Vill viðræður um þjóðarhöll á Selfossi Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2022 14:01 Strákarnir okkar gætu spilað heimaleiki sína á Selfossi ef hugmyndir formanns bæjarráðs Árborgar ganga eftir. Vísir/Hulda Margrét Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir gæti risið á Selfossi ef hugmyndir formanns bæjarráðs Árborgar ganga eftir. Hann kallar eftir samtali við ríkisstjórnina í ljósi „vandræðagangs í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar.“ Selfyssingar hafa hafið umfangsmikla uppbyggingu íþróttamannvirkja og er fyrsta áfanga lokið með vígslu 6.500 fermetra fjölnota íþróttahúsi, þar sem hægt er að stunda fótbolta og frjálsar íþróttir. Alls er áætlað að fullbyggð íþróttamiðstöð Selfyssinga verði 22.000 fermetrar og meðal annars verður byggt nýtt íþróttahús fyrir handbolta og körfubolta. Tómas Ellert Tómasson, formaður bæjarráðs Árborgar, hefur nú opnað á þann möguleika að það hús verði ný þjóðarhöll Íslands. Um þetta fjallar Tómas í aðsendri grein á Vísi í gær; „Þjóðarhöllin rísi í mekka handboltans.“ Ætla má að með því að lýsa Selfossi sem mekka handboltans vísi Tómas í þá staðreynd að í flaggskipi íslensks handbolta, karlalandsliðinu sem endaði í 6. sæti á EM í janúar, á Selfoss flesta fulltrúa. Í byrjun vikunnar kom í ljós að hvorki ný þjóðarhöll né nýr þjóðarleikvangur er kominn inn í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, fyrir árin 2023-2027.´ „Vandræðagangur í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar í málefnum þjóðarhallar fyrir handboltann á Íslandi er orðinn verulega pínlegur,“ skrifar Tómas í grein sinni og bætir við: „Enn pínlegra er málið svo orðið fyrir Framsóknarflokkinn og ráðherra þess, sem lofuðu íþróttahreyfingunni öllu fögru daginn fyrir síðustu alþingiskosningar og sögðu að tíminn fyrir byggingu þjóðarhallar væri „núna“. Orðið „núna“ hefur nú bæst við teygjanlega orðabankann.“ Um langt árabil hefur vantað íþróttahöll á Íslandi sem uppfyllir skilyrði alþjóðlegra íþróttasambanda á borð við handknattleikssamband Evrópu og körfuknattleikssamband Evrópu, fyrir alþjóðlegri keppni. Undanþágur hafa verið veittar fyrir leikjum í Laugardalshöll og í íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum. Selfyssingar fengu þó ekki leyfi til að spila í Meistaradeild Evrópu í handbolta karla þegar þeir sóttu um það árið 2019. Tómas segir að Selfyssingar séu tilbúnir í viðræður um að þjóðarhöllin rísi á Selfossi: „Er ekki bara best eins og staðan er nú, að ríkisstjórnin og ráðherrar Framsóknarflokksins horfi til þess að taka upp viðræður við sveitarfélagið Árborg um framtíðarstaðsetningu Þjóðarhallar fyrir handboltann? Ég er til í viðræður, boltinn er kominn til ykkar.“ Ný þjóðarhöll Handbolti Árborg Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Sjá meira
Selfyssingar hafa hafið umfangsmikla uppbyggingu íþróttamannvirkja og er fyrsta áfanga lokið með vígslu 6.500 fermetra fjölnota íþróttahúsi, þar sem hægt er að stunda fótbolta og frjálsar íþróttir. Alls er áætlað að fullbyggð íþróttamiðstöð Selfyssinga verði 22.000 fermetrar og meðal annars verður byggt nýtt íþróttahús fyrir handbolta og körfubolta. Tómas Ellert Tómasson, formaður bæjarráðs Árborgar, hefur nú opnað á þann möguleika að það hús verði ný þjóðarhöll Íslands. Um þetta fjallar Tómas í aðsendri grein á Vísi í gær; „Þjóðarhöllin rísi í mekka handboltans.“ Ætla má að með því að lýsa Selfossi sem mekka handboltans vísi Tómas í þá staðreynd að í flaggskipi íslensks handbolta, karlalandsliðinu sem endaði í 6. sæti á EM í janúar, á Selfoss flesta fulltrúa. Í byrjun vikunnar kom í ljós að hvorki ný þjóðarhöll né nýr þjóðarleikvangur er kominn inn í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, fyrir árin 2023-2027.´ „Vandræðagangur í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar í málefnum þjóðarhallar fyrir handboltann á Íslandi er orðinn verulega pínlegur,“ skrifar Tómas í grein sinni og bætir við: „Enn pínlegra er málið svo orðið fyrir Framsóknarflokkinn og ráðherra þess, sem lofuðu íþróttahreyfingunni öllu fögru daginn fyrir síðustu alþingiskosningar og sögðu að tíminn fyrir byggingu þjóðarhallar væri „núna“. Orðið „núna“ hefur nú bæst við teygjanlega orðabankann.“ Um langt árabil hefur vantað íþróttahöll á Íslandi sem uppfyllir skilyrði alþjóðlegra íþróttasambanda á borð við handknattleikssamband Evrópu og körfuknattleikssamband Evrópu, fyrir alþjóðlegri keppni. Undanþágur hafa verið veittar fyrir leikjum í Laugardalshöll og í íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum. Selfyssingar fengu þó ekki leyfi til að spila í Meistaradeild Evrópu í handbolta karla þegar þeir sóttu um það árið 2019. Tómas segir að Selfyssingar séu tilbúnir í viðræður um að þjóðarhöllin rísi á Selfossi: „Er ekki bara best eins og staðan er nú, að ríkisstjórnin og ráðherrar Framsóknarflokksins horfi til þess að taka upp viðræður við sveitarfélagið Árborg um framtíðarstaðsetningu Þjóðarhallar fyrir handboltann? Ég er til í viðræður, boltinn er kominn til ykkar.“
Ný þjóðarhöll Handbolti Árborg Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða