Fótbolti

Hörður spilaði 90 mínútur | Alfreð með fyrstu mínútur sínar í sex vikur

Atli Arason skrifar
Hörður Björgvin Magnússon og Alfreð Finnbogason
Hörður Björgvin Magnússon og Alfreð Finnbogason Samsettt/Getty Images

Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn í hjarta varnar CSKA Moskvu í 2-2 jafntefli liðsins gegn Ural í rússnesku úrvalsdeildinni í dag. Alfreð fékk tæpar tvær mínútur í lappirnar.

CSKA komst yfir gegn Ural strax á 3. mínútu með marki Diveyev áður en Bijol, leikmaður CSKA, jafnaði metin með sjálfsmarki 5 mínútum síðar. Bicfalvi kom Ural svo yfir snemma í síðari hálfleik áður en Yazici sýndi stáltaugar með því að jafna leikinn úr vítaspyrnu á 94. mínútu leiksins.

CSKA er nú í þriðja sæti rússnesku deildarinnar með 43 stig eftir 23 leiki. Ural er hins vegar á hinum enda deildarinnar í 13. sæti með 21 stig.

Alfreð Finnbogason spilaði sinn fyrsta leik síðan 19. febrúar þegar hann kom inná sem varamaður á 89. mínútu í 3-0 sigri Augsburg á Wolfsburg. Iago, Niederlechner og Pedersen skoruðu mörk Augsburg í leiknum.

Augsburg minnkar forskot Wolfsburg niður í tvö stig með sigrinum. Augsburg er nú í 14. sæti með 29 stig en Wolfsburg er í 13. sæti með 31 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×