Forsetakosningar í Frakklandi - þjóðernissinnar bjartsýnir Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 3. apríl 2022 14:30 Kosningaplaköt í París. CHESNOT/GETTY IMAGES Frambjóðandi franskra þjóðernissinna á meiri möguleika en nokkru sinni áður á því að vinna frönsku forsetakosningarnar sem hefjast eftir viku. Stríðið í Úkraínu virðist þó auka líkur Macrons, forseta Frakklands, á að sigra öðru sinni. Kosningabaráttan í Frakklandi hófst fyrir alvöru í liðinni viku. Emmanuel Macron freistar þess að fá umboð franskra kjósenda til að gegna embættinu áfram, nokkuð sem tveimur síðustu forsetum Frakklands, Sarkozy og Hollande, mistókst að gera. Macron lagði Marine Le Pen að velli fyrir fimm árum nokkuð örugglega, hlaut 66 prósent atkvæða í síðari umferð kosninganna gegn 34 prósentum Le Pen. Hann kom sem frískur andvari inn í frönsk stjórnmál og heillaði þjóðina með persónutöfrum og gylliboðum um miklar endurbætur til handa franskri alþýðu. En það hefur fjarað mikið undan honum í forsetatíð hans og margir líta á hann í dag sem forseta hinna ríku sem láti þá efnaminni mæta afgangi. Þjóðernissinnar sækja í sig veðrið Skoðanakannanir í byrjun árs sýndu sömuleiðis að fulltrúi Franska þjóðarflokksins, Marine Le Pen, ætti nú raunverulega möguleika á að vinna forsetakosningarnar, en þetta er í þriðja sinn sem hún freistar þess að komast til æðstu metorða í Frakklandi. Le Pen, hefur rekið öðruvísi kosningabaráttu nú en áður. Hún hefur dregið úr gagnrýni á innflytjendur, sem hefur verið aðalsmerki frönsku Þjóðfylkingarinnar, og einbeitir sér þess í stað að efnahagsmálum og félagslegum umbótum, en nýleg skoðanakönnun sýnir einmitt að það séu helstu áhyggjuefni franskra kjósenda. Það virðist gefa góða raun því samkvæmt nýjum skoðanakönnunum þá myndi hún fá 47 prósent atkvæða í seinni umferð kosninganna gegn 53 prósentum Macron. Le Pen, sem hefur lengst af verið dyggur stuðningsmaður Pútíns Rússlandsforseta, hefur mjög reynt að draga fjöður yfir þann stuðning eftir innrás Rússa í Úkraínu. Stríðið vinnur með Macron Hins vegar telja stjórnmálaskýrendur að innrásin vinni með Macron. Hann reyndi mjög að gera sig gildandi í aðdraganda innrásarinnar með því að koma fram sem boðberi friðar og sáttaumleitana og hann er áberandi á öllum þeim neyðarfundum sem NATO og Evrópusambandið halda vegna stríðsins. Og þessir sömu skýrendur benda jafnframt á að á válegum tímum ófriðar þá séu kjósendur lýðræðisríkja jafnan tregari til að kjósa yfir sig breytingar sem raskað geti enn frekar brothættri tilveru þeirra. Menn Macrons eru engu að síður hræddir, og þá aðallega við að stuðningsmenn Macrons verði værukærir og sitji heima í trausti þess að sigur hans sé öruggur. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, varaði sterklega við þessu í sjónvarpsviðtali nýlega. Hann sagði að Le Pen hefði alla tíð verið hættulegur andstæðingur og að hún gæti hæglega sigrað forsetakosningarnar. Fyrri umferð kosninganna fer fram næsta sunnudag. Í þeirri síðari, sem fram fer 24. apríl, eigast tveir efstu frambjóðendurnir við, og telja má næsta víst að það verði Macron og Le Pen. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Kosningabaráttan í Frakklandi hófst fyrir alvöru í liðinni viku. Emmanuel Macron freistar þess að fá umboð franskra kjósenda til að gegna embættinu áfram, nokkuð sem tveimur síðustu forsetum Frakklands, Sarkozy og Hollande, mistókst að gera. Macron lagði Marine Le Pen að velli fyrir fimm árum nokkuð örugglega, hlaut 66 prósent atkvæða í síðari umferð kosninganna gegn 34 prósentum Le Pen. Hann kom sem frískur andvari inn í frönsk stjórnmál og heillaði þjóðina með persónutöfrum og gylliboðum um miklar endurbætur til handa franskri alþýðu. En það hefur fjarað mikið undan honum í forsetatíð hans og margir líta á hann í dag sem forseta hinna ríku sem láti þá efnaminni mæta afgangi. Þjóðernissinnar sækja í sig veðrið Skoðanakannanir í byrjun árs sýndu sömuleiðis að fulltrúi Franska þjóðarflokksins, Marine Le Pen, ætti nú raunverulega möguleika á að vinna forsetakosningarnar, en þetta er í þriðja sinn sem hún freistar þess að komast til æðstu metorða í Frakklandi. Le Pen, hefur rekið öðruvísi kosningabaráttu nú en áður. Hún hefur dregið úr gagnrýni á innflytjendur, sem hefur verið aðalsmerki frönsku Þjóðfylkingarinnar, og einbeitir sér þess í stað að efnahagsmálum og félagslegum umbótum, en nýleg skoðanakönnun sýnir einmitt að það séu helstu áhyggjuefni franskra kjósenda. Það virðist gefa góða raun því samkvæmt nýjum skoðanakönnunum þá myndi hún fá 47 prósent atkvæða í seinni umferð kosninganna gegn 53 prósentum Macron. Le Pen, sem hefur lengst af verið dyggur stuðningsmaður Pútíns Rússlandsforseta, hefur mjög reynt að draga fjöður yfir þann stuðning eftir innrás Rússa í Úkraínu. Stríðið vinnur með Macron Hins vegar telja stjórnmálaskýrendur að innrásin vinni með Macron. Hann reyndi mjög að gera sig gildandi í aðdraganda innrásarinnar með því að koma fram sem boðberi friðar og sáttaumleitana og hann er áberandi á öllum þeim neyðarfundum sem NATO og Evrópusambandið halda vegna stríðsins. Og þessir sömu skýrendur benda jafnframt á að á válegum tímum ófriðar þá séu kjósendur lýðræðisríkja jafnan tregari til að kjósa yfir sig breytingar sem raskað geti enn frekar brothættri tilveru þeirra. Menn Macrons eru engu að síður hræddir, og þá aðallega við að stuðningsmenn Macrons verði værukærir og sitji heima í trausti þess að sigur hans sé öruggur. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, varaði sterklega við þessu í sjónvarpsviðtali nýlega. Hann sagði að Le Pen hefði alla tíð verið hættulegur andstæðingur og að hún gæti hæglega sigrað forsetakosningarnar. Fyrri umferð kosninganna fer fram næsta sunnudag. Í þeirri síðari, sem fram fer 24. apríl, eigast tveir efstu frambjóðendurnir við, og telja má næsta víst að það verði Macron og Le Pen.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent