Vaktin: Gervihnattamyndir sýna lík á götum Bucha þann 11. mars Hólmfríður Gísladóttir, Fanndís Birna Logadóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 4. apríl 2022 19:30 Mörg lík borgara í Bucha voru með hendur bundnar. AP/Efrem Lukatsky Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa hafa gerst seka um stríðsglæpi í Bucha og víðar þar sem fólk hafi verið pyntað, konum nauðgað og börn myrt. Hann segist enn opinn fyrir friðaviðræðum en að það reynist þeim sífellt erfiðara að semja við Rússa. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Gervihnattarmyndir af bænum Bucha, norður af Kænugarði, sýna að lík almennra borgara lágu á götum bæjarins áður en hersveitir Rússa fóru þaðan. Ráðamenn í Úkraínu segja Rússa vera að undirbúa stóra sókn gegn hersveitum Úkraínu í austurhluta landsins. Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands segir myndir og myndskeið af hryllingnum í Bucha hafa verið „pöntuð“ af Bandaríkjunum til að kenna Rússum um og skaða orðspor Rússlands. Úkraínsk yfirvöld segjast hafa fundið 410 lík í bæjum umhverfis Kænugarð og að 140 þeirra hafi verið rannsökuð í gær. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir morðin í Bucha eins og „hnefahögg í magann“ og hefur heitið stuðningi við þá sem safna gögnum um mögulega stríðsglæpi. Þá hefur Evrópusambandið skipað teymi með Úkraínu til að rannsaka málið. Árásir innrásarhersveitanna halda áfram og sjö létust og 34 særðust þegar sprengjur féllu á íbúðabyggð í Kharkív í gær. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hafa haldið áfram að beina herafla sínum og endurskipuleggja í Donbas og að helsta markmið þeirra núna sé að fella Maríupól. Hermálayfirvöld í Úkraínu segja Rússa leggja drög að því að senda 60 þúsund hermenn til viðbótar til landsins. Christine Lambrecht, varnarmálaráðherra Þýskalands, segir Evrópusambandið hljóta að velta fyrir sér að banna gasinnflutning frá Rússlandi. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Gervihnattarmyndir af bænum Bucha, norður af Kænugarði, sýna að lík almennra borgara lágu á götum bæjarins áður en hersveitir Rússa fóru þaðan. Ráðamenn í Úkraínu segja Rússa vera að undirbúa stóra sókn gegn hersveitum Úkraínu í austurhluta landsins. Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands segir myndir og myndskeið af hryllingnum í Bucha hafa verið „pöntuð“ af Bandaríkjunum til að kenna Rússum um og skaða orðspor Rússlands. Úkraínsk yfirvöld segjast hafa fundið 410 lík í bæjum umhverfis Kænugarð og að 140 þeirra hafi verið rannsökuð í gær. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir morðin í Bucha eins og „hnefahögg í magann“ og hefur heitið stuðningi við þá sem safna gögnum um mögulega stríðsglæpi. Þá hefur Evrópusambandið skipað teymi með Úkraínu til að rannsaka málið. Árásir innrásarhersveitanna halda áfram og sjö létust og 34 særðust þegar sprengjur féllu á íbúðabyggð í Kharkív í gær. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hafa haldið áfram að beina herafla sínum og endurskipuleggja í Donbas og að helsta markmið þeirra núna sé að fella Maríupól. Hermálayfirvöld í Úkraínu segja Rússa leggja drög að því að senda 60 þúsund hermenn til viðbótar til landsins. Christine Lambrecht, varnarmálaráðherra Þýskalands, segir Evrópusambandið hljóta að velta fyrir sér að banna gasinnflutning frá Rússlandi. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira