Kom verulega á óvart að Isavia skyldi vísa Joe & the Juice á dyr Eiður Þór Árnason skrifar 30. mars 2022 16:24 Níu mismundandi Joe & the Juice staðir eru í rekstri hér á landi. Joe & the Juice Það kom forsvarsmönnum Joe & the Juice í opna skjöldu að Isavia hafi tekið ákvörðun um að halda ekki áfram með sambærilegan rekstur í Leifsstöð en keðjan hefur selt veitingar á flugvellinum frá árinu 2015. Samningur fyrirtækisins rennur út um næstu áramót. Greint var frá því í morgun breytingar væru fram undan á veitinga- og verslunarrýmum í Leifsstöð og að veitingastöðunum Nord, Loksins og Joe & the Juice yrði lokað þegar breytingarnar koma til framkvæmda. Þá stendur til að bjóða út rekstur tveggja veitingastaða á hæðinni. Rekstraraðilar Joe & the Juice segja að þeir hafi vitað að útboð væri fram undan en ekki verið meðvitaðir um að ekki stæði til að halda áfram með sambærilegan rekstur líkt og fram komi í nýbirtum útboðsgögnum Isavia. „Joe & the Juice hefur um árabil verið lang vinsælasti veitingastaðurinn á vellinum. Sé horft til skoðanakannana sem ISAVIA hefur framkvæmt er ljóst að vöruframboð og þjónusta Joe & the Juice passar nær fullkomlega við óskir ferðalanga, bæði innlendra og erlendra. Ákvörðun um að sækjast eftir annarskonar veitingum kom okkur því verulega á óvart,“ segir Agla Jónsdóttir, fjármálastjóri Joe Ísland ehf., í tilkynningu. Þykir félaginu það einkennileg nálgun að úthýsa vöru og þjónustu með þessum hætti í stað þess að bæta frekar við öðrum valmöguleikum. Vilja tvo ólíka staði „Dagurinn hefur farið í að ræða við samstarfsaðila og starfsfólk en við höfum einnig fengið fjöldann allan af skilaboðum frá viðskiptavinum sem lásu um þetta í fjölmiðlum í morgun. Joe mun starfa óbreytt fram til áramóta og bjóðum við alla velkomna til okkar. Í kjölfarið munum við skoða alla möguleika sem bjóðast á Keflavíkurvelli enda ljóst að mikil eftirspurn er eftir okkar vörum og þjónustu þar,“ segir Agla að lokum. Á vef Isavia segir að auglýst sé eftir reynslumiklum rekstraraðila til að reka saman tvo ólíka veitingastaði. Annar staðurinn verði stór og þurfi að ná til breiðs hóps af fólki, bæði þeirra sem séu að flýta sér og þeirra sem hafi lengri tíma. Hinn staðurinn verði smærri og þar horft til afslappaðrar stemningar og veitingaúrvalið tengt við skandinavíska matargerð. Veitingastaðir Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Greint var frá því í morgun breytingar væru fram undan á veitinga- og verslunarrýmum í Leifsstöð og að veitingastöðunum Nord, Loksins og Joe & the Juice yrði lokað þegar breytingarnar koma til framkvæmda. Þá stendur til að bjóða út rekstur tveggja veitingastaða á hæðinni. Rekstraraðilar Joe & the Juice segja að þeir hafi vitað að útboð væri fram undan en ekki verið meðvitaðir um að ekki stæði til að halda áfram með sambærilegan rekstur líkt og fram komi í nýbirtum útboðsgögnum Isavia. „Joe & the Juice hefur um árabil verið lang vinsælasti veitingastaðurinn á vellinum. Sé horft til skoðanakannana sem ISAVIA hefur framkvæmt er ljóst að vöruframboð og þjónusta Joe & the Juice passar nær fullkomlega við óskir ferðalanga, bæði innlendra og erlendra. Ákvörðun um að sækjast eftir annarskonar veitingum kom okkur því verulega á óvart,“ segir Agla Jónsdóttir, fjármálastjóri Joe Ísland ehf., í tilkynningu. Þykir félaginu það einkennileg nálgun að úthýsa vöru og þjónustu með þessum hætti í stað þess að bæta frekar við öðrum valmöguleikum. Vilja tvo ólíka staði „Dagurinn hefur farið í að ræða við samstarfsaðila og starfsfólk en við höfum einnig fengið fjöldann allan af skilaboðum frá viðskiptavinum sem lásu um þetta í fjölmiðlum í morgun. Joe mun starfa óbreytt fram til áramóta og bjóðum við alla velkomna til okkar. Í kjölfarið munum við skoða alla möguleika sem bjóðast á Keflavíkurvelli enda ljóst að mikil eftirspurn er eftir okkar vörum og þjónustu þar,“ segir Agla að lokum. Á vef Isavia segir að auglýst sé eftir reynslumiklum rekstraraðila til að reka saman tvo ólíka veitingastaði. Annar staðurinn verði stór og þurfi að ná til breiðs hóps af fólki, bæði þeirra sem séu að flýta sér og þeirra sem hafi lengri tíma. Hinn staðurinn verði smærri og þar horft til afslappaðrar stemningar og veitingaúrvalið tengt við skandinavíska matargerð.
Veitingastaðir Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira