Telur að pólitísk einangrun Rússa muni vara í langan tíma Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. mars 2022 17:16 Friðrik Jónsson er sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur að jafnvel þótt komi til vopnahlés eða friðarsamninga muni pólitísk einangrun Rússa vara í langan tíma. Friðrik ræddi um nokkrar af þeim sviðsmyndum sem blasa við í Úkraínu í Reykjavík síðdegis. Hann var beðinn um að rýna í mögulega atburðarás ef Rússar og Úkraínumenn myndu ná saman og stríðið myndi líða undir lok. Friðrik telur að það verði erfitt fyrir Rússa að ávinna sér traust hjá alþjóðasamfélaginu eftir innrásina, skrefin í átt til friðar verði bæði hæg og lítil. „Það er ekki þannig að það sé samið og allt fyrirgefið. Ég held þetta muni gerats í hægum skrefum. Við sáum að eftir yfirtökuna á Krímskaga vorið 2014 og aðgerðirnar í Donbas að þá voru settar á ýmsar viðskiptaþvinganir sem eru ekki eins magnaðar og núna en engu að síður þá lifðu þær áfram þrátt fyrir Minsk-samkomulagið því hernámið stóð enn yfir.“ „Ég held að pólitísk einangrun Rússa muni vara töluvert lengi eftir þetta. Það verður ekki auðvelt að komast til baka frá þessu.“ Friðrik telur að ef stríðinu ljúki með annað hvort vopnahléi eða friðarsamningum megi gera ráð fyrir því að Rússar muni eftir fremsta megni reyna að fá Vesturlönd til að vinda ofan af efnahagslegu refsiaðgerðunum. „Ég held það muni gerast seint, hægt og í fáum og smáum skrefum því við þurfum náttúrulega að sjá hvort samkomulagið verði raunverulegt.“ Þá sé aðalatriði að heyra hvað Úkraínumenn vilji að verði gert. Friðrik segir að sér finnist athyglisvert að sjá hvað gerist með Norðurslóðir með tilliti til pólitískrar einangrunar Rússa. „Það var mjög óvanalegt í Norðurskautsráðinu þegar sjö af átta ríkjum ákváðu að draga úr því samstarfi af því að það hefur lengi vel verið markmið […] að halda þessari pólitík utan við samráð á Norðurslóðum þannig að það var stórt skref að taka að færa þessa pólitík inn á borð Norðurskautsráðsins með þeim hætti sem var gert.“ Friðrik var spurður hvort hann væri bjartsýnn og hvort það væri einhver möguleiki á friðarsamningum. „Eins og ég hef reglulega sagt þá eigum við alltaf að halda í vonina en ég er mjög tortrygginn, svo ég viðurkenni það bara. Ég er hræddur um að þetta sé af hálfu Rússa einhvers konar ryk í augu og að raunveruleg meining á bakvið þetta sé takmörkuð,“ sagði Friðrik um fyrirheit Rússa í samningaviðræðunum. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Úkraínuforseti segir rússneskar hersveitir hafa verið hraktar á brott Fjörutíu og fimm hópferðabílar lögðu af stað til umsetinnar Mariupol í Í Úkraínu morgun í von um að hægt verði að koma stríðshrjáðum íbúum borgarinnar á brott. Forseti Úkraínu segir hersveitir Rússa ekki hafa dregið sig til baka frá útjaðri Kænugarðs heldur hafi þær verið hraktar á brott af úkraínska hernum. 31. mars 2022 12:12 Segir Rússa undirbúa stórsókn í Donbas Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa undirbúa stórsókn í austurhluta landsins. Rússar hafa sjálfir sagt að þeir hafi nú náð fyrstu hernaðarmarkmiðum sínum og nú standi fyrir dyrum að „frelsa“ Donbas. 31. mars 2022 06:46 Sendiherra Úkraínu hjá SÞ segir afvopnun Rússa vel á veg komna Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir afvopnun Rússa í Úkraínu ganga vel. Úkraínski herinn hafi skotið niður fjölda rússneskra flugvéla og eytt eða náð fjölda annarra hernaðartóla á sitt vald. Framkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna varar við miklu matvælaskorti í öðrum hrjáðum ríkjum og svæðum vegna stríðsins. 30. mars 2022 11:40 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Friðrik ræddi um nokkrar af þeim sviðsmyndum sem blasa við í Úkraínu í Reykjavík síðdegis. Hann var beðinn um að rýna í mögulega atburðarás ef Rússar og Úkraínumenn myndu ná saman og stríðið myndi líða undir lok. Friðrik telur að það verði erfitt fyrir Rússa að ávinna sér traust hjá alþjóðasamfélaginu eftir innrásina, skrefin í átt til friðar verði bæði hæg og lítil. „Það er ekki þannig að það sé samið og allt fyrirgefið. Ég held þetta muni gerats í hægum skrefum. Við sáum að eftir yfirtökuna á Krímskaga vorið 2014 og aðgerðirnar í Donbas að þá voru settar á ýmsar viðskiptaþvinganir sem eru ekki eins magnaðar og núna en engu að síður þá lifðu þær áfram þrátt fyrir Minsk-samkomulagið því hernámið stóð enn yfir.