Biðst innilegrar afsökunar á orðum sínum um Vigdísi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2022 14:55 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra biðst innilegrar afsökunar á orðum sem hann lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, aðfaranótt föstudags í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Þetta kemur fram í stuttri færslu Sigurðar Inga á Facebook. Samkvæmt heimildum Vísis gerðist atvikið þar sem ummælin féllu eftir miðnætti aðfaranótt föstudags þegar sumir voru við skál. Hugmyndin var að fá mynd af hópi Sigurðar Inga með hópi starfsmanna Bændasamtakanna. Upp kom sú hugmynd að þeir myndu halda á Vigdísi á mynd en þá sagði Sigurður Ingi eitthvað á þá leið: Á að lyfta þeirri svörtu? Sigurður yfirgaf samkomuna fljótlega eftir þetta. Fjallað var um orðróm þess efnis, bæði í Fréttablaðinu og DV um helgina, að Sigurður Ingi hefði látið slík orð falla. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, svaraði fyrir þær fréttir sem algjört bull. Ráðherrann hefði ekkert slíkt sagt heldur haft á orði að hann vildi ekki halda á Sjálfstæðismanni við myndatökuna. Vigdís tjáði sig um málið fyrr í dag á Facebook-síðu sinni. „Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna. Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það,“ sagði Vigdís. Hvorki Vigdís né Sigurður Ingi hafa svarað fyrirspurnum fréttastofu um málið. Sigurður Ingi tjáði sig um málið nú rétt fyrir klukkan þrjú. „Ég er alinn upp við það og það er mín lífsskoðun að allir séu jafnir. Þess vegna hef ég tamið mér að koma jafnt fram við alla. En mér verður á eins og öðrum. Það þykir mér miður. Í kvöldverðarboði Framsóknar fyrir fulltrúa á Búnaðarþingi síðastliðið fimmtudagskvöld, lét ég óviðurkvæmileg orð falla í garð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Á þeim orðum biðst ég innilegrar afsökunar. Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra,“ segir Sigurður Ingi í færslu á Facebook. Þingfundur hefst klukkan 15 og má reikna með umræðum um málið á þinginu. Óundirbúnar fyrirspurnir eru á dagskrá en Sigurður Ingi er ekki á meðal ráðherra sem svara fyrirspurnum í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Þingmenn bregðast við frásögn Vigdísar af fordómum Þingmenn úr nokkrum flokkum hafa brugðist við færslu Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, sem segir Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra hafa viðhaft særandi ummæli um aðfaranótt föstudagsins síðastliðins á samkomu í tengslum við Búnaðarþing. 4. apríl 2022 14:26 Vigdís segir Sigurð Inga hafa viðhaft særandi ummæli Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að innviðaráðherra hafi látið afar særandi ummæli falla í aðdraganda myndatöku á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segir særandi að reynt sé að gera lítið úr upplifun hennar. 4. apríl 2022 12:49 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis gerðist atvikið þar sem ummælin féllu eftir miðnætti aðfaranótt föstudags þegar sumir voru við skál. Hugmyndin var að fá mynd af hópi Sigurðar Inga með hópi starfsmanna Bændasamtakanna. Upp kom sú hugmynd að þeir myndu halda á Vigdísi á mynd en þá sagði Sigurður Ingi eitthvað á þá leið: Á að lyfta þeirri svörtu? Sigurður yfirgaf samkomuna fljótlega eftir þetta. Fjallað var um orðróm þess efnis, bæði í Fréttablaðinu og DV um helgina, að Sigurður Ingi hefði látið slík orð falla. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, svaraði fyrir þær fréttir sem algjört bull. Ráðherrann hefði ekkert slíkt sagt heldur haft á orði að hann vildi ekki halda á Sjálfstæðismanni við myndatökuna. Vigdís tjáði sig um málið fyrr í dag á Facebook-síðu sinni. „Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna. Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það,“ sagði Vigdís. Hvorki Vigdís né Sigurður Ingi hafa svarað fyrirspurnum fréttastofu um málið. Sigurður Ingi tjáði sig um málið nú rétt fyrir klukkan þrjú. „Ég er alinn upp við það og það er mín lífsskoðun að allir séu jafnir. Þess vegna hef ég tamið mér að koma jafnt fram við alla. En mér verður á eins og öðrum. Það þykir mér miður. Í kvöldverðarboði Framsóknar fyrir fulltrúa á Búnaðarþingi síðastliðið fimmtudagskvöld, lét ég óviðurkvæmileg orð falla í garð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Á þeim orðum biðst ég innilegrar afsökunar. Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra,“ segir Sigurður Ingi í færslu á Facebook. Þingfundur hefst klukkan 15 og má reikna með umræðum um málið á þinginu. Óundirbúnar fyrirspurnir eru á dagskrá en Sigurður Ingi er ekki á meðal ráðherra sem svara fyrirspurnum í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Þingmenn bregðast við frásögn Vigdísar af fordómum Þingmenn úr nokkrum flokkum hafa brugðist við færslu Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, sem segir Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra hafa viðhaft særandi ummæli um aðfaranótt föstudagsins síðastliðins á samkomu í tengslum við Búnaðarþing. 4. apríl 2022 14:26 Vigdís segir Sigurð Inga hafa viðhaft særandi ummæli Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að innviðaráðherra hafi látið afar særandi ummæli falla í aðdraganda myndatöku á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segir særandi að reynt sé að gera lítið úr upplifun hennar. 4. apríl 2022 12:49 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Þingmenn bregðast við frásögn Vigdísar af fordómum Þingmenn úr nokkrum flokkum hafa brugðist við færslu Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, sem segir Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra hafa viðhaft særandi ummæli um aðfaranótt föstudagsins síðastliðins á samkomu í tengslum við Búnaðarþing. 4. apríl 2022 14:26
Vigdís segir Sigurð Inga hafa viðhaft særandi ummæli Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að innviðaráðherra hafi látið afar særandi ummæli falla í aðdraganda myndatöku á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segir særandi að reynt sé að gera lítið úr upplifun hennar. 4. apríl 2022 12:49