Lárus: Þurfum að horfa á stóru myndina Smári Jökull Jónsson skrifar 31. mars 2022 21:32 Lárus Jónsson er þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn sem hefur titil að verja í úrslitakeppninni sem framundan er. Vísir/Bára Dröfn Lárus Jónsson sagði lítið að marka úrslitin í leiknum gegn Grindavík í kvöld enda heimaliðið án tveggja sterkra leikmmanna. Hann sagði Þórsara ekki geta verið alltof ósátta þó deildarmeistaratitillinn hafi runnið úr þeirra greipum. „Við komum inn í leikinn til að vinna og það var miklu meira undir í leiknum fyrir okkur en Grindavík. Það skekkir myndina gríðarlega að þeir séu ekki með þessa tvo leikmenn, þeir hjálpa mikið inni í teig og við fengum mikið af opnum skotum. Það er lítið að marka þessi úrslit myndi ég segja,“ sagði Lárus í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. Grindavík lék án þeirra EC Matthews og Ivan Aurrecoechea sem eru tveir af þeirra sterkustu mönnum. Báðir eiga við meiðsli að stríða en vonir standa þó til að þeir verði með í 8-liða úrslitunum sem hefjast í næstu viku. „Við hittum vel og heilt yfir er ég ágætlega sáttur, við gerum einhver mistök í vörninni sem við lögum. Þetta var ekki fullkominn leikur, svolítið af aulalegum töpuðum boltum sem við þurfum að laga,“ bætti Lárus við og viðurkenndi að tapið gegn Tindastól í síðustu umferð sviði en með sigri þar hefði deildarmeistaratitillinn verið í seilingarfjarlægð. „Við verðum að reyna að horfa á stóru myndina, við erum með níu sigra og tvo tapleiki eftir áramót og töpum fimm leikjum í heildina í vetur. Njarðvík og við erum búin að vera jöfnustu liðin í vetur þannig að við getum ekkert verið neitt rosalega ósáttir.“ Framundan eru 8-liða úrslitin og þar mæta Þórsarar einmitt Grindvíkingum. Lárus á von á því að þeir EC Matthews og Ivan Aurrecochea verði mættir til leiks í næstu viku. „Klárlega, ef þessi leikur hefði skipt máli þá held ég að þessir tveir hestar hefðu spilað. Hún leggst ágætlega í mig þessi rimma, við höfum skipt leikjunum í vetur. Þeir eru aðeins öðruvísi núna en þegar við spiluðum við þá fyrst, EC er aðalmaðurinn þeirra og ég hlakka bara til.“ Hann sagði að Þórsarar yrðu að vera klárir í að mæta orkumiklum Grindvíkingum í rimmunni sem hefst í næstu viku. „Við þurfum að stoppa Ivan undir körfunni og reyna að hemja EC einn á einn. Þeir eru með frábærar skyttur í Ólafi og Kristni. Við þurfum að jafna orkustigið þeirra. Óli og Kiddi geta verið ansi graðir á hringinn. Við þurfum að vera duglegir að stíga út og vera fastir fyrir.“ UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
„Við komum inn í leikinn til að vinna og það var miklu meira undir í leiknum fyrir okkur en Grindavík. Það skekkir myndina gríðarlega að þeir séu ekki með þessa tvo leikmenn, þeir hjálpa mikið inni í teig og við fengum mikið af opnum skotum. Það er lítið að marka þessi úrslit myndi ég segja,“ sagði Lárus í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. Grindavík lék án þeirra EC Matthews og Ivan Aurrecoechea sem eru tveir af þeirra sterkustu mönnum. Báðir eiga við meiðsli að stríða en vonir standa þó til að þeir verði með í 8-liða úrslitunum sem hefjast í næstu viku. „Við hittum vel og heilt yfir er ég ágætlega sáttur, við gerum einhver mistök í vörninni sem við lögum. Þetta var ekki fullkominn leikur, svolítið af aulalegum töpuðum boltum sem við þurfum að laga,“ bætti Lárus við og viðurkenndi að tapið gegn Tindastól í síðustu umferð sviði en með sigri þar hefði deildarmeistaratitillinn verið í seilingarfjarlægð. „Við verðum að reyna að horfa á stóru myndina, við erum með níu sigra og tvo tapleiki eftir áramót og töpum fimm leikjum í heildina í vetur. Njarðvík og við erum búin að vera jöfnustu liðin í vetur þannig að við getum ekkert verið neitt rosalega ósáttir.“ Framundan eru 8-liða úrslitin og þar mæta Þórsarar einmitt Grindvíkingum. Lárus á von á því að þeir EC Matthews og Ivan Aurrecochea verði mættir til leiks í næstu viku. „Klárlega, ef þessi leikur hefði skipt máli þá held ég að þessir tveir hestar hefðu spilað. Hún leggst ágætlega í mig þessi rimma, við höfum skipt leikjunum í vetur. Þeir eru aðeins öðruvísi núna en þegar við spiluðum við þá fyrst, EC er aðalmaðurinn þeirra og ég hlakka bara til.“ Hann sagði að Þórsarar yrðu að vera klárir í að mæta orkumiklum Grindvíkingum í rimmunni sem hefst í næstu viku. „Við þurfum að stoppa Ivan undir körfunni og reyna að hemja EC einn á einn. Þeir eru með frábærar skyttur í Ólafi og Kristni. Við þurfum að jafna orkustigið þeirra. Óli og Kiddi geta verið ansi graðir á hringinn. Við þurfum að vera duglegir að stíga út og vera fastir fyrir.“
UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira