá fleiri kosti. Þetta verður góð viðbót.“ Planið er að opna dyr Veru í maí. Engri dagsetningu er lofað en markmiðið er að opna sem fyrst.Aðsend Veitingastaðir Háskólar Reykjavík Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Mathöllum hefur fjölgað stöðugt hér á landi síðustu árin. Í Reykjavík eru þær nú fimm talsins og eins og við greindum frá í desember er von á þremur mathöllum til viðbótar sem opna í ár á litlum bletti í miðbænum. Og áfram bætist í því í Vatnsmýrinni, aðeins steinsnar frá háskólanum, fer að opna enn ein mathöllin. Hér munu allir vilja vera „Við ætlum að opna í maí. Lofum ekki neinni dagsetningu en ætlum að reyna að standa við maí,“ segir Hafsteinn Júlíusson hönnuður og einn af eigendum mathallarinnar sem heitir Vera - matur og drykkur. Við litum við hjá þeim félögum fyrir Kvöldfréttir Stöðvar 2 og tókum stöðuna: Hún verður staðsett í hinu tiltölulega nýja hugmyndahúsi Grósku. Þar hefur verið mikil uppbygging upp á síðkastið - fjöldi fyrirtækja með skrifstofur þar og líkamsræktarstöðin World Class búin að opna þar útibú. Og bráðlega nýja mathöllin sem heitir: Hvers vegna Vera? „Því að hér munu allir vilja vera og við ætlum að búa til góðar samverustundir hér í Vatnsmýrinni,“ segir Björn Bragi Arnarsson einn af eigendum mathallarinnar. Nú eru framkvæmdir í miðjum gangi og allir vinna hörðum höndum við að gera rýmið einhvern veginn svona: Teikningar af rýminu. Hér verða átta staðir.aðsend Hérna munu átta staðir opna á næstunni; veitingastaðir, kaffihús, vínbar og þá verður einnig veislusalur í rými við hliðina á. Lítið úrval af mat í Vatnsmýri „Vatnsmýrin er ótrúlega skemmtilegur staður og spennandi, hér er náttúrulega aragrúi af fyrirtækjum,“ segir Björn Bragi. Þúsundir manns sækja svæðið á hverjum degi. „Og lítið úrval af mat á svæðinu. Það er eiginlega aðalatriðið og kveikjan að þessu,“ segir Hafsteinn. Við mathöllina verður einni útisvæði í porti við suðurenda Grósku. Og hér í portinu við suðurenda Grósku verður síðan útisvæði. „Nú er mars og við erum bara hér í geggjuðu veðri þannig þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta verður hér í júní og júlí,“ segir Björn Bragi. Úrval staðanna verður fjölbreytt að sögn þeirra félaga. Eitthvað fyrir alla. „Þannig þegar við verðum búnir að opna og komnir með borð og stóla þá mun allt iða hér af lífi og stemmningu.“ Þeir vinir efast ekki um að háskólanemar taki mathöllinni fagnandi. „Alveg pottþétt. Ég myndi halda það. Ekki það að maður elski ekki að fá sér mat Hámu og svoleiðis ef maður er í háskólanum en það verður örugglega fínt að fá fleiri kosti. Þetta verður góð viðbót.“ Planið er að opna dyr Veru í maí. Engri dagsetningu er lofað en markmiðið er að opna sem fyrst.Aðsend
Veitingastaðir Háskólar Reykjavík Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira