Sveindís bjó til bæði mörkin er Wolfsburg tryggði sér sæti í undanúrslitum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. mars 2022 18:46 Sveindís Jane Jónsdóttir í baráttu við Noelle Maritz í leik kvöldsins. ANP via Getty Images Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg unnu 2-0 sigur gegn Arsenal í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og Wolfsburg fer því áfram eftir samanlagðan 3-1 sigur. Jill Roord kom heimakonum í Wolfsburg í forystu með marki eftir rétt tæplega tíu mínútna leik. Sveindís Jane náði þá að koma boltanum til hennar eftir darraðardans í teignum og Roord kom boltanum í netið. JILL ROORD STRIKES AGAINST HER FORMER CLUB 🔥🇬🇧🎙👉 https://t.co/mfPkrSipww 🇩🇪🎙👉 https://t.co/pHM14x6fBn pic.twitter.com/i3yLUVy3hg— DAZN Football (@DAZNFootball) March 31, 2022 Staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks, en heimakonur tvöfölduðu forystuna þegar rúmlega stundarfjórðungur var til leiksloka. Sveindís Jane fékk þá boltann úti á vinstri kantinum og keyrði upp að endalínu. Leah Williamson kom sér fyrir fyrirgjöf Sveindísar, en varð þá fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og staðan því orðin 2-0. OH NO... an own goal from Leah Williamson helps Wolfsburg extend their lead 😳🇬🇧🎙👉 https://t.co/mfPkrSipww 🇩🇪🎙👉 https://t.co/pHM14x6fBn pic.twitter.com/lW5wIXe6Ww— DAZN Football (@DAZNFootball) March 31, 2022 Þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð því samanlagður 3-1 sigur Wolfsburg. Sveindís og stöllur hennar eru komnar í undanúrslit þar sem liðið mætir ríkjandi meisturum í Barcelona. Fyrri leikur liðanna fer fram helgina 23. og 24. apríl. Leikurinn var í beinni útsendingu á Youtube og má sjá hann í spilaranum hér fyrir neðan. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna
Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg unnu 2-0 sigur gegn Arsenal í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og Wolfsburg fer því áfram eftir samanlagðan 3-1 sigur. Jill Roord kom heimakonum í Wolfsburg í forystu með marki eftir rétt tæplega tíu mínútna leik. Sveindís Jane náði þá að koma boltanum til hennar eftir darraðardans í teignum og Roord kom boltanum í netið. JILL ROORD STRIKES AGAINST HER FORMER CLUB 🔥🇬🇧🎙👉 https://t.co/mfPkrSipww 🇩🇪🎙👉 https://t.co/pHM14x6fBn pic.twitter.com/i3yLUVy3hg— DAZN Football (@DAZNFootball) March 31, 2022 Staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks, en heimakonur tvöfölduðu forystuna þegar rúmlega stundarfjórðungur var til leiksloka. Sveindís Jane fékk þá boltann úti á vinstri kantinum og keyrði upp að endalínu. Leah Williamson kom sér fyrir fyrirgjöf Sveindísar, en varð þá fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og staðan því orðin 2-0. OH NO... an own goal from Leah Williamson helps Wolfsburg extend their lead 😳🇬🇧🎙👉 https://t.co/mfPkrSipww 🇩🇪🎙👉 https://t.co/pHM14x6fBn pic.twitter.com/lW5wIXe6Ww— DAZN Football (@DAZNFootball) March 31, 2022 Þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð því samanlagður 3-1 sigur Wolfsburg. Sveindís og stöllur hennar eru komnar í undanúrslit þar sem liðið mætir ríkjandi meisturum í Barcelona. Fyrri leikur liðanna fer fram helgina 23. og 24. apríl. Leikurinn var í beinni útsendingu á Youtube og má sjá hann í spilaranum hér fyrir neðan.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti