Lífið

Estelle Har­ris er látin

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Harris lék í fjölda þátta og mynda,þar á meðal í þáttum frá Disney.
Harris lék í fjölda þátta og mynda,þar á meðal í þáttum frá Disney. Getty/ Frederick M. Brown

Leikkonan Estelle Harris, sem er hvað þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk móður George Costanza í þáttunum Seinfeld, er látin. Harris lést á heimili sínu í Palm Desert í Kaliforníu á laugardagskvöld af náttúrulegum orsökum. 

Harris hefði orðið 94 eftir aðeins nokkrar vikur en hún var fædd í New York þann 22. apríl 1928. Skírnarnafn hennar var Estelle Nussbaum en hón tók upp nafnið Harris þegar hún giftist. 

„Það hryggir mig að tilkynna að Estelle Harris lést í kvöld klukkan 18:25,“ sagði Glen Harris sonur hennar í tilkynningu við Deadline í gær. 

Harris fór að taka þátt í uppsetningum leikrita áhugafólks á meðan hún var að ala upp krakkana sína en hlaut mikið lof fyrir leik sinn og fór að starfa við leik. Harris lék í alls 27 þáttum af Seinfeld á árunum 1992 til 1998 en fór einnig með hlutverk í Futurama, The Looney Tunes Show, Curb Your Enthusiasm, The Suite Life of Zack & Cody, iCarly, ER, Mind of Mencia, Kim Posible, The Proud Family og fleiru. 

Harris er einna þekktust fyrir að hafa láð Frú Kartöfluhaus í Toy Story kvikmyndunum rödd sína. Harris er sögð hafa haft mjög einkennandi rödd og var á einum tímapunkti þekkt undir viðurnefninu Drottning auglýsinganna en það viðurnefni fékk hún eftir að hafa lesið inn á 25 risaauglýsingar, fyrir stórfyrirtæki, á einu ári. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.