1. apríl 2022: Þríeykið gert ódauðlegt, nýr Íþróttaálfur tekur við og Sumarbúð Íslendinga rís Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. apríl 2022 17:33 Aprílgöbbin voru af ýmsum toga í ár. Fyrsti apríl, dagurinn sem fólk ýmist elskar eða elskar að hata, er nú genginn í garð enn einu sinni og strax á miðnætti hófust fyrirtæki, fréttamiðlar, fyrirtæki og einstaklingar handa við að reyna að gabba Íslendinga. Fréttastofa hefur tekið saman nokkur helstu göbb dagsins en sitt sýnist hverjum um hversu frumleg eða trúverðug þau eru í ár. Þórólfur, Víðir og Alma í styttuformi standa vaktina Lesendur Vísis hafa eflaust margir hverjir tekið eftir því í dag frétt var birt á vefnum um að til stæði að afhjúpa styttu af þríeykinu svokallaða, Ölmu Möller landlækni, Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni, við hátíðlega athöfn við Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð. Hálftíma eftir að bein útsending hófst birtist Víðir á skjánum. „Ég er ekki hérna til þess að ræða stöðu faraldursins að þessu sinni heldur vildi ég nýta tækifærið og þakka þjóðinni fyrir samstöðuna, traustið og ekki síst húmorinn, sem ég tel hafa hjálpað okkur mikið í gegnum þetta allt saman. Það eru því miður engar styttur til þess að afhjúpa og þið eruð búin að hlaupa fyrsta apríl,“ sagði Víðir léttur í bragði að lokum. Samtökin 78 létu RÚV hlaupa apríl Líklega hefur enginn fallið jafn vel fyrir aprílgabbi þetta árið og umsjónarmenn Síðdegisútvarpsins á Rás 2. Þar ræddu þeir við Sigrúnu nokkra Jónsdóttur sem kynnti sig sem sambandssérfræðing samkynhneigðra gæludýra og eigenda og viðburð fyrir utan samtökin. Ingunn Lára Kristjánsdóttir, blaðamaður og skemmtikraftur, brá sér í gervi fræðingsins en Sigurgeir Ingi Auðar-Þorkelsson átti hugmyndina að hrekknum. Ingunn Lára deildi broti úr samtali hennar, sem Sigrún, við þau Andra Frey Viðarsson og Gunnu Dís í þættinum. Sem sönnun, að þau hefðu fallið fyrir brandaranum, birti hún líka brot úr samantekt í þáttarlok þar sem þau upplýstu að ekki hefði verið neitt aprílgabb í Síðdegisútvarpinu í ár, eða svo töldu þau. Samtökin 78 eiga heiðurinn af besta aprílgabbi dagsins og létu RÚV svo sannarlega hlaupa apríl. Ég lék lítið hlutverk í beinni í Síðdegisútvarpinu sem sambandssérfræðingur samkynhneigðra gæludýra og eigenda, Sigrún Jónsdóttir. pic.twitter.com/bfKPlWIvs6— Ingunn Eitthvað (@IngaLalu) April 1, 2022 Evergreen klúðrið endurleikið á Ísafirði með rússneskum fraktara Greint var frá því á síðu Ísafjarðarhafnar á Facebook í morgun að rússneskur fraktari hafi komið í nótt og fest sig milli Ísafjarðarflugvallar og Suðurtanga. Í færslunni sagði að áhafnameðlimir hefðu „misskilið rússneskuna hjá hafnarstjóranum og vanmetið aðstæður,“ og að til stæði að ná skipinu út í kvöld. „Til að létta skipið að framan þá er nú þegar búið að setja upp á land í Suðurtanga 225 bretti af Molotow bjór og 78 bretti af Smirnow vodka. 19 bretti af Síberíu nautalundir er líka komið uppá flugvöll,“ segir í færslunni. Aprílgabb Ísafjarðarhafnar minnir óneitanlega á Evergreen klúðrið í Súsesskurði en skipið strandaði eftirminnilega í skurðinum í maí í fyrra. Alltaf sumar á Þingvöllum til að bregðast við snjódepurð Loks er tekið að vora eftir erfiðan vetur og hafa landsmenn eflaust fengið nóg af snjó í bili. Það var því við hæfi þegar greint var frá því á Facebook síðu Þjóðgarðsins á Þingvöllum að forsætisráðherra og þjóðgarðsvörður hafi hafið verkefnið „Snjóinn burt og sumarið kjurrt“ á Þingvöllum. Átti þar með að moka burt síðasta snjónum en einnig taka fyrstu skóflustunguna að Sumarbúð Íslendinga, þar sem alltaf yrði sumar. „Þegar janúar-, febrúar- og marsmánuðir leika landið grátt og þjóðin finnur fyrir leiða af snjódepurð, verður hægt að skunda á Þingvöll og treysta vor heit í 25 gráðu hita og njóta lystisemda Þingvallasvæðisins meðal annars soðin Þingvallasilung og feitt sauðakjöt úr Þingvallasveit og renna niður með íssköldu Þingvallavatni í sumarhita,“ sagði í færslunni. Nýr Íþróttaálfur kynntur til leiks Björgvin Karl Guðmundsson, ein skærasta Crossfit stjarna Íslendinga, tilkynnti það á Instagram í dag að hann væri hættur í Crossfit og að hann væri með stórar fréttir: Hann kæmi til með að taka við af Magnúsi Scheving sem Íþróttaálfurinn. Í færslunni segir Björgvin að honum hafi alltaf dreymt um að gerast leikari og að hann hafi vonast til að elta þann draum þegar Crossfit ævintýri hans væri lokið. Honum hafi verið boðið hlutverkið fyrir nokkrum mánuðum og ekki geta neitað. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Kári spenntur fyrir karfa Kára Fréttablaðið greindi frá því í morgun að matreiðslumeistarar á Brút, í samstarfi við Háskóla Íslands og Íslenska erfðagreiningu, hafi ræktað steikur og fiskflök til manneldis sem hluti af verkefninu „Samviskupróteinið.“ Haft var eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að um væri að ræða tímamótatilraun. Lesendum var boðið upp á tilboð á tveggja rétta seðli í hádeginu á Brút í tilefni dagsins þar sem „Samvisku-nautatartar og jarðskokkamauk“ væri í forrétt og „karfi, „Kári“ með tómötum, ólifum og ólífuolíu“ í aðalrétt. Sjálfur Kári myndi síðan mæta og kvaðst hann spenntur. „Eins spenntur og svona skarfur eins og ég getur orðið.“ Ljóminn fær nýtt hlutverk Snyrtivöruverslunin Body Shop hefur sjaldan verið þekkt sem íslensk verslun en greint var frá einstöku samstarfsverkefni á heimasíðu Body Shop í dag þar sem íslenskt smjörlíki spilar lykilhlutverk. Verslunin býður upp á prufu af Ljómandi Body Butter-inu sem er sagt vera einstaklega rakagefandi og hentar vel fyrir þurra húð. Þá skilur varan eftir fallegan ljóma og er vegan í þokkabót. Gal Gadot fær sér íslenska klippingu Fjölmörgum götum í miðbæ Reykjavíkur verður lokað í fjóra daga frá og með morgundeginum þegar tökur á Netflix-myndinni Heart of Stone fara fram. Meðal þeirra sem eru á landinu við tökurnar er stórleikkonan Gal Gadot, Ofurkonan sjálf. Það var því ekki langsótt þegar Mannlíf sló því upp að Gadot ætti erindi á hársnyrtistofuna Gossip í dag. Átti leikkonan að vera á staðnum um ellefu leytið en Mannlíf sagði Dagmar Ásmundsdóttir, eina af eigendum Gossip, þó ekki geta staðfest fregnirnar. Nýtt ræktarkort lítur dagsins ljós Líkamsræktarstöðin Afrek sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem greint var frá nýrri áskriftarleið en um var að ræða leið fyrir fólk sem vildi eiga kort í ræktina án þess að þurfa að mæta á staðinn. Í áskriftinni fólst ekki aðgangur að stöðinni en þó handskrifað jólakort. Haft var eftir framkvæmdastjóra stöðvarinnar að mikil eftirspurn væri eftir þessu. „Korthafarnir okkar mæta mjög vel — sumir oft í viku. Við áttuðum okkur hins vegar fljótlega á því að við værum ekki að sinna stórum hópi fólks sem mætir aldrei en vill samt eðlilega eiga kort í ræktina.“ Zuckerberg kemur loksins til Íslands Auglýsingaherferð Íslandsstofu vakti talsverða athygli í nóvember síðastliðnum en þar var gert grín að Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, og sýndaveruleikaheimi fyrirtækisins Meta. Í auglýsingunni brá Jörundur Ragnarsson leikari sér í hlutverk karaktersins Zack Mossbergsson til að kynna „Icelandverse.“ Sjálfur sá Zuckerberg auglýsinguna og hafði gaman af. Auglýsingastofan Sahara sá sér leik á borði í ár og tilkynntu á Facebook síðu sinni að Zuckerberg væri mættur til landsins og yrði með opinn fund á skrifstofu þeirra milli tólf og eitt. Sólgular holur ættu að vekja athygli Bílaeigendur voru mögulega vongóðir til að byrja með um að frétt Morgunblaðsins væri ekki aprílgabb en í fréttinni kom fram að Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, hafi ákveðið að fylla í holur sem höfðu myndast eftir veturinn á götum borgarinnar. „Það er óþolandi að vegfarendum sé boðið upp á þetta laskaða vegakerfi enn eitt árið,“ var haft eftir Runólfi Ólafssyni, framkvæmdastjóra FÍB. Í fréttinni kom fram að FÍB væri með sérútbúinn bíl til að fylla í holur með efni sem átti að vera sólgult á litinn til að auka frekar öryggi vegfarenda. Lesendum var boðið upp á kynningu á nýju tækninni við skrifstofur félagsins við Skúlagötu milli klukkan níu og tíu í morgun. Heimsendingar snúa aftur til fortíðar Nánast allir matreiðslustaðir bjóða upp á heimsendingu nú til dags sem hefur einfaldað mörgum lífið en sífellt er verið að leita nýrra leiða til að bæta afhendingarmátann. Í dag boðaði Aha.is nýjan afhendingarmáta, fimm gæðingar ættu eftir að bætast í flotann og myndi sendingargjald til að mynda ráðast af gangtegund hrossanna. „Ákveðið var að velja öruggan og þægilegan ferðamáta sem hefur reynst Íslendingum vel öldum saman” er haft eftir Helga Má Þórðarsyni, einum eiganda Aha.is. „Í Aha stóðinu, sem staðsett er í Hafnarfirði er einnig að finna þrjá verðlauna skeiðhesta sem verða sérstaklega notaðir í hraðsendingar á súpu” er haft eftir Andra Davíð Péturssyni, sem er titlaður sem hestasveinn Aha.is. Frítt áfengi og símar í fjörunni Víkurfréttir greindu frá því í færslu á Facebook síðu sinni skömmu eftir miðnætti í nótt að margir væru búnir að næla sér í ókeypis bjórkassa sem væri að finna við Vínbúðina í Krossmóa í Reykjanesbæ en fullt bretti átti að hafa verið yfirgefið þar. Fréttatíminn greindi þá frá því að vörugámar frá Ameríku hafi rekið á land á Álftanesi en í frétt miðilsins sagði að iPhone 13 Pro símar, dýrar tölvur og áfengi væri að finna í fjörunni. Haft var eftir einstaklingi sem átti að hafa verið í fjörunni að margir hafi komið og hirt hluti úr gáminum og hvatti fleiri til að gera slíkt hið sama. Fálkinn kemur heim Fálkinn er eitt helsta einkennismerki Sjálfstæðisflokksins en þeir eru þó sjaldséðir í byggð. Flokkurinn greindi þó frá því á Facebook í dag að fálkapar hafi gert sig heimkomið í trjálundi við Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins. Í færslunni er tekið fram að varptími fálka hefjist á þessum tíma árs og því ekki óeðlileg sjón, þó að um óeðlilegan stað sé að ræða. Flokkurinn hvatti fólk sem vildi koma og berja fálkana augum um að fara varlega og valda sem minnstri truflun. Domino's kynnir nýjan aukahlut Domino's hefur í gegnum tíðina kynnt ýmis konar nýjungar en í Facebook færslu Domino's á Íslandi í dag er greint frá nýjustu viðbótinni sem átti að hafa slegið í gegn í Bandaríkjunum og væri nú komin til landsins: Pizzuberinn. Í tilefni þess tilkynnti fyrirtækið að 50 heppnir viðskiptavinir sem keyptu máltíð á dominos.is eða með appinu myndu vinna pizzubera í dag. „Komdu við í Skeifunni á milli kl. 11 og 12 og þú gætir eignast þinn pizzubera!“ Söguleg tíðindi úr Hvalfirðinum Fiskeldi er tíðrætt í íslensku samfélagi en Landssamband smábátaeigenda greindi frá þeim furðulegu tíðindum á síðu sinni í dag að látið yrði reyna á langreyðaeldi í Hvalfirði. Sagt er að Kristján nokkur Leifsson, eigandi Hvals hf, hafi á undanförnum fimm árum keypt upp alla strandlengjuna í Hvalfirði í þeim tilgangi. Í frétt á vef Landssambands smábátaeigenda kemur fram að þau hafi sent matvælaráðherra athugasemdir vegna þessa fyrirætlana og lýst efasemdum um að áætlanir standist. Yrði það í fyrsta sinn í heiminum sem látið yrði reyna á hvaleldi og óhætt að segja að það yrði verulega umdeilt. Aprílgabb Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir 1. apríl 2021: Fríar þyrluferðir, lítið notuð kynlífstæki og óvænt bóluefni í boði Fólk og fyrirtæki keppast gjarnan við að reyna að láta fólk hlaupa apríl á fyrsta degi þessa herrans mánaðar sem er í dag. Þótt almenna reglan hafi í gegnum tíðina verið sú að reyna að fá fólk til að hlaupa apríl í orðsins fyllstu merkingu, það er í tíma og rúmi, þá hafa göbbin í ár líkt og í fyrra mörg einkennst af því að vera á rafrænu formi með einum eða örðum hætti í ljósi kórónuveirufaraldursins. 1. apríl 2021 18:04 Mest lesið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Afi og málari Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Afi og málari Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Sjá meira
Þórólfur, Víðir og Alma í styttuformi standa vaktina Lesendur Vísis hafa eflaust margir hverjir tekið eftir því í dag frétt var birt á vefnum um að til stæði að afhjúpa styttu af þríeykinu svokallaða, Ölmu Möller landlækni, Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni, við hátíðlega athöfn við Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð. Hálftíma eftir að bein útsending hófst birtist Víðir á skjánum. „Ég er ekki hérna til þess að ræða stöðu faraldursins að þessu sinni heldur vildi ég nýta tækifærið og þakka þjóðinni fyrir samstöðuna, traustið og ekki síst húmorinn, sem ég tel hafa hjálpað okkur mikið í gegnum þetta allt saman. Það eru því miður engar styttur til þess að afhjúpa og þið eruð búin að hlaupa fyrsta apríl,“ sagði Víðir léttur í bragði að lokum. Samtökin 78 létu RÚV hlaupa apríl Líklega hefur enginn fallið jafn vel fyrir aprílgabbi þetta árið og umsjónarmenn Síðdegisútvarpsins á Rás 2. Þar ræddu þeir við Sigrúnu nokkra Jónsdóttur sem kynnti sig sem sambandssérfræðing samkynhneigðra gæludýra og eigenda og viðburð fyrir utan samtökin. Ingunn Lára Kristjánsdóttir, blaðamaður og skemmtikraftur, brá sér í gervi fræðingsins en Sigurgeir Ingi Auðar-Þorkelsson átti hugmyndina að hrekknum. Ingunn Lára deildi broti úr samtali hennar, sem Sigrún, við þau Andra Frey Viðarsson og Gunnu Dís í þættinum. Sem sönnun, að þau hefðu fallið fyrir brandaranum, birti hún líka brot úr samantekt í þáttarlok þar sem þau upplýstu að ekki hefði verið neitt aprílgabb í Síðdegisútvarpinu í ár, eða svo töldu þau. Samtökin 78 eiga heiðurinn af besta aprílgabbi dagsins og létu RÚV svo sannarlega hlaupa apríl. Ég lék lítið hlutverk í beinni í Síðdegisútvarpinu sem sambandssérfræðingur samkynhneigðra gæludýra og eigenda, Sigrún Jónsdóttir. pic.twitter.com/bfKPlWIvs6— Ingunn Eitthvað (@IngaLalu) April 1, 2022 Evergreen klúðrið endurleikið á Ísafirði með rússneskum fraktara Greint var frá því á síðu Ísafjarðarhafnar á Facebook í morgun að rússneskur fraktari hafi komið í nótt og fest sig milli Ísafjarðarflugvallar og Suðurtanga. Í færslunni sagði að áhafnameðlimir hefðu „misskilið rússneskuna hjá hafnarstjóranum og vanmetið aðstæður,“ og að til stæði að ná skipinu út í kvöld. „Til að létta skipið að framan þá er nú þegar búið að setja upp á land í Suðurtanga 225 bretti af Molotow bjór og 78 bretti af Smirnow vodka. 19 bretti af Síberíu nautalundir er líka komið uppá flugvöll,“ segir í færslunni. Aprílgabb Ísafjarðarhafnar minnir óneitanlega á Evergreen klúðrið í Súsesskurði en skipið strandaði eftirminnilega í skurðinum í maí í fyrra. Alltaf sumar á Þingvöllum til að bregðast við snjódepurð Loks er tekið að vora eftir erfiðan vetur og hafa landsmenn eflaust fengið nóg af snjó í bili. Það var því við hæfi þegar greint var frá því á Facebook síðu Þjóðgarðsins á Þingvöllum að forsætisráðherra og þjóðgarðsvörður hafi hafið verkefnið „Snjóinn burt og sumarið kjurrt“ á Þingvöllum. Átti þar með að moka burt síðasta snjónum en einnig taka fyrstu skóflustunguna að Sumarbúð Íslendinga, þar sem alltaf yrði sumar. „Þegar janúar-, febrúar- og marsmánuðir leika landið grátt og þjóðin finnur fyrir leiða af snjódepurð, verður hægt að skunda á Þingvöll og treysta vor heit í 25 gráðu hita og njóta lystisemda Þingvallasvæðisins meðal annars soðin Þingvallasilung og feitt sauðakjöt úr Þingvallasveit og renna niður með íssköldu Þingvallavatni í sumarhita,“ sagði í færslunni. Nýr Íþróttaálfur kynntur til leiks Björgvin Karl Guðmundsson, ein skærasta Crossfit stjarna Íslendinga, tilkynnti það á Instagram í dag að hann væri hættur í Crossfit og að hann væri með stórar fréttir: Hann kæmi til með að taka við af Magnúsi Scheving sem Íþróttaálfurinn. Í færslunni segir Björgvin að honum hafi alltaf dreymt um að gerast leikari og að hann hafi vonast til að elta þann draum þegar Crossfit ævintýri hans væri lokið. Honum hafi verið boðið hlutverkið fyrir nokkrum mánuðum og ekki geta neitað. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Kári spenntur fyrir karfa Kára Fréttablaðið greindi frá því í morgun að matreiðslumeistarar á Brút, í samstarfi við Háskóla Íslands og Íslenska erfðagreiningu, hafi ræktað steikur og fiskflök til manneldis sem hluti af verkefninu „Samviskupróteinið.“ Haft var eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að um væri að ræða tímamótatilraun. Lesendum var boðið upp á tilboð á tveggja rétta seðli í hádeginu á Brút í tilefni dagsins þar sem „Samvisku-nautatartar og jarðskokkamauk“ væri í forrétt og „karfi, „Kári“ með tómötum, ólifum og ólífuolíu“ í aðalrétt. Sjálfur Kári myndi síðan mæta og kvaðst hann spenntur. „Eins spenntur og svona skarfur eins og ég getur orðið.“ Ljóminn fær nýtt hlutverk Snyrtivöruverslunin Body Shop hefur sjaldan verið þekkt sem íslensk verslun en greint var frá einstöku samstarfsverkefni á heimasíðu Body Shop í dag þar sem íslenskt smjörlíki spilar lykilhlutverk. Verslunin býður upp á prufu af Ljómandi Body Butter-inu sem er sagt vera einstaklega rakagefandi og hentar vel fyrir þurra húð. Þá skilur varan eftir fallegan ljóma og er vegan í þokkabót. Gal Gadot fær sér íslenska klippingu Fjölmörgum götum í miðbæ Reykjavíkur verður lokað í fjóra daga frá og með morgundeginum þegar tökur á Netflix-myndinni Heart of Stone fara fram. Meðal þeirra sem eru á landinu við tökurnar er stórleikkonan Gal Gadot, Ofurkonan sjálf. Það var því ekki langsótt þegar Mannlíf sló því upp að Gadot ætti erindi á hársnyrtistofuna Gossip í dag. Átti leikkonan að vera á staðnum um ellefu leytið en Mannlíf sagði Dagmar Ásmundsdóttir, eina af eigendum Gossip, þó ekki geta staðfest fregnirnar. Nýtt ræktarkort lítur dagsins ljós Líkamsræktarstöðin Afrek sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem greint var frá nýrri áskriftarleið en um var að ræða leið fyrir fólk sem vildi eiga kort í ræktina án þess að þurfa að mæta á staðinn. Í áskriftinni fólst ekki aðgangur að stöðinni en þó handskrifað jólakort. Haft var eftir framkvæmdastjóra stöðvarinnar að mikil eftirspurn væri eftir þessu. „Korthafarnir okkar mæta mjög vel — sumir oft í viku. Við áttuðum okkur hins vegar fljótlega á því að við værum ekki að sinna stórum hópi fólks sem mætir aldrei en vill samt eðlilega eiga kort í ræktina.“ Zuckerberg kemur loksins til Íslands Auglýsingaherferð Íslandsstofu vakti talsverða athygli í nóvember síðastliðnum en þar var gert grín að Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, og sýndaveruleikaheimi fyrirtækisins Meta. Í auglýsingunni brá Jörundur Ragnarsson leikari sér í hlutverk karaktersins Zack Mossbergsson til að kynna „Icelandverse.“ Sjálfur sá Zuckerberg auglýsinguna og hafði gaman af. Auglýsingastofan Sahara sá sér leik á borði í ár og tilkynntu á Facebook síðu sinni að Zuckerberg væri mættur til landsins og yrði með opinn fund á skrifstofu þeirra milli tólf og eitt. Sólgular holur ættu að vekja athygli Bílaeigendur voru mögulega vongóðir til að byrja með um að frétt Morgunblaðsins væri ekki aprílgabb en í fréttinni kom fram að Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, hafi ákveðið að fylla í holur sem höfðu myndast eftir veturinn á götum borgarinnar. „Það er óþolandi að vegfarendum sé boðið upp á þetta laskaða vegakerfi enn eitt árið,“ var haft eftir Runólfi Ólafssyni, framkvæmdastjóra FÍB. Í fréttinni kom fram að FÍB væri með sérútbúinn bíl til að fylla í holur með efni sem átti að vera sólgult á litinn til að auka frekar öryggi vegfarenda. Lesendum var boðið upp á kynningu á nýju tækninni við skrifstofur félagsins við Skúlagötu milli klukkan níu og tíu í morgun. Heimsendingar snúa aftur til fortíðar Nánast allir matreiðslustaðir bjóða upp á heimsendingu nú til dags sem hefur einfaldað mörgum lífið en sífellt er verið að leita nýrra leiða til að bæta afhendingarmátann. Í dag boðaði Aha.is nýjan afhendingarmáta, fimm gæðingar ættu eftir að bætast í flotann og myndi sendingargjald til að mynda ráðast af gangtegund hrossanna. „Ákveðið var að velja öruggan og þægilegan ferðamáta sem hefur reynst Íslendingum vel öldum saman” er haft eftir Helga Má Þórðarsyni, einum eiganda Aha.is. „Í Aha stóðinu, sem staðsett er í Hafnarfirði er einnig að finna þrjá verðlauna skeiðhesta sem verða sérstaklega notaðir í hraðsendingar á súpu” er haft eftir Andra Davíð Péturssyni, sem er titlaður sem hestasveinn Aha.is. Frítt áfengi og símar í fjörunni Víkurfréttir greindu frá því í færslu á Facebook síðu sinni skömmu eftir miðnætti í nótt að margir væru búnir að næla