Hættur í akademíunni eftir löðrunginn Árni Sæberg skrifar 1. apríl 2022 23:39 Chris Rock hefur eflaust brugðið þegar einn þekktasti leikari heims rak honum kinnhest á óskarsverðlaunahátíðinni. Neilson Barnard/Getty Images Leikarinn Will Smith hefur sagt sig úr bandarísku kvikmyndaakademíunni vegna hegðunar sinnar á óskarverðlaunahátíðinni á dögunum þegar hann löðrungaði grínistann Chris Rock. Leikarinn segist jafnframt munu taka öllum refsingum sem stjórn akademíunnar ákveður að beita hann. Því hefur verið haldið fram að stjórnin íhugi að svipta Smith sínum einu óskarsverðlaunum, en hann vann til þeirra örskömmu eftir löðrunginn fræga. Hann hlaut styttuna eftirsóttu fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni King Richard. „Gjörðir mínar voru hneykslanlegar, sársaukafullar og óafsakanlegar,“ segir leikarinn í tilkynningu. „Listi þeirra sem ég hef sært er langur, en á honum eru Chris, fjölskylda hans, margir vinir mínir og ástvinir, allir í áhorfendasalnum og áhorfendur heima í stofu um allan heim. Þá segir hann að atvikið hafi dregið verðskuldaða athygli frá öðrum sigurvegurum kvöldsins. „Ég brást trausti akademíunnar. Ég svipti aðra tilnefnda og sigurvegara tækifærinu til að fagna og vera hampað fyrir frábært starf þeirra. Ég er niðurbrotinn,“ segir hann. Framkvæmdastjóri akademíunnar segir stjórnina hafa samþykkt tafarlausa afsögn Smiths og að hún muni halda áfram refsingarferli fyrir brot gegn siðareglum akademíunnar. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um í fjölmiðlum um heim allan sló Smith grínistann Chris Rock, sem var kynnir á óskarshátíðinni, flötum lófa eftir að sá síðarnefndi gerði grín að hári, eða öllu heldur hárleysi, eiginkonu hans. Jada Pinkett-Smith, eiginkona Smiths, glímir við sjálfsofnæmi sem veldur því að henni vex ekki hár á höfði. Breska ríkisútvarpið greindi frá. Will Smith löðrungar Chris Rock Bandaríkin Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaunin Hollywood Tengdar fréttir Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. 31. mars 2022 08:35 Smith neitaði að yfirgefa salinn eftir kinnhestinn Leikarinn Will Smith var beðinn um að yfirgefa Óskarsverðlaunahátíðina eftir að hann gaf grínistanum Chris Rock kinnhest. Smith neitaði að verða við beiðninni. 30. mars 2022 23:27 Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. 28. mars 2022 19:41 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Leikarinn segist jafnframt munu taka öllum refsingum sem stjórn akademíunnar ákveður að beita hann. Því hefur verið haldið fram að stjórnin íhugi að svipta Smith sínum einu óskarsverðlaunum, en hann vann til þeirra örskömmu eftir löðrunginn fræga. Hann hlaut styttuna eftirsóttu fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni King Richard. „Gjörðir mínar voru hneykslanlegar, sársaukafullar og óafsakanlegar,“ segir leikarinn í tilkynningu. „Listi þeirra sem ég hef sært er langur, en á honum eru Chris, fjölskylda hans, margir vinir mínir og ástvinir, allir í áhorfendasalnum og áhorfendur heima í stofu um allan heim. Þá segir hann að atvikið hafi dregið verðskuldaða athygli frá öðrum sigurvegurum kvöldsins. „Ég brást trausti akademíunnar. Ég svipti aðra tilnefnda og sigurvegara tækifærinu til að fagna og vera hampað fyrir frábært starf þeirra. Ég er niðurbrotinn,“ segir hann. Framkvæmdastjóri akademíunnar segir stjórnina hafa samþykkt tafarlausa afsögn Smiths og að hún muni halda áfram refsingarferli fyrir brot gegn siðareglum akademíunnar. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um í fjölmiðlum um heim allan sló Smith grínistann Chris Rock, sem var kynnir á óskarshátíðinni, flötum lófa eftir að sá síðarnefndi gerði grín að hári, eða öllu heldur hárleysi, eiginkonu hans. Jada Pinkett-Smith, eiginkona Smiths, glímir við sjálfsofnæmi sem veldur því að henni vex ekki hár á höfði. Breska ríkisútvarpið greindi frá.
Will Smith löðrungar Chris Rock Bandaríkin Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaunin Hollywood Tengdar fréttir Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. 31. mars 2022 08:35 Smith neitaði að yfirgefa salinn eftir kinnhestinn Leikarinn Will Smith var beðinn um að yfirgefa Óskarsverðlaunahátíðina eftir að hann gaf grínistanum Chris Rock kinnhest. Smith neitaði að verða við beiðninni. 30. mars 2022 23:27 Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. 28. mars 2022 19:41 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. 31. mars 2022 08:35
Smith neitaði að yfirgefa salinn eftir kinnhestinn Leikarinn Will Smith var beðinn um að yfirgefa Óskarsverðlaunahátíðina eftir að hann gaf grínistanum Chris Rock kinnhest. Smith neitaði að verða við beiðninni. 30. mars 2022 23:27
Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. 28. mars 2022 19:41