“ „Ég held að pólitísk einangrun Rússa muni vara töluvert lengi eftir þetta. Það verður ekki auðvelt að komast til baka frá þessu.“ Friðrik telur að ef stríðinu ljúki með annað hvort vopnahléi eða friðarsamningum megi gera ráð fyrir því að Rússar muni eftir fremsta megni reyna að fá Vesturlönd til að vinda ofan af efnahagslegu refsiaðgerðunum. „Ég held það muni gerast seint, hægt og í fáum og smáum skrefum því við þurfum náttúrulega að sjá hvort samkomulagið verði raunverulegt.“ Þá sé aðalatriði að heyra hvað Úkraínumenn vilji að verði gert. Friðrik segir að sér finnist athyglisvert að sjá hvað gerist með Norðurslóðir með tilliti til pólitískrar einangrunar Rússa. „Það var mjög óvanalegt í Norðurskautsráðinu þegar sjö af átta ríkjum ákváðu að draga úr því samstarfi af því að það hefur lengi vel verið markmið […] að halda þessari pólitík utan við samráð á Norðurslóðum þannig að það var stórt skref að taka að færa þessa pólitík inn á borð Norðurskautsráðsins með þeim hætti sem var gert.“ Friðrik var spurður hvort hann væri bjartsýnn og hvort það væri einhver möguleiki á friðarsamningum. „Eins og ég hef reglulega sagt þá eigum við alltaf að halda í vonina en ég er mjög tortrygginn, svo ég viðurkenni það bara. Ég er hræddur um að þetta sé af hálfu Rússa einhvers konar ryk í augu og að raunveruleg meining á bakvið þetta sé takmörkuð,“ sagði Friðrik um fyrirheit Rússa í samningaviðræðunum.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Úkraínuforseti segir rússneskar hersveitir hafa verið hraktar á brott Fjörutíu og fimm hópferðabílar lögðu af stað til umsetinnar Mariupol í Í Úkraínu morgun í von um að hægt verði að koma stríðshrjáðum íbúum borgarinnar á brott. Forseti Úkraínu segir hersveitir Rússa ekki hafa dregið sig til baka frá útjaðri Kænugarðs heldur hafi þær verið hraktar á brott af úkraínska hernum. 31. mars 2022 12:12 Segir Rússa undirbúa stórsókn í Donbas Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa undirbúa stórsókn í austurhluta landsins. Rússar hafa sjálfir sagt að þeir hafi nú náð fyrstu hernaðarmarkmiðum sínum og nú standi fyrir dyrum að „frelsa“ Donbas. 31. mars 2022 06:46 Sendiherra Úkraínu hjá SÞ segir afvopnun Rússa vel á veg komna Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir afvopnun Rússa í Úkraínu ganga vel. Úkraínski herinn hafi skotið niður fjölda rússneskra flugvéla og eytt eða náð fjölda annarra hernaðartóla á sitt vald. Framkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna varar við miklu matvælaskorti í öðrum hrjáðum ríkjum og svæðum vegna stríðsins. 30. mars 2022 11:40 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Úkraínuforseti segir rússneskar hersveitir hafa verið hraktar á brott Fjörutíu og fimm hópferðabílar lögðu af stað til umsetinnar Mariupol í Í Úkraínu morgun í von um að hægt verði að koma stríðshrjáðum íbúum borgarinnar á brott. Forseti Úkraínu segir hersveitir Rússa ekki hafa dregið sig til baka frá útjaðri Kænugarðs heldur hafi þær verið hraktar á brott af úkraínska hernum. 31. mars 2022 12:12
Segir Rússa undirbúa stórsókn í Donbas Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa undirbúa stórsókn í austurhluta landsins. Rússar hafa sjálfir sagt að þeir hafi nú náð fyrstu hernaðarmarkmiðum sínum og nú standi fyrir dyrum að „frelsa“ Donbas. 31. mars 2022 06:46
Sendiherra Úkraínu hjá SÞ segir afvopnun Rússa vel á veg komna Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir afvopnun Rússa í Úkraínu ganga vel. Úkraínski herinn hafi skotið niður fjölda rússneskra flugvéla og eytt eða náð fjölda annarra hernaðartóla á sitt vald. Framkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna varar við miklu matvælaskorti í öðrum hrjáðum ríkjum og svæðum vegna stríðsins. 30. mars 2022 11:40