Kveðst hafa verið sagt upp á Fréttablaðinu af pólitískum ástæðum Eiður Þór Árnason skrifar 1. apríl 2022 16:50 Sigmundur Ernir Rúnarsson, Helgi Vífill Júlíusson og Guðmundur Gunnarsson. Samsett Helgi Vífill Júlíusson, fráfarandi fréttastjóri Markaðarins, segir það hafa komið sér verulega í opna skjöldu þegar honum var sagt upp störfum með minna en tveggja daga fyrirvara. Greinilegt sé að pólitísk, frekar en fagleg sjónarmið hafi ráðið för. Greint var frá því fyrr í dag að Guðmundur Gunnarsson, fréttamaður, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og oddviti Viðreisnar, hafi verið ráðinn nýr fréttastjóri Markaðarins, viðskiptarits Fréttablaðsins. Helgi tók við af Herði Ægissyni sem hætti á Markaðnum til að stofna Innherja, nýjan viðskiptamiðil á Vísi. Helgi segir að Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, hafi sagt sér upp störfum undir lok dags á miðvikudag. Að morgni föstudags, innan við tveimur sólarhringum síðar, var Guðmundur mættur til starfa á ritstjórn Fréttablaðsins. Helga var ekki boðið að starfa áfram eftir að Guðmundur tæki við. Óvissutímar fram undan Helgi segir að stjórnendur blaðsins hafi ekki gagnrýnt störf sín fram að þessu en Sigmundur hafi nú vísað til þess að hann vildi auka lestur Markaðarins og sjá fleiri skúbb. Ráðning Guðmundar kom Helga sömuleiðis á óvart. „Manni finnst kannski liggja í augum uppi að þetta er pólitísk ráðning. Aðaleigandi blaðsins Helgi Magnússon kom að stofnun Viðreisnar og svo ráða þeir þennan varaþingmann Viðreisnar. Ég hef verið viðskiptablaðamaður frá árinu 2006 með hléum en hann hefur enga reynslu af viðskiptablaðamennsku og litla reynslu af viðskiptalífinu.“ Helgi hyggst ekki vinna uppsagnarfrest sinn og segir óvissu ríkja um framhaldið hjá sér. „Ég er bara að lenda, er með minn uppsagnarfrest og uppsafnað sumarleyfi. Annað liggur alls ekki fyrir.“ Sigmundur Ernir, ritstjóri Fréttablaðsins, segir í skriflegu svari að Guðmundur sé lærður blaðamaður með margra ára reynslu. Hann sé fagmaður og láti því ekki skoðanir sínar þvælast fyrir sér í starfi. Vistaskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Guðmundur nýr fréttastjóri Markaðarins Guðmundur Gunnarsson, fréttamaður og fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur verið ráðinn fréttastjóri Markaðarins, viðskiptarits Fréttablaðsins. Hann hóf störf í morgun en Guðmundur er með meistaragráðu í viðskiptafræði og starfaði sem fréttamaður á RÚV árin 2006 til 2011. 1. apríl 2022 13:33 Torg tapað rúmum milljarði á þremur árum Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV og tengdra miðla, tapaði 240 milljónum króna árið 2021. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag en ársreikningi félagsins hefur ekki verið skilað inn til ársreikningaskrár. Árið áður tapaði Torg 599 milljónum króna. 22. mars 2022 10:50 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Greint var frá því fyrr í dag að Guðmundur Gunnarsson, fréttamaður, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og oddviti Viðreisnar, hafi verið ráðinn nýr fréttastjóri Markaðarins, viðskiptarits Fréttablaðsins. Helgi tók við af Herði Ægissyni sem hætti á Markaðnum til að stofna Innherja, nýjan viðskiptamiðil á Vísi. Helgi segir að Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, hafi sagt sér upp störfum undir lok dags á miðvikudag. Að morgni föstudags, innan við tveimur sólarhringum síðar, var Guðmundur mættur til starfa á ritstjórn Fréttablaðsins. Helga var ekki boðið að starfa áfram eftir að Guðmundur tæki við. Óvissutímar fram undan Helgi segir að stjórnendur blaðsins hafi ekki gagnrýnt störf sín fram að þessu en Sigmundur hafi nú vísað til þess að hann vildi auka lestur Markaðarins og sjá fleiri skúbb. Ráðning Guðmundar kom Helga sömuleiðis á óvart. „Manni finnst kannski liggja í augum uppi að þetta er pólitísk ráðning. Aðaleigandi blaðsins Helgi Magnússon kom að stofnun Viðreisnar og svo ráða þeir þennan varaþingmann Viðreisnar. Ég hef verið viðskiptablaðamaður frá árinu 2006 með hléum en hann hefur enga reynslu af viðskiptablaðamennsku og litla reynslu af viðskiptalífinu.“ Helgi hyggst ekki vinna uppsagnarfrest sinn og segir óvissu ríkja um framhaldið hjá sér. „Ég er bara að lenda, er með minn uppsagnarfrest og uppsafnað sumarleyfi. Annað liggur alls ekki fyrir.“ Sigmundur Ernir, ritstjóri Fréttablaðsins, segir í skriflegu svari að Guðmundur sé lærður blaðamaður með margra ára reynslu. Hann sé fagmaður og láti því ekki skoðanir sínar þvælast fyrir sér í starfi.
Vistaskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Guðmundur nýr fréttastjóri Markaðarins Guðmundur Gunnarsson, fréttamaður og fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur verið ráðinn fréttastjóri Markaðarins, viðskiptarits Fréttablaðsins. Hann hóf störf í morgun en Guðmundur er með meistaragráðu í viðskiptafræði og starfaði sem fréttamaður á RÚV árin 2006 til 2011. 1. apríl 2022 13:33 Torg tapað rúmum milljarði á þremur árum Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV og tengdra miðla, tapaði 240 milljónum króna árið 2021. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag en ársreikningi félagsins hefur ekki verið skilað inn til ársreikningaskrár. Árið áður tapaði Torg 599 milljónum króna. 22. mars 2022 10:50 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Guðmundur nýr fréttastjóri Markaðarins Guðmundur Gunnarsson, fréttamaður og fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur verið ráðinn fréttastjóri Markaðarins, viðskiptarits Fréttablaðsins. Hann hóf störf í morgun en Guðmundur er með meistaragráðu í viðskiptafræði og starfaði sem fréttamaður á RÚV árin 2006 til 2011. 1. apríl 2022 13:33
Torg tapað rúmum milljarði á þremur árum Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV og tengdra miðla, tapaði 240 milljónum króna árið 2021. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag en ársreikningi félagsins hefur ekki verið skilað inn til ársreikningaskrár. Árið áður tapaði Torg 599 milljónum króna. 22. mars 2022 10:50