sér í ókeypis bjórkassa sem væri að finna við Vínbúðina í Krossmóa í Reykjanesbæ en fullt bretti átti að hafa verið yfirgefið þar. Fréttatíminn greindi þá frá því að vörugámar frá Ameríku hafi rekið á land á Álftanesi en í frétt miðilsins sagði að iPhone 13 Pro símar, dýrar tölvur og áfengi væri að finna í fjörunni. Haft var eftir einstaklingi sem átti að hafa verið í fjörunni að margir hafi komið og hirt hluti úr gáminum og hvatti fleiri til að gera slíkt hið sama. Fálkinn kemur heim Fálkinn er eitt helsta einkennismerki Sjálfstæðisflokksins en þeir eru þó sjaldséðir í byggð. Flokkurinn greindi þó frá því á Facebook í dag að fálkapar hafi gert sig heimkomið í trjálundi við Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins. Í færslunni er tekið fram að varptími fálka hefjist á þessum tíma árs og því ekki óeðlileg sjón, þó að um óeðlilegan stað sé að ræða. Flokkurinn hvatti fólk sem vildi koma og berja fálkana augum um að fara varlega og valda sem minnstri truflun. Domino's kynnir nýjan aukahlut Domino's hefur í gegnum tíðina kynnt ýmis konar nýjungar en í Facebook færslu Domino's á Íslandi í dag er greint frá nýjustu viðbótinni sem átti að hafa slegið í gegn í Bandaríkjunum og væri nú komin til landsins: Pizzuberinn. Í tilefni þess tilkynnti fyrirtækið að 50 heppnir viðskiptavinir sem keyptu máltíð á dominos.is eða með appinu myndu vinna pizzubera í dag. „Komdu við í Skeifunni á milli kl. 11 og 12 og þú gætir eignast þinn pizzubera!“ Söguleg tíðindi úr Hvalfirðinum Fiskeldi er tíðrætt í íslensku samfélagi en Landssamband smábátaeigenda greindi frá þeim furðulegu tíðindum á síðu sinni í dag að látið yrði reyna á langreyðaeldi í Hvalfirði. Sagt er að Kristján nokkur Leifsson, eigandi Hvals hf, hafi á undanförnum fimm árum keypt upp alla strandlengjuna í Hvalfirði í þeim tilgangi. Í frétt á vef Landssambands smábátaeigenda kemur fram að þau hafi sent matvælaráðherra athugasemdir vegna þessa fyrirætlana og lýst efasemdum um að áætlanir standist. Yrði það í fyrsta sinn í heiminum sem látið yrði reyna á hvaleldi og óhætt að segja að það yrði verulega umdeilt.
Aprílgabb Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir 1. apríl 2021: Fríar þyrluferðir, lítið notuð kynlífstæki og óvænt bóluefni í boði Fólk og fyrirtæki keppast gjarnan við að reyna að láta fólk hlaupa apríl á fyrsta degi þessa herrans mánaðar sem er í dag. Þótt almenna reglan hafi í gegnum tíðina verið sú að reyna að fá fólk til að hlaupa apríl í orðsins fyllstu merkingu, það er í tíma og rúmi, þá hafa göbbin í ár líkt og í fyrra mörg einkennst af því að vera á rafrænu formi með einum eða örðum hætti í ljósi kórónuveirufaraldursins. 1. apríl 2021 18:04 Mest lesið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Afi og málari Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Afi og málari Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Sjá meira
1. apríl 2021: Fríar þyrluferðir, lítið notuð kynlífstæki og óvænt bóluefni í boði Fólk og fyrirtæki keppast gjarnan við að reyna að láta fólk hlaupa apríl á fyrsta degi þessa herrans mánaðar sem er í dag. Þótt almenna reglan hafi í gegnum tíðina verið sú að reyna að fá fólk til að hlaupa apríl í orðsins fyllstu merkingu, það er í tíma og rúmi, þá hafa göbbin í ár líkt og í fyrra mörg einkennst af því að vera á rafrænu formi með einum eða örðum hætti í ljósi kórónuveirufaraldursins. 1. apríl 2021 18:04