Vill viðræður um þjóðarhöll á Selfossi Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2022 14:01 Strákarnir okkar gætu spilað heimaleiki sína á Selfossi ef hugmyndir formanns bæjarráðs Árborgar ganga eftir. Vísir/Hulda Margrét Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir gæti risið á Selfossi ef hugmyndir formanns bæjarráðs Árborgar ganga eftir. Hann kallar eftir samtali við ríkisstjórnina í ljósi „vandræðagangs í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar.“ Selfyssingar hafa hafið umfangsmikla uppbyggingu íþróttamannvirkja og er fyrsta áfanga lokið með vígslu 6.500 fermetra fjölnota íþróttahúsi, þar sem hægt er að stunda fótbolta og frjálsar íþróttir. Alls er áætlað að fullbyggð íþróttamiðstöð Selfyssinga verði 22.000 fermetrar og meðal annars verður byggt nýtt íþróttahús fyrir handbolta og körfubolta. Tómas Ellert Tómasson, formaður bæjarráðs Árborgar, hefur nú opnað á þann möguleika að það hús verði ný þjóðarhöll Íslands. Um þetta fjallar Tómas í aðsendri grein á Vísi í gær; „Þjóðarhöllin rísi í mekka handboltans.“ Ætla má að með því að lýsa Selfossi sem mekka handboltans vísi Tómas í þá staðreynd að í flaggskipi íslensks handbolta, karlalandsliðinu sem endaði í 6. sæti á EM í janúar, á Selfoss flesta fulltrúa. Í byrjun vikunnar kom í ljós að hvorki ný þjóðarhöll né nýr þjóðarleikvangur er kominn inn í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, fyrir árin 2023-2027.´ „Vandræðagangur í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar í málefnum þjóðarhallar fyrir handboltann á Íslandi er orðinn verulega pínlegur,“ skrifar Tómas í grein sinni og bætir við: „Enn pínlegra er málið svo orðið fyrir Framsóknarflokkinn og ráðherra þess, sem lofuðu íþróttahreyfingunni öllu fögru daginn fyrir síðustu alþingiskosningar og sögðu að tíminn fyrir byggingu þjóðarhallar væri „núna“. Orðið „núna“ hefur nú bæst við teygjanlega orðabankann.“ Um langt árabil hefur vantað íþróttahöll á Íslandi sem uppfyllir skilyrði alþjóðlegra íþróttasambanda á borð við handknattleikssamband Evrópu og körfuknattleikssamband Evrópu, fyrir alþjóðlegri keppni. Undanþágur hafa verið veittar fyrir leikjum í Laugardalshöll og í íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum. Selfyssingar fengu þó ekki leyfi til að spila í Meistaradeild Evrópu í handbolta karla þegar þeir sóttu um það árið 2019. Tómas segir að Selfyssingar séu tilbúnir í viðræður um að þjóðarhöllin rísi á Selfossi: „Er ekki bara best eins og staðan er nú, að ríkisstjórnin og ráðherrar Framsóknarflokksins horfi til þess að taka upp viðræður við sveitarfélagið Árborg um framtíðarstaðsetningu Þjóðarhallar fyrir handboltann? Ég er til í viðræður, boltinn er kominn til ykkar.“ Ný þjóðarhöll Handbolti Árborg Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Selfyssingar hafa hafið umfangsmikla uppbyggingu íþróttamannvirkja og er fyrsta áfanga lokið með vígslu 6.500 fermetra fjölnota íþróttahúsi, þar sem hægt er að stunda fótbolta og frjálsar íþróttir. Alls er áætlað að fullbyggð íþróttamiðstöð Selfyssinga verði 22.000 fermetrar og meðal annars verður byggt nýtt íþróttahús fyrir handbolta og körfubolta. Tómas Ellert Tómasson, formaður bæjarráðs Árborgar, hefur nú opnað á þann möguleika að það hús verði ný þjóðarhöll Íslands. Um þetta fjallar Tómas í aðsendri grein á Vísi í gær; „Þjóðarhöllin rísi í mekka handboltans.“ Ætla má að með því að lýsa Selfossi sem mekka handboltans vísi Tómas í þá staðreynd að í flaggskipi íslensks handbolta, karlalandsliðinu sem endaði í 6. sæti á EM í janúar, á Selfoss flesta fulltrúa. Í byrjun vikunnar kom í ljós að hvorki ný þjóðarhöll né nýr þjóðarleikvangur er kominn inn í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, fyrir árin 2023-2027.´ „Vandræðagangur í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar í málefnum þjóðarhallar fyrir handboltann á Íslandi er orðinn verulega pínlegur,“ skrifar Tómas í grein sinni og bætir við: „Enn pínlegra er málið svo orðið fyrir Framsóknarflokkinn og ráðherra þess, sem lofuðu íþróttahreyfingunni öllu fögru daginn fyrir síðustu alþingiskosningar og sögðu að tíminn fyrir byggingu þjóðarhallar væri „núna“. Orðið „núna“ hefur nú bæst við teygjanlega orðabankann.“ Um langt árabil hefur vantað íþróttahöll á Íslandi sem uppfyllir skilyrði alþjóðlegra íþróttasambanda á borð við handknattleikssamband Evrópu og körfuknattleikssamband Evrópu, fyrir alþjóðlegri keppni. Undanþágur hafa verið veittar fyrir leikjum í Laugardalshöll og í íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum. Selfyssingar fengu þó ekki leyfi til að spila í Meistaradeild Evrópu í handbolta karla þegar þeir sóttu um það árið 2019. Tómas segir að Selfyssingar séu tilbúnir í viðræður um að þjóðarhöllin rísi á Selfossi: „Er ekki bara best eins og staðan er nú, að ríkisstjórnin og ráðherrar Framsóknarflokksins horfi til þess að taka upp viðræður við sveitarfélagið Árborg um framtíðarstaðsetningu Þjóðarhallar fyrir handboltann? Ég er til í viðræður, boltinn er kominn til ykkar.“
Ný þjóðarhöll Handbolti Árborg Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti