Veður

Lægð nálgast landið eftir viku af góðviðri

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Það verður ekki alveg jafn notalegt að ganga um miðbæinn seinna í dag eins og síðustu daga. 
Það verður ekki alveg jafn notalegt að ganga um miðbæinn seinna í dag eins og síðustu daga.  Vísir/Vilhelm

Eftir fremur hægviðrasama viku nálgast lægð landið úr suðvestri með suðaustan strekking og rigningu. 

Lægðin kemur á land uppúr hádegi á Suður- og Vesturlandi en færir sig norður í land í kvöld. Í nót byrjar að snjóa á Austurlandi. 

Á morgun mun vindur snúast á suðvestanátt með skúrum eftir hádegi en éljum norðantil. Annað kvöld gengur í norðlæga átt með kólnandi veðri og bætir heldur í ofankomu en birtir til um landið sunnanvert. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×