Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja leggja niður heiðurslaun listamanna á Íslandi. Þeim finnst þau úrelt og ekki þjóna neinum tilgangi. Galin pæling, segir talsmaður listamanna.
Alvarleg áföll sem leiddu til misnotkunar á vímuefnum og neyslutengdra afbrota er rauður þráður í reynslu íslenskra kvenfanga. Þetta kemur fram í nýrri íslenskri rannsókn. Það kemur heim og saman við sambærilegar rannsóknir erlendis segir geðhjúkrunarfræðingur.
Það mun vanta sjö leiðsöguhunda fyrir blinda og sjónskerta á landinu á næstu árum. Við hittum Kela, eiganda leiðsöguhunds í miðbæ Reykjavíkur í dag sem lýsti afar nánu sambandi sínu við besta vin sinn - Gaur.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30 á Stöð 2 og Stöð 2 Vísi.