Með skilaboð til Íslendinga: „Hjálpin sem þið hafið veitt okkur gleymist aldrei“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. apríl 2022 20:31 Olexander er frá Kænugarði en hann kom til Íslands fyrir viku síðan. vísir Vesturbæingar og fyrirtæki í nágrenninu hafa tekið höndum saman við að útvega úkraínskum flóttamönnum sem dvelja á Hótel Sögu ýmsar nauðsynjar, þar á meðal sundkort. Við hittum flóttamann sem var með skilaboð til íslensku þjóðarinnar. Rúmlega níutíu flóttamenn dvelja nú í þessari sögufrægu byggingu og þá getur vantað ýmislegt. „Fólk getur vantað rosalega margt. Þetta er fólk sem er að koma beint úr stríðsástandi og er að koma beint af flugvellinum og er ekki einu sinni með föt á sig eða neitt. Vantar hreinlætisvörur, klósettpappír og alls konar hluti,“ segir Markús Már Efraím Sigurðsson, sjálfboðaliði sem hefur séð um að afla nauðsynjum fyrir flóttamannahópinn. Markús hefur haldið utan um söfnun fyrir hópinn.vísir Vesturbæingar hafa lagst á eitt og í dag hefur verið stríður straumur af fólki sem kemur með alls kyns nauðsynjavörur fyrir hópinn. „Föt, hjól fyrir krakkana, leikföng, alls konar nauðsynjar, svona hluti sem manni dettur ekki einu sinni í hug alltaf; dömubindi, bleyjur og annað slíkt,“ segir Markús. Þá hafa veitingastaðir í nágrenninu einnig fært fólkinu mat. Markús stofnaði síðu á Facebook þar sem búið er að koma á skilvirku kerfi til að halda utan um hvað flóttamennirnir þurfa, svo fólk komi ekki með allt of mikið af óþörfum hlutum. Á leiðinni í sund Við hittum Olexander sem flúði heimili sitt í Kænugarði og kom til Íslands fyrir viku síðan fyrir utan Hótel Sögu í dag, sem var afar þakklátur Vesturbæingum: „Ég hef aldrei orðið aðnjótandi svo mikillar hjálpar eins og hér,“ segir hann. „Við erum ykkur afar þakklát. Við gleymum aldrei þessari hjartagæsku. Hjálpin sem þið hafið veitt okkur gleymist aldrei.“ Meðal þess sem hópurinn hefur fengið er þriggja mánaða sundkort og var Olexander einmitt á leið í sund með krökkum en þeir eru margir á hótelinu. „Þetta eru mest börn, en líka fullorðnir, við erum um tíu menn alls hér. Við reynum að hjálpa og gera okkar besta,“ segir Olexander. „Mig langar að segja við ykkur Íslendinga: Kærar þakkir fyrir hlýjuna og stuðninginn. Við erum mjög þakklát. Kærar þakkir.“ Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vesturbæingar sjá um hundrað flóttamönnum á Hótel Sögu fyrir nauðsynjum Tæplega eitt hundrað úkraínskir flóttamenn, konur og börn, hafa fengið þak yfir höfuðið í Bændahöllinni, þar sem Hótel Saga var þar til nýlega. Svo virðist sem fólkið fái ekki mikið meira en þak yfir höfuðið enda hafa íbúar Vesturbæjar tekið það á sig að verða fólkinu úti um helstu nauðsynjar. 2. apríl 2022 23:03 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
Rúmlega níutíu flóttamenn dvelja nú í þessari sögufrægu byggingu og þá getur vantað ýmislegt. „Fólk getur vantað rosalega margt. Þetta er fólk sem er að koma beint úr stríðsástandi og er að koma beint af flugvellinum og er ekki einu sinni með föt á sig eða neitt. Vantar hreinlætisvörur, klósettpappír og alls konar hluti,“ segir Markús Már Efraím Sigurðsson, sjálfboðaliði sem hefur séð um að afla nauðsynjum fyrir flóttamannahópinn. Markús hefur haldið utan um söfnun fyrir hópinn.vísir Vesturbæingar hafa lagst á eitt og í dag hefur verið stríður straumur af fólki sem kemur með alls kyns nauðsynjavörur fyrir hópinn. „Föt, hjól fyrir krakkana, leikföng, alls konar nauðsynjar, svona hluti sem manni dettur ekki einu sinni í hug alltaf; dömubindi, bleyjur og annað slíkt,“ segir Markús. Þá hafa veitingastaðir í nágrenninu einnig fært fólkinu mat. Markús stofnaði síðu á Facebook þar sem búið er að koma á skilvirku kerfi til að halda utan um hvað flóttamennirnir þurfa, svo fólk komi ekki með allt of mikið af óþörfum hlutum. Á leiðinni í sund Við hittum Olexander sem flúði heimili sitt í Kænugarði og kom til Íslands fyrir viku síðan fyrir utan Hótel Sögu í dag, sem var afar þakklátur Vesturbæingum: „Ég hef aldrei orðið aðnjótandi svo mikillar hjálpar eins og hér,“ segir hann. „Við erum ykkur afar þakklát. Við gleymum aldrei þessari hjartagæsku. Hjálpin sem þið hafið veitt okkur gleymist aldrei.“ Meðal þess sem hópurinn hefur fengið er þriggja mánaða sundkort og var Olexander einmitt á leið í sund með krökkum en þeir eru margir á hótelinu. „Þetta eru mest börn, en líka fullorðnir, við erum um tíu menn alls hér. Við reynum að hjálpa og gera okkar besta,“ segir Olexander. „Mig langar að segja við ykkur Íslendinga: Kærar þakkir fyrir hlýjuna og stuðninginn. Við erum mjög þakklát. Kærar þakkir.“
Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vesturbæingar sjá um hundrað flóttamönnum á Hótel Sögu fyrir nauðsynjum Tæplega eitt hundrað úkraínskir flóttamenn, konur og börn, hafa fengið þak yfir höfuðið í Bændahöllinni, þar sem Hótel Saga var þar til nýlega. Svo virðist sem fólkið fái ekki mikið meira en þak yfir höfuðið enda hafa íbúar Vesturbæjar tekið það á sig að verða fólkinu úti um helstu nauðsynjar. 2. apríl 2022 23:03 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
Vesturbæingar sjá um hundrað flóttamönnum á Hótel Sögu fyrir nauðsynjum Tæplega eitt hundrað úkraínskir flóttamenn, konur og börn, hafa fengið þak yfir höfuðið í Bændahöllinni, þar sem Hótel Saga var þar til nýlega. Svo virðist sem fólkið fái ekki mikið meira en þak yfir höfuðið enda hafa íbúar Vesturbæjar tekið það á sig að verða fólkinu úti um helstu nauðsynjar. 2. apríl 2022 23:03