Innlent

Eldur kom upp í sendi­ferða­bíl í Hvera­gerði

Atli Ísleifsson skrifar
Hætta var á að eldurinn myndi valda skemmdum á byggingu verslunarinnar, enda einungis um fjórir metrar á milli.
Hætta var á að eldurinn myndi valda skemmdum á byggingu verslunarinnar, enda einungis um fjórir metrar á milli. Donatas Arlauskas

Mikill eldur kom upp í sendiferðabíl á bílaplaninu fyrir utan verslun Bónus í Sunnumörk í morgun.

Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, segir í samtali við Vísi að vel hafi gengið að slökkva eldinn og að útkallið hafi komið um klukkan 10:53.

„Bíll var þarna að koma keyrandi að inn á bílaplanið þegar kviknar í honum, líklega út frá rafkerfi bílsins. Þeir voru tveir í bílnum og ná að forða sér og hlaupa inn á lagerrými þar sem þeir náðu í brunaslöngu og reyna að verja bygginguna. Bíllinn var þarna einungis um fjóra metra frá þannig að það var hætta á að eldurinn myndi valda skemmdum á byggingunni. Þeir brugðust hárrétt við.“

Pétur segir að slökkviliðsbíll hafi svo komið á staðinn og slökkt í bílnum. Vel hafi gengið að ráða niðurlögum eldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×