Vaktin: Gervihnattamyndir sýna lík á götum Bucha þann 11. mars Hólmfríður Gísladóttir, Fanndís Birna Logadóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 4. apríl 2022 19:30 Mörg lík borgara í Bucha voru með hendur bundnar. AP/Efrem Lukatsky Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa hafa gerst seka um stríðsglæpi í Bucha og víðar þar sem fólk hafi verið pyntað, konum nauðgað og börn myrt. Hann segist enn opinn fyrir friðaviðræðum en að það reynist þeim sífellt erfiðara að semja við Rússa. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Gervihnattarmyndir af bænum Bucha, norður af Kænugarði, sýna að lík almennra borgara lágu á götum bæjarins áður en hersveitir Rússa fóru þaðan. Ráðamenn í Úkraínu segja Rússa vera að undirbúa stóra sókn gegn hersveitum Úkraínu í austurhluta landsins. Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands segir myndir og myndskeið af hryllingnum í Bucha hafa verið „pöntuð“ af Bandaríkjunum til að kenna Rússum um og skaða orðspor Rússlands. Úkraínsk yfirvöld segjast hafa fundið 410 lík í bæjum umhverfis Kænugarð og að 140 þeirra hafi verið rannsökuð í gær. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir morðin í Bucha eins og „hnefahögg í magann“ og hefur heitið stuðningi við þá sem safna gögnum um mögulega stríðsglæpi. Þá hefur Evrópusambandið skipað teymi með Úkraínu til að rannsaka málið. Árásir innrásarhersveitanna halda áfram og sjö létust og 34 særðust þegar sprengjur féllu á íbúðabyggð í Kharkív í gær. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hafa haldið áfram að beina herafla sínum og endurskipuleggja í Donbas og að helsta markmið þeirra núna sé að fella Maríupól. Hermálayfirvöld í Úkraínu segja Rússa leggja drög að því að senda 60 þúsund hermenn til viðbótar til landsins. Christine Lambrecht, varnarmálaráðherra Þýskalands, segir Evrópusambandið hljóta að velta fyrir sér að banna gasinnflutning frá Rússlandi. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Gervihnattarmyndir af bænum Bucha, norður af Kænugarði, sýna að lík almennra borgara lágu á götum bæjarins áður en hersveitir Rússa fóru þaðan. Ráðamenn í Úkraínu segja Rússa vera að undirbúa stóra sókn gegn hersveitum Úkraínu í austurhluta landsins. Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands segir myndir og myndskeið af hryllingnum í Bucha hafa verið „pöntuð“ af Bandaríkjunum til að kenna Rússum um og skaða orðspor Rússlands. Úkraínsk yfirvöld segjast hafa fundið 410 lík í bæjum umhverfis Kænugarð og að 140 þeirra hafi verið rannsökuð í gær. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir morðin í Bucha eins og „hnefahögg í magann“ og hefur heitið stuðningi við þá sem safna gögnum um mögulega stríðsglæpi. Þá hefur Evrópusambandið skipað teymi með Úkraínu til að rannsaka málið. Árásir innrásarhersveitanna halda áfram og sjö létust og 34 særðust þegar sprengjur féllu á íbúðabyggð í Kharkív í gær. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hafa haldið áfram að beina herafla sínum og endurskipuleggja í Donbas og að helsta markmið þeirra núna sé að fella Maríupól. Hermálayfirvöld í Úkraínu segja Rússa leggja drög að því að senda 60 þúsund hermenn til viðbótar til landsins. Christine Lambrecht, varnarmálaráðherra Þýskalands, segir Evrópusambandið hljóta að velta fyrir sér að banna gasinnflutning frá Rússlandi. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira