Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir segir fréttir klukkan 18.30.
Erla Björg Gunnarsdóttir segir fréttir klukkan 18.30. Vísir

Kona sem varð 75 prósent öryrki eftir fæðingu sonar síns um aldamótin segir að heilbrigðiskerfið hafi brugðist henni og syninum, sem var hætt kominn í fæðingunni. Doktor í félagsfræði segir ofuráherslu á náttúrulegar fæðingar á Íslandi skaðlega mæðrum.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og rætt við formann Félags ljósmæðra um þá gagnrýni sem komið hefur fram á síðustu dögum.

Við fylgjumst einnig með gangi mála í Úkraínu þar sem allt bendir til að Rússar séu að safna liði til stórsóknar í austurhluta landsins. Flóttafólk sem kom til Póllands í dag segir ekkert að marka yfirlýsingar þeirra um að hernaðaraðgerðum væri lokið í norðurhluta Úkraínu.

Þá kynnum við okkur ákall um lestarsamgöngur á Íslandi, heyrum í Reykvíkingum á fyrsta eiginlega vordegi ársins og kíkjum á danssýningu í Borgarleikhúsinu.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×