Útkall barst um klukkan tvö í dag en ágætlega gekk að komast að manninum. Voru sjúkraflutningamenn og björgunarsveitarmenn komnir til hans um klukkustund síðar.
Hlúð var að manninum og hann búinn til flutnings. Þyrla LHG kom á vettvang um kl. 16:00 og var hinn slasaði hífður upp í hana og var hann fluttur á SAk til aðhlynningar.