Réðst á konu eftir aðgerð og veittist svo að föður hennar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. apríl 2022 15:56 Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur málið til rannsóknar. Vísir/Vilhelm Karlmaður á Norðurlandi eystra sætir þriggja mánaða nálgunarbanni en hann er grunaður um að hafa beitt konu ofbeldi eftir að hún gekkst undir aðgerð. Þegar faðir konunnar reyndi að tala um fyrir manninum er hann sagður hafa veist að föðurnum. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að karlmaðurinn skildi sæta nálgunarbanni næstu þrjá mánuðina. Í greinargerð Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra er haft eftir konunni að hún hafi farið í aðgerð á dögunum. Ekki kemur fram í úrskurði Landsréttar hver tengsl konunnar og karlmannsins hafi verið. Flest bendir til þess að þau hafi átt í ástarsambandi þó það sé ekki sagt beinum orðum. Eftir að hún hafi komið heim hafi henni liðið illa og þess vegna lagst í rúm sitt. Þá hafi karlmaðurinn byrjað að rífa af henni sængina, snúa henni að sér og rífa í hana en við það hafi farið að blæða úr skurðinum. Þá hafi karlmaðurinn tekið um báðar axlir hennar, dregið hana fram úr rúminu og niður á gólfið, dregið hana stutta vegalengd eftir gólfinu til að tuska hana til, eins og það er orðað í greinargerð lögreglu. Hann hafi stigið með öðrum fæti ofan á bringu hennar og háls, tekið hana hálstaki tvisvar, kýlt hana í brjóstið og hægri öxl. Þá hafi hann ýtt með höfði sínu í skurðsárið. Við það hafi konan barið frá sér og lamið í karlmanninn, bæði í höfuð og aftan á herðar hans. Á þessu hafi gengið í rúman sólarhring en á endanum hafi hún flúið heimilið ásamt dóttur sinni og leitað til föður síns. Síðar sama dag hafi feðginin farið saman að ræða við karlmanninn. Faðirinn hafi viljað tryggja öryggi dóttur sinnar. Karlmaðurinn hafi verið á heimili konunnar, reiðst henni og veist að föður hennar. Komið hafi til átaka þeirra á milli. Dómstólar litu til þess að karlmaðurinn var í fyrra dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir líkamsárás á konuna með því að hafa ráðist að henni og snúið niður í gólfið þannig að hún hafi rekið höfuðið í timburhillu í herberginu. Svo hafi hann tekið hana hálstaki og hert að. Karlmaðurinn játaði sök í málinu. Bæði héraðsdómur og svo Landsréttur féllust á kröfu lögreglu um nálgunarbann. Karlmanninum er meinað að koma nær heimili konunnar en sem nemur 25 metrum. Þá má hann ekki setja sig í samband við hana, hvorki á almannafæri né eftir öðrum leiðum. Akureyri Heimilisofbeldi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að karlmaðurinn skildi sæta nálgunarbanni næstu þrjá mánuðina. Í greinargerð Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra er haft eftir konunni að hún hafi farið í aðgerð á dögunum. Ekki kemur fram í úrskurði Landsréttar hver tengsl konunnar og karlmannsins hafi verið. Flest bendir til þess að þau hafi átt í ástarsambandi þó það sé ekki sagt beinum orðum. Eftir að hún hafi komið heim hafi henni liðið illa og þess vegna lagst í rúm sitt. Þá hafi karlmaðurinn byrjað að rífa af henni sængina, snúa henni að sér og rífa í hana en við það hafi farið að blæða úr skurðinum. Þá hafi karlmaðurinn tekið um báðar axlir hennar, dregið hana fram úr rúminu og niður á gólfið, dregið hana stutta vegalengd eftir gólfinu til að tuska hana til, eins og það er orðað í greinargerð lögreglu. Hann hafi stigið með öðrum fæti ofan á bringu hennar og háls, tekið hana hálstaki tvisvar, kýlt hana í brjóstið og hægri öxl. Þá hafi hann ýtt með höfði sínu í skurðsárið. Við það hafi konan barið frá sér og lamið í karlmanninn, bæði í höfuð og aftan á herðar hans. Á þessu hafi gengið í rúman sólarhring en á endanum hafi hún flúið heimilið ásamt dóttur sinni og leitað til föður síns. Síðar sama dag hafi feðginin farið saman að ræða við karlmanninn. Faðirinn hafi viljað tryggja öryggi dóttur sinnar. Karlmaðurinn hafi verið á heimili konunnar, reiðst henni og veist að föður hennar. Komið hafi til átaka þeirra á milli. Dómstólar litu til þess að karlmaðurinn var í fyrra dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir líkamsárás á konuna með því að hafa ráðist að henni og snúið niður í gólfið þannig að hún hafi rekið höfuðið í timburhillu í herberginu. Svo hafi hann tekið hana hálstaki og hert að. Karlmaðurinn játaði sök í málinu. Bæði héraðsdómur og svo Landsréttur féllust á kröfu lögreglu um nálgunarbann. Karlmanninum er meinað að koma nær heimili konunnar en sem nemur 25 metrum. Þá má hann ekki setja sig í samband við hana, hvorki á almannafæri né eftir öðrum leiðum.
Akureyri Heimilisofbeldi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira