Körfubolti

Pétur verður áfram í Kópavoginum: „Framtíðin er björt hjá Blikum“

Hjörvar Ólafsson skrifar
Pétur Ingvarsson verður áfram þjálfari Breiðabliks.
Pétur Ingvarsson verður áfram þjálfari Breiðabliks. Hulda Margrét

Pétur Ingvarsson verður áfram í brúnni hjá karlaliði Breiðabliks í körfubolta. Breiðablik sem var nýliði í deildinni á yfirstandandi leiktíð missti á einkar svekkjandi hátt af sæti í úrslitakeppni Subway-deildarinnar í kvöld.

„Framtíðin er björt hjá Blikum og ég er spenntur fyrir framhaldinu. Ég er nýbúinn að skrifa undir tveggja ára samning og ætla að halda áfram að byggja upp lið sem spilar skemmtilegan og árangursríkan körfubolta," sagði þjálfarinn margreyndi um næsta tímabil.

Pétur tók við stjórnartaumunum Blikum vorið 2018 en þar áður þjálfaði hann Hamar, Ármann, Skallagrím og uppeldisfélag sitt, Hauka.

Breiðablik hefur farið á milli efstu og næstefstu deildar í stjórnartíð Péturs en hélt sæti sínu í deildinni að þessu sinni og var grátlega nærri því að komast í úrslitakeppnina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×