Yfirmaður HM í Katar tók Lise á eintal eftir þrumuræðuna hennar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2022 08:30 Lise Klaveness gengur til sætis síns eftir ræðuna á ársþingi FIFA. AP/Hassan Ammar Lise Klaveness, formaður norska knattspyrnusambandsins, vakti athygli fyrir ræðu sína á Ársþingi Alþjóða knattspyrnusambandsins á dögunum þar sem hún gagnrýndi harðlega að heimsmeistarakeppnin færi fram í Katar. Klaveness er nýtekin við sem yfirmaður norska sambandsins og nýtti tækifærið á þinginu til að lýsa sinni sterku skoðun á því sem er í ólagi í Katar eins og hvað varðar mannréttindi, jafnrétti og lýðræði. Hún sagði það óásættanlegt að FIFA hafi látið Katar fá keppnina árið 2010. Klaveness notaði meðal annars líkindamálið að mannréttindi, jafnrétti, lýðræði, allt lykilatriði fyrir fótboltann, hafi ekki verið í byrjunarliðinu fyrr en mörgum árum seinna. Þessi atriði hafi aðeins fengið að koma inn á völlinn efitr mikla pressu utan frá. Lise Klaveness kom med skarp kritikk mot FIFA-toppene på torsdagens FIFA-kongress i Qatar.Se hele talen på https://t.co/oz9Fryjwa3! pic.twitter.com/dvm8SSKfmc— TV 2 Sport (@tv2sport) March 31, 2022 Klaveness sagði norskum fjölmiðlum frá því að Hassan Al Thawadi, yfirmaður HM í Katar, hafi tekið hana á eintal eftir ræðuna. „Hann kom til mín og sagði að ég hefði átt að hitta hann undir fjögur augu í Katar áður en ég steig upp í pontu eða kannski hefði ég ekki átt að fara þangað yfir höfuð. Hann var á því að svona gagnrýni ætti að koma fram í samtali milli manna en ekki í ræðu á ársþingi,“ sagði Lise Klaveness sem sagði að það hafi þó farið ágætlega með þeim. Lise Klaveness, the Norwegian who rocked Fifa: It s our job to push further https://t.co/EvRcheQgD0— The Guardian (@guardian) April 1, 2022 Klaveness hélt næstum því sex mínútna ræðu þar sem hún gagnrýndi ákvörðunina að láta Katar fá HM. „Hann vildi tala við mig og var vonsvikinn. Ég sagði að markmið mitt hafi ekki verið að gagnrýna sambandið hans sem slíkt heldur ákvörðun FIFA en hann hélt því fram að þetta hafi verið mjög skaðlegt fyrir undirbúningsnefnd keppninnar,“ sagði Klaveness. After 2hrs of procedure & speeches packed w/ vacuous phrases about football s power, Norway FA pres Lise Klaveness delivers a powerful & personal call for inclusion, reparations for dead workers & defending human rights. A guy from Honduran FA then basically tells her to shut up. pic.twitter.com/I6MD0uE0o5— Matt Slater (@mjshrimper) March 31, 2022 HM 2022 í Katar Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Klaveness er nýtekin við sem yfirmaður norska sambandsins og nýtti tækifærið á þinginu til að lýsa sinni sterku skoðun á því sem er í ólagi í Katar eins og hvað varðar mannréttindi, jafnrétti og lýðræði. Hún sagði það óásættanlegt að FIFA hafi látið Katar fá keppnina árið 2010. Klaveness notaði meðal annars líkindamálið að mannréttindi, jafnrétti, lýðræði, allt lykilatriði fyrir fótboltann, hafi ekki verið í byrjunarliðinu fyrr en mörgum árum seinna. Þessi atriði hafi aðeins fengið að koma inn á völlinn efitr mikla pressu utan frá. Lise Klaveness kom med skarp kritikk mot FIFA-toppene på torsdagens FIFA-kongress i Qatar.Se hele talen på https://t.co/oz9Fryjwa3! pic.twitter.com/dvm8SSKfmc— TV 2 Sport (@tv2sport) March 31, 2022 Klaveness sagði norskum fjölmiðlum frá því að Hassan Al Thawadi, yfirmaður HM í Katar, hafi tekið hana á eintal eftir ræðuna. „Hann kom til mín og sagði að ég hefði átt að hitta hann undir fjögur augu í Katar áður en ég steig upp í pontu eða kannski hefði ég ekki átt að fara þangað yfir höfuð. Hann var á því að svona gagnrýni ætti að koma fram í samtali milli manna en ekki í ræðu á ársþingi,“ sagði Lise Klaveness sem sagði að það hafi þó farið ágætlega með þeim. Lise Klaveness, the Norwegian who rocked Fifa: It s our job to push further https://t.co/EvRcheQgD0— The Guardian (@guardian) April 1, 2022 Klaveness hélt næstum því sex mínútna ræðu þar sem hún gagnrýndi ákvörðunina að láta Katar fá HM. „Hann vildi tala við mig og var vonsvikinn. Ég sagði að markmið mitt hafi ekki verið að gagnrýna sambandið hans sem slíkt heldur ákvörðun FIFA en hann hélt því fram að þetta hafi verið mjög skaðlegt fyrir undirbúningsnefnd keppninnar,“ sagði Klaveness. After 2hrs of procedure & speeches packed w/ vacuous phrases about football s power, Norway FA pres Lise Klaveness delivers a powerful & personal call for inclusion, reparations for dead workers & defending human rights. A guy from Honduran FA then basically tells her to shut up. pic.twitter.com/I6MD0uE0o5— Matt Slater (@mjshrimper) March 31, 2022
HM 2022 í Katar Